1Þannig hljómar lögmálið um sektafórnina, og er hún háheilög:
2Á sama stað sem menn slátra brennifórnum eiga sektafórnir að slátrast og blóðinu á að stökkva allt í kring á altarið.3Alla feitina af þeim á hann að frambera, nefnilega rófuna og mörinn sem innyflin eru vafin í,4bæði nýrun, og nýrmörinn allan sem er í grennd við ristilinn og stærra lifrarblaðið er sneiðist burt með nýrunum.5Í þessu skal presturinn kveikja á altarinu, sem eldfórn fyrir Drottin; þetta er sektafórn.6Sérhvör karlkyns af prestunum má eta þar af; á helgum stað á það að etast, því fórnin er háheilög.
7Um syndafórnir gildir sama lögmál sem sektafórnir; hvörutveggja tilheyrir prestinum, sem forlíkar með þeim,8og þeim presti, sem framber nokkurs manns brennifórn, honum skal tilheyra skinnið af þeirri brennifórn sem hann frambar.9Sömuleiðis skal sérhvör matfórn, hvört heldur hún er bökuð í ofni, ellegar tilbúin í potti eða pönnu vera prestsins sem frambar hana;10en sérhvör (önnur) matfórn, hvört heldur hún er ádreifð viðsmjöri eða þurr, skal tilheyra öllum sonum Arons, einum ekki framar en öðrum.
11En þannig hljóðar lögmálið um þakklætisfórnir er menn færa kunna Drottni:12Ef menn vilja til lofgjörðar frambera fórn, þá skulu menn ásamt lofgjörðarfórninni frambera ósýrðar kökur döggvaðar viðsmjöri og ósýrða leifa smurða með viðsmjöri og hveitimjölskökur bakaðar á rist döggvaðar viðsmjöri.13Ásamt með kökunum skal hann frambera sem fórnargáfu sýrt brauð, er fylgja skal lofgjörðarfórn hans.14Hann skal frambera af allri gáfunni eina köku til upplyftingar fyrir Drottni; en hitt skal vera prestsins sem stökkt hefir þakklætisfórnarblóðinu;15en kjöt hans lofgjörðar- og þakklætisfórnar skal etast á þeim sama degi, sem hann kom með gáfuna og má ekkert af því geyma til morguns.16En ef fórnargáfa hans er heitgjöf, eða fríviljug gáfa, þá skal hún etast sama dag sem komið var með hana, þó má það sem leifist etast daginn eftir;17en það sem þá verður eftir af fórnarkjötinu skal brennast í eldi á þriðja degi.18En ef á þriðja degi er etið af kjöti þakklætisfórnarinnar, þá mun sá sem frambar hana ekki þóknast Drottni, hún mun ekki tilreiknast honum, hún verður illa luktandi, og hvör sá sem etur þar af, ber sína misgjörð.19Kjöt sem snertir nokkuð óhreint, má ekki etast, heldur á að brennast í eldi; annars má sérhvör sem hreinn er eta kjötið.20En hvör sá sem etur af þakklætisfórnakjöti því, sem Drottni tilheyrir, á meðan hann er óhreinn, hann skal upprætast frá sínu fólki;21og hvör sem snertir nokkuð óhreint, hvört heldur það er óhreinn maður, eða óhrein skepna, eða hvör helst viðurstyggð sem það er, og samt etur af þakklætisfórnarkjöti því, sem Drottni tilheyrir, hann skal upprætast frá sínu fólki.
22Ennframar talaði Drottinn við Móses og sagði:23Seg þú Ísraelsbörnum: Enga feiti nauta, sauða né geita megið þér eta.24En feiti af hræjum og af því sem af villidýrum er sundurrifið, má brúka til alls sem með þarf, en ekki skuluð þér hana eta.25Ef nokkur etur feiti af fénaði er menn færa Drottni sem eldfórn, sá sem etur þar af, hann skal upprætast frá sínu fólki.26Ei skuluð þér heldur blóð eta, hvar helst sem yðar bústaður verður, hvörki fugla né fénaðar;27hvör sem nokkurt blóð etur, hann skal upprætast frá sínu fólki.
28Ennframar talaði Drottinn við Móses og sagði:29Bjóð þú Ísraelsbörnum, að sá sem færir Drottni þakklætisfórn, hann skuli (sjálfur) frambera af þakkarfórn sinni það, sem hann gefur Drottni;30með sínum eigin höndum skal hann frambera eldfórnir Drottins; feitina á bringunni skal hann frambera ásamt bringustykkinu sjálfu, til þess því verði veifað, sem veifingarfórn fyrir Drottni.31Feitina skal presturinn upptendra á altarinu, en bringustykkið skal tilheyra Aron og hans sonum;32og hægra bóginn skuluð þér og svo gefa prestinum af yðar þakklætisfórnum, svo sem upplyftingarfórn.33Hægri bógurinn *) skal vera hluti þess af sonum Arons sem framber blóðið og fituna af þakklætisfórninni;34því af Ísraelsbarna þakklætisfórnum tek eg við bringustykkinu svo sem veifingarfórn og hægri bógnum svo sem upplyftingarfórn; og gef það prestinum Aron og hans sonum svo sem stöðuga tekju af Ísraelsbörnum.35Þetta er skerfur Arons og skerfur sona hans af eldfórnum Drottins frá þeim degi hann framleiddi þá til að gegna prestsverkum frammi fyrir Drottni;36hvör skerfur Drottinn skipaði að skyldi gefast þeim, og skyldi það vera eilíf reglugjörð fyrir eftirkomandi ættir.
37Þetta eru þau lögmál um brennifórnir, matfórnir, synda- og sektafórnir, um vígslu- og þakklætisfórnir,38sem Drottinn gaf Móses á fjallinu Sínaí, þá hann bauð Ísraelsbörnum að færa Drottni gáfur sínar í Sínaíeyðimörku.
Þriðja Mósebók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:35+00:00
Þriðja Mósebók 7. kafli
Nákvæmari reglugjörðir um ýmsar fórnir.
V. 11. Þakklætisfórn er sú fórn er framberst sem þakklætismerki fyrir af Guði þáða velgjörninga. V. 13. Það mátti sýrt vera sem í fórnarveislu brúkaðist en ekkert súrt mátti vera í því sem á altarið var látið. V. 18. Illa luktandi gagnstætt: til sætleiksilms, þ.er velþóknanlegt. V. 19. Kjöt sem snertir óhreint, nefnil. eftir að búið er að færa það til altarisins. V. 20. Upprætast frá sínu fólki, þ. e. annaðhvört: vera dræpur kap. 17,4, ellegar útlægur, líklegast hið fyrrtalda. V. 21. Viðurstyggð kölluðust afguðir og skúrgoð og allt sem þessara dýrkun viðkom. V. 30. Upplyftingarfórn og veifingarfórn kallaðist allt það sem á loft var hafið eða veifað af fórnum fyrir dyrum tjaldbúðarinnar eða leitt til og frá, svo sem til að sýna það Drottni. V. 33. *) Aðr. læri.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.