1Og Drottinn sendi Natan til Davíðs, og hann kom til hans og mælti: tveir menn voru í sömu borg, annar var ríkur en hinn fátækur.2Sá ríki átti fjölda bæði sauða og nauta,3en sá fátæki átti alls ekki nema lamb sem hann hafði keypt, og alið, og það óx upp hjá honum, með hans sonum; það át af hans mat, og drakk af hans bikar; og við hans brjóst svaf það, og var eins og hans dóttir.4Þá kom ferðamaður til hins ríka manns, og hann tímdi ekki að taka neinn af sínum sauðum eða af sínum nautum, til matreiðslu fyrir ferðamanninn, sem var kominn til hans, og tók lamb fátæka mannsins, og matbjó það fyrir manninn sem kominn var til hans.
5Þá upptendraðist reiði Davíðs ákaflega, og hann sagði við Natan: svo sannarlega sem Drottinn lifir! sá maður sem slíkt hefir aðhafst, er dauðasekur!6lambið skal hann fjórum sinnum a) betala fyrst hann gjörði þetta og hafði enga meðaumkun.7En Natan sagði við Davíð: þú ert maðurinn! svo segir Drottinn, Ísraels Guð: eg hefi smurt þig til konungs yfir Ísrael, og eg hefi frelsað þig af hendi Sáls.8Og eg gaf þér hús þíns herra og konur þíns herra að leggja við þitt brjóst, og Ísraels og Júda hús, og hefði það verið oflítið mundi eg hafa bætt við þig því og því.9Því hefir þú forsmáð orð Drottins, með því að aðhafast það sem honum mislíkar? Úría Hetítann hefir þú fellt með sverði, og tekið hans konu þér fyrir konu, og hann hefir þú drepið með sverði Ammonssona.10Þess vegna skal sverðið ekki víkja frá þínu húsi að eilífu, vegna þess þú forsmáðir mig, og tókst þér fyrir konu, ektakvinnu Uríu Hetítans b).11Svo segir Drottinn: sjá! eg læt ólán koma yfir þig af þínu eigin húsi, og tek konur þínar fyrir þínum augum og gef þær öðrum manni, svo hann leggist með þeim fyrir sólarinnar augum.12Því þú hefir gjört slíkt með launung, en eg mun gjöra slíkt í augsýn alls Ísraels og í augsýn sólarinnar.
13Þá sagði Davíð við Natan: eg hefi syndgað móti Drottni! og Natan svaraði Davíð: svo hefir þá Drottinn burttekið þína synd, þú munt ekki deyja.14En sakir þess þú hefir gefið Drottins óvinum orsök til lastyrða, svo skal sá sonur, sem þér er fæddur, vissulega deyja.15Og svo gekk Natan heim í sitt hús. Þá sló Drottinn barnið sem Uríu kona hafði fætt Davíð, og það varð dauðveikt.16Og Davíð leitaði Guðs, vegna drengsins, og fastaði, og gekk inn og lá á gólfinu nóttina þá.17Og þeir elstu af hans húsi tóku sig til, að fá hann til að rísa upp af gólfinu; en hann vildi ei, og át ei með þeim.18En á sjöunda degi dó barnið; og Davíðs þénarar þorðu ekki að láta hann vita að barnið væri dáið; því þeir sögðu: sjá! meðan barnið lifði, töluðum vér við hann og hann ansaði oss ekki; og hvörnig getum við þá við hann sagt: barnið er dáið? hann kann að gjöra einhvörja ólukku af sér.19Og Davíð tók eftir að hans þénarar voru eitthvað að pískra og réði þar af að barnið væri dáið; og Davíð sagði til sinna þénara: er barnið dáið? og þeir svöruðu: það er dáið.20Þá stóð Davíð upp af gólfinu, og þvoði sér, og smurði sig, og skipti um klæði, og gekk í Drottins hús, og tilbað, og kom aftur í sitt hús, og skipaði að færa sér mat, og hann át.21Þá sögðu hans þénarar við hann: hvað er það sem þú nú hefir gjört? meðan barnið lifði, fastaðir þú og grést, og þegar barnið var dáið, stóðst þú upp og mataðist?22Og hann svaraði: meðan barnið var á lífi fastaði eg og grét, því eg hugsaði: hvör veit nema Drottinn miskunni mér, svo barnið lifi.23En fyrst það er nú dáið, hvarfyrir skyldi eg þá fasta? mun eg geta fengið það aftur? eg fer til þess, en það kemur ei aftur til mín.
24Og Davíð huggaði konu sína Batseba, og gekk inn til hennar og svaf hjá henni og hún fæddi son og kallaði hann Salómon a) og Drottinn elskaði hann.25Og hann gjörði boð með spámanninum Natan og kallaði hans nafn Jedidia, Drottins vegna. (Jedidia þýðir: Drottins ást).
26Og Jóab herjaði á Rabba(borg) Ammonsbarna b), og vann kóngssetrið.27Og Jóab sendi boð til Davíðs, og sagði: eg hefi herjað á Rabba, og eg hefi unnið vatnsstaðinn;28safnaðu nú hinu öðru fólkinu, og sestu um staðinn og tak þú hann, svo að eg taki hann ekki, og mitt nafn verði ei nefnt til þess.29Þá safnaði Davíð öllu fólkinu, og fór til Rabba, og herjaði á staðinn og vann hann.30Og hann tók kórónu konungsins af hans höfði, hún var úr gulli og gimsteinum og vóg 100 pund, og setti hana á sitt höfuð; og herfangið sem hann flutti úr borginni var næsta mikið.31Hann flutti líka fólkið þaðan, og lagði það undir sagir og járnvagna og járnfleyga og brenndi það upp í tíglofnum. Svo gjörði hann við alla staði Ammons barna. Eftir það fór Davíð heim til Jerúsalem og allt fólkið.
Síðari Samúelsbók 12. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:25+00:00
Síðari Samúelsbók 12. kafli
Rabba er inntekin.
V. 6. a. Ex. 22,1. fl. V. 10. b. Kap. 11,27. V. 24. a. 1 Kron. 22,9. V. 26. b. Devt. 3,11. Jer. 49,2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.