Og þetta er skuldoffursins lögmál og það er það allra heilagasta. [ Mann skal slátra skuldoffursfórninni í þeim stað sem slátrað er brennifórninni og dreyfa blóðinu þar af kringum altarið. Og allri feitinni þar af skal offra, róunni og því feita af innyflunum, báðum nýrunum með þeirri feiti sem þar er við lendarnar og lifrarnetjunni með nýrunum. Og presturinn skal upptendra það á altari Drottins til eins elds. Það er eitt skuldoffur.
Allt kallkyns á meðal prestanna skal eta það í helgum stað því það er það allra helgasta. Líka sem syndoffrið er, so skal og skuldoffrið vera, þar skal vera eitt lögmál um þau bæði. Og það skal heyra prestunum til, þeim sem hann forlíkar þar með. Hvör sá prestur sem fórnar nokkurs manns brennioffri hann skal halda skinninu af því brennioffri sem hann hefur offrað. Og so allt mataroffur sem bakað er í ofni eða á rist eða í pönnu, það skal heyra prestinum til, þeim sem það offrar. Og allt matoffur sem mengað er með oleo ,eða sé það þurrt, skal alltsaman heyra Arons sonum til, so einum sem öðrum.
Og þetta er lögmál þakklætisfórnarinnar sem menn færa Drottni. Vilji þeir færa lofgjörðarfórn þá skulu þeir offra ósýrðum kökum, mengöðum með oleo og ósýrðum leifum, yfirdreifðum með oleo, og bökuðum hveitisarlakökkum, blandað með oleo. En þeir skulu gjöra þetta offur uppá eina köku af sýrðu brauði, til þeirrar þakklætis lofgjörðaroffurs. Og skal offra Drottni eitt af þeim öllum til eins upplyftingaroffurs og það skal heyra prestinum til sem stökkvir þakklætisfórnarblóðinu. Og kjötið af lofgjörðaroffrinu í hans þakklætisoffri skal upp etast sama dag sem það offrast og ekki neitt skal leyfast þar af til morguns.
Og hvort heldur það er eitt heit eða eitt sjálfviljugt offur þá skal það etast þann sama dag sem það offrast. En ef af er leyft og þar gengur af til annars dags þá skal það og etast. En hvað sem leyfist af kjötinu því sem offrað er til hins þriðja dags það skal uppbrennast í eldi. [ Og ef nokkur etur á þeim þriðja degi af því fórnfærðu kjöti hans þakklætisoffurs þá verður sá ekki þakknæmilegur sem það offraði. Og það skal ekki tilreiknast honum heldur skal það vera ein svívirðing og hvör sú sál sem þar etur af hún er sökuð í einum misgjörning.
Og það kjöt sem snertir nokkuð óhreint skal ekki etast heldur uppbrennast í eldi. Hver sem er hreinn á sínum líkama hann skal eta það kjöt og hvör sál sem etur kjötið af þakklætisoffrinu sem heyrir til Drottni þá skal hennar óhreinleiki vera yfir henni og hún skal fyrirfarast frá sínu fólki. Og ef nokkur sál kemur við nokkuð óhreint, sé það óhreinn maður, fénaður eða hvað annað sem að er svívirðulegt, og etur hann af þakklætisfórnarkjötinu sem að tilheyrir Drottni, hann skal upprætast frá sínu fólki.“
Og Drottinn mælti við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelissonu og seg þú þeim: Þér skuluð ekkert það feita eta af uxunum, lömbum og geitum. [ En það feita af hræinu og hvað sem rifið er af villudýrum það megi þér hafa yður til allsháttaðrar nytsemdar, en eigi skulu þér eta það. Því hvör sem etur það feita af fénaðinum þeim sem Drottni er gefinn til offurs sú sála skal upprætast frá sínu fólki. Eigi skulu þér heldur eta blóðið, hvorki af fé né fuglum, hvar helst sem þér búið. Hvör sú sál sem nokkurntíma etur blóð hún skal upprætast frá sínu fólki.“
Drottinn mælti við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelissonu og seg so: Hvör sem vill færa þakklætisfórn Drottni þá skal hann bera með sér hvað sem heyrir til þakklætisoffrinu fyrir Drottni. En hann skal bera það fram með sinni hendi til offurs Drottins, sem er það feita á bringunni skal hann bera fram og bringuna, so það sé ein upplyfting fyrir Drottni. Og presturinn skal upptendra það feita á altarinu en bringan skal heyra Aroni og hans sonum til. Og þeir skulu gefa prestinum þann hægra bóg til upplyftingar af þeirrar þakkaroffri. [ En hvör af Arons sonum sem offrar blóðinu af þakklætisfórninni og því inu feita hann skal hafa þann hægra bóg til síns hlutar, því ég hefi tekið veifunarbringuna og upplyftingarbóginn frá Ísraelissonum af þeirra þakkaroffri og hefi gefið prestinum Aron og hans sonum það, til eirnrar eilífrar skikkunar.“
Þetta er Arons og hans sona smurning af Drottins fórnfæringum, á þeim degi sem þeir voru skikkaðir til kennimannsskapar Drottins, þá er Drottinn bauð á þeim degi þá hann smurði þá, það honum skyldi gefast af Ísraelissonum til eins eilífs réttar hjá öllum þeirra eftirkomendum. Og þetta er lögmál um brennifórnirnar, matfórnirnar, syndafórnirnar, skuldafórnirnar, fyllingarfórnir og þakklætisfórnir, sem Drottinn bauð Móse uppá Sínaífjalli þann dag sem hann gaf honum bífalning til Ísraelissona, að þeir skyldu færa Drottni þeirra fórnir í eyðimörku Sínaí.