1Því þinn óforgengilegi andi er í öllum!2Því straffar þú með vægð þá, sem yfirsést og með þeirra syndum áminnir þú og aðvarar þá, svo þeir snúi sér frá vonskunni og trúi, Drottinn, á þig.3Því að sönnu hataðir þú Kananítana, þá gömlu innbúa þíns heilaga lands,4af því þeir iðkuðu viðbjóðsleg verk töfranna og guðlausa siði,5og sem miskunnarlausa barnamorðingja, er héldu fórnarveislur af mannaholdi og blóði,6svo sem innvígða til svírðilegrar goðaþjónkunar og foreldra sem myrtu sálir (barna sinna) er ekki gátu veitt sér björg, og þú vildir þá afmá fyrir hönd vorra feðra,7til þess að verðug plöntun Guðs barna skyldi nema það land sem þér var dýrmætast.8En líka þessum, sem mönnum, hlífðir þú og sendir á undan þínum her sem fyrirrennara stingandi flugur til þess að þær smátt og smátt eyddu þeim.
9Þó þér væri það ekki ómögulegt að gefa þá guðlausu í bardaganum á vald enna réttlátu, eða með óttalegum dýrum eða með ströngu orði allt í einu að afmá þá;10straffaðir þú þó smámsaman, og gafst þeim ráðrúm til betrunar, enn þótt þú vissir, að þeirra uppruni var illur og vonska þeirra meðfædd, og að þeirra sinni mundi ei til eilífðar umbreytast.11Því frá upphafi voru þeir bölvað kyn. Samt ei að heldur, af því þú hefir ei beyg af nokkrum, léstu þá vera óhrædda við það, sem þeir höfðu syndgað.12Því hvör má spyrja: hvað hefir þú gjört? eða hvör mun mótþróast við þitt dómsatkvæði? eða hvör áklaga þig fyrir þær eyðilögðu þjóðir, sem þú hafðir skapað? eða hvör vill framganga móti þér sem hefnari fyrir rangláta menn?13Því enginn Guð er til nema þú, sem annast allt, svo þú vottir, að þú hafir ei ranglátlega dæmt.14Enginn konungur eða drottnari getur fram fyrir þig gengið þeirra vegna sem þú hefir afmáð.15En af því þú ert réttlátur, niðurskipar þú öllu með réttvísi, og einmitt að fordæma þann, sem ekki vinnur til straffs, álítur þú ósamkvæmt þínu veldi.16Því þinn styrkleiki er ástæða réttvísinnar, og það að þú drottnar yfir öllum, gjörir það að verkum, að þú vægir öllum.17Því þinn styrkleika sýnir þú, þá menn efast um þitt fullkomna veldi; og á þeim, sem þekkja það, straffar þú ósvífnina.18En þó þú sért voldugur drottnari, dæmir þú með linkind, og stýrir oss með mikilli vægð. Því, þegar þú vilt, eru öll ráðin hjá þér.
19En þú kennir með þessum verkum þínu fólki, að sá réttláti eigi að vera mannvinur; og þú vekur í þínum sonum þá glöðu von, að þú unnir betrunar þeim, sem syndga.20Því þegar þú refsaðir óvinum þinna barna og þeim dauðaseku með slíkri vægð, þar eð þú gafst þeim tíma og ráðrúm, svo þeir gætu horfið frá vonskunni;21með hvörsu mikilli athygli dæmir þú (þá) þína syni, hvörra feðrum þú með eiði og sáttmála hefir gefið góð fyrirheit!22Þegar þú þá agar oss, straffar þú vora óvini þúsundfalt, til þess vér munum til þinnar gæsku, þá vér dæmum, og vonum miskunnar þá vér verðum dæmdir.23Þar fyrir píndir þú og, með þeirra eigin svívirðingu, þá ranglátu, sem lifðu í lífsins fásinnu.24Því þeir höfðu villst svo langt á sínum villigötum, að þeir jafnvel héldu að þau dýr væru guðir, sem þeirra óvinir fyrirlitu, blekktir sem óskynug börn.25Því sendir þú þeim refsing, sem óskynugum börnum til athlægis.26En þeir sem ekki láta sig leiðrétta af athlægislegri refsingu, fá að kenna á dómi sem Guði er verðugur.27Því með þeim, af hvörjum þeir urðu að líða mæða, með þeim sem þeir héldu guði að vera, með þeim sömu straffaðir, sáu þeir og könnuðust við þann sanna Guð, sem þeir áður létust ekki þekkja. Því gekk þyngsti dómur yfir þá.
Speki Salómons 12. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:29+00:00
Speki Salómons 12. kafli
Sama efni.
V. 11. Óhrædda etc. aðr: straffaðir þú þá ekki fyrir það sem þeir
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.