XXII.
Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, viltu ekki straffa þann manndrápsstaðinn og birta honum allar sínar svívirðingar? Segðu: Svo segir Drottinn Drottinn: Heyr þú staður, þú sem úthellir þinna manna blóði upp á það að þinn tími skuli koma og þú sem gjörir afguðina hjá þér hvar með þú saurgar þig. Þú gjörir þig sekan í því blóðinu sem þú úthellir og þú saurgar þig með þeim afguðum sem þú gjörir. Þar með framleiðir þú þína daga og gjörir það so að þín ár hljóta að koma. Þar fyrir vil eg gjöra þig að einnri háðung meðal heiðingjanna og til einnrar skammar í öllu landinu, bæði nærri og fjarri þá skulu þeir hæða þig og þú skalt hafa eitt skemmilegt orðrykti og líða stóra neyð.
Sjá þú, þeir höfðingjarnir í Ísrael, hver þeirra er megtugur í hjá þér til að úthella blóðinu. [ Þeir fyrirlíta föður og móður, hinum útlenda gjöra þeir vald og ofríki, þeir þvinga ekkjur og föðurlaus börn. Þú foraktar minn helgidóm og saurgar mína þvottdaga. Svikarar eru á meðal þín svo að þeir kunni að úthella blóðinu. Þeir eta offrið á fjöllunum og höndla þrjóskusamlegana í þér. Þeir uppfletta blygðan feðra sinna og nauðga konunum í þeirra krankdæmi og þeir fremja svívirðingar sín á milli, vinur með húsfreyju síns vinar. Þeir skamma sínar [ snærur með öllum mótþróa, þeir nauðga sínum eigin systrum, þeim dætrunum síns föðurs. Þeir þiggja mútur að úthella blóðinu, þeir gjöra okur og hafa ávinning hver á öðrum og fremja sinn ágirndarfédrátt viður sína náunga og hver gjörir öðrum ofríki og forgleyma mér so, segir Drottinn Drottinn.
Sjá þú, eg slæ mínum höndum til samans yfir þeirri ágirndinni sem þú fremur og yfir því blóðinu sem úthellt er í þér. [ En þenkir þú að þitt hjarta mun kunna að líða það eða þínar hendur fái þolað það á þeim tíma nær að eg vil straffa þig? Eg, Drottinn, hefi talað þetta, eg vil og einnin fullgjöra það og eg vil í burt dreifa þér á meðal heiðingjanna og út feykja þér um löndin og eg vil gjöra einn enda á þinni óþekkt svo að þú skalt reiknast bölvöð hjá heiðingjunum og formerkja að eg er Drottinn.
Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, Ísraels hús er mér orðið að froðuskúmi. Allur þeirra kopar, tin, járn og blý er orðið í ofninum að silfurfroðu. Þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo: Fyrst þér allir eruð orðnir svo sem froðuskúm, sjá þú, þá vil eg safna yður öllum til samans í Jerúsalem líka sem að lagt verður silfur, kopar, járn, blý og tin til samans í ofninn að þar skuli uppblástast einn eldur undir og í sundur að smelta það. Líka so vil eg einnin safna yður til samans í minni grimmd og reiði, innleggja og smelta yður, já eg vil safna yður og uppkveikja minn reiðinnar eld á meðal yðar svo að þér skuluð þar inni bráðna niður. Líka sem að silfur það bráðnar niður í ofninum eins líka svo skulu þér einnin niðurbráðna þar inni og vita að eg, Drottinn, hafi úthellt minni grimmd yfir yður.
Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, seg þú til þeirra: Þú ert það land sem ekki kann hreinsað að verða, líka sem eitthvað það sem ekki verður hreinsað á reiðinnar tíma. [ Þeir prophetarnir sem eru þar inni hafa samtekið með sér að upp eta sálirnar, líka sem grenjanda león nær eð það tekur sér bráð. [ Þeir hrifsa góss og peninga til sín og gjöra þar margar ekkjur inni. Þeirra prestar umsnúa með ofdirfð mínu lögmáli og saurga minn helgidóm. [ Þeir halda öngvan greinarmun á millum þess sem heilagt er og hins sem óheilagt er og þeir kenna ekki hvað hreint eður óhreint er og þeir varðveita ekki mína þvottdaga og eg verð vanhelgaður á meðal þeirra. Þeirra höfðingjar eru þar inni líka sem glefsandi vargar til að úthella blóðinu og fyrirfara sálunum fyrir þeirra ágirndar sakir. [
Og þeirra prophetar múra þá með lausheldu kalklími, prédika hégómafréttir og spá þeim lygar og segja: „Svo segir Drottinn Drottinn“ þó að Drottinn hafi það ekki talað. Fólkið í landinu veitir yfirgang og rænir með ofbeldi, þeir kúga hinn fátæka og hinn volaða og gjöra hinum útlenda ofríki og rangindi. [ Eg leitaði á meðal þeirra hvort nokkur setti sig múrvegg mér í gegn vegna landsins so að eg skyldi ei fordjarfa það. En eg fann öngvan. Þar fyrir úthellti eg minni reiði yfir þá og eg gjörði einn enda á þeim með mínum heiftareldi og gaf þeim svo þeirra forþénuð laun yfir þeirra höfuð, segir Drottinn Drottinn.