XII.
Þar fyrir hirtir þú með hófsemi þá sem falla og áminnir þá með ögun á sína synd so að þeir yfirgefi ranglætið og trúi á þig, Drottinn. [ Því þá þú vart óvinur þeirra fyrri manna sem bjuggu í þínu heilaga landi af því þeir drýgðu illmannleg verk með göldrum og vildir fyrir hendur vorra forfeðra afmá þá óguðlegu fórnfærara og þá miskunnarlausu morðingja sem drápu sína syni, þeir eð átu mannaslátur og drukku hræðilegt blóð og létust gjöra þér þetta til þjónustu, og þeir sem foreldarnir voru myrtu þær sálir sem öngva hjálp höfðu upp á það landið sem fyrr var það besta á meðal allra skyldi vera einn maklegur bústaður Guðs börnum, þó hlífðir þú þeim svo sem mönnum og sendir þína fyrirrennara fyrir þér sem er þitt herlið, stingandi flugur, upp á það að þeir skyldu fyrirkoma þeim með tíðinni. [ Að vísu var þér ekki ómögulegt að varpa þeim óguðlegu undir þá réttlátu í bardaganum eða sundurmerja þá alla fyrir ólmum dýrum elligar með einu hastyrði heldur dæmdir þú þá með tíðinni og gafst þeim biðlund til betrunar þó að þú vel vissir að þeir höfðu illa náttúru og þeirra hrekkvísi var þeim meðfædd og að þeir aldrei mundu umskipta sínum hugrenningum. Því að þeir voru eitt bölvað sæði í upphafi. So þurftir þú öngvan að forðast þó þú fyrirgæfir þeim það hvar með þeir höfðu syndgast. Því að hver vill segja til þín: „Hvað gjörir þú?“ eður hver vill í móti standa þínum dómi? Elligar hver vill setja sig til hefndar við þig vegna þeirrar ranglátu manneskju? Því þar er enginn Guð utan þú sem umhyggju hefur allra hluta so að þú þar með auðsýnir að þú dæmir ekki rangt. Því að hverki kóngur né nokkur týrannar kann að ganga þér undir augun fyrir þá sem þú straffar.
Fyrst þú ert réttlátur þá stjórnar þú öllum hlutum réttilega og heldur það ekki sóma þínu majestatisveldi að fordæma nokkurn sem ei hefur til saka gjört. Því að þinn styrkleiki er höfðingsskapur réttvísinnar og með því þú stjórnar öllu þá hlífir þú öllum. Því þú hefur auðsýnt þinn styrkleika á þeim sem ekki trúðu að þú vart so almáttugur og þú auðsýndir þig á þeim sem vissu sig að vera [ djarfa. En þú, hinn voldugi drottnari, dæmir með hógværð og stjórnar oss með mikilli linkind því þú megnar allt það sem þú vilt.
En með soddan gjörningum kennir þú þínu fólki að menn skulu vera réttlátir og góðir. Og þú lætur þín börn þar af læra að þau skuli hafa góða von það þú viljir meðtaka yfirbót fyrir syndirnar. Því þar sem þú straffaðir óvini þinna barna og þá sem dauðann höfðu verðskuldað með slíkri linkind og undandrætti og gafst þeim stund og tóm iðranar, með hvað meira athuga dæmir þú þá þín börn, við hverra feður þú uppreistir einn eið og sáttmála með mörgum góðum fyrirheitum? Þar fyrir so oft sem þú straffar vora óvini þá gjörir þú oss það til hirtingar so að vér hefðum glöggvar gætur á þinni gæsku að þó vér verðum dæmdir þá skulum vér þó treysta upp á þína miskunnsemi.
Hvar fyrir þú og straffaðir þá [ ranglátu með þeirra eigin svívirðing sem þó lifðu þusslega. Því þeir voru öldungis so langt í burt í villuna fallnir að þeir héldu þau dýr fyri rguði sem voru fyrirlitin hjá þeirra óvinum, sviknir líka sem skynlaus börn. Þar fyrir hefur þú og aðhlægilegt straff látið yfir þá koma so sem yfir skilningslaus börn. En þá þeir öktuðu ekki svoddan spottlegrar áminningar þá fengu þeir að finna alvarlegt Guðs straff. Því þeir urðu af þeim hlutum plágaðir sem þeir héldu fyrir Guð, hvað þá angraði með öllu þá þeir sáu þann sem þeir áður vildu ekki þekkja og máttu þekkja hann fyrir einn Guð, þar fyrir kom fyrirdæmingin um síðir yfir þá.