1Og það skeði eftir liðin 20 ár, þá Salómon hafði byggt Drottins hús og sitt hús,2að hann byggði þá staði sem Húram hafði gefið Salómon, og gaf þar bústaði Ísraelssonum.3Og Salómon fór til Hemat í Sóba, og vann (borgina).4Og hann byggði Tadmor í eyðimörkinni, og alla vista staðina, sem hann byggði í Hemat.5Og hann byggði Betóron þann efri og Betóron hinn neðri, fasta staði með múrum, hurðum og slagbröndum,6og Baelat, og alla vista staðina, sem Salómon hafði, og vagnstaðina, og reiðmannastaðina, og allt sem Salómon langaði til að byggja í Jerúsalem og á Líbanon og í öllu landi síns herradæmis.7Allt það fólk sem eftir var orðið af Hetítum og Amorítum og Feresítum og Hevítum og Jebúsítum, sem ekki voru af Ísraelssonum,8af þeirra sonum sem urðu eftir í landinu, eftir þá, sem Ísraelssynir ekki afmáðu, þá tók Salómon til skyldu vinnu allt til þessa dags.9En af Ísraelssonum gjörði Salómon enga þræla til sinnar vinnu, því þeir voru stríðsmenn, og foringjar fyrir hans vagnliði, og foringjar fyrir hans vögnum og riddaraliði.10Og þetta eru yfirumsjónarmenn (yfir verkinu) Salómons kóngs: 2 hundruð og 50, sem höfðu vald yfir fólkinu.11Og faraós dóttur flutti Salómon kóngur úr Davíðs borg inn í húsið sem hann hafði byggt henni, því hann sagði: engin kona skal búa í húsi Davíðs Ísraelskonungs; því heilagt er það, sem örk Drottins hefur inn í komið.
12Eftir það offraði Salómon Drottni brennifórnum á Drottins altari er hann hafði byggt fyrir framan framhúsið.13Því dagsdaglega offraði hann eftir boðorðum Mósis, á hvíldardögunum, á tunglkomudögunum og hátíðunum, þrisvar á ári, á hátíð þess ósýrða brauðs og á vikuhátíðinni og á laufskálahátíðinni.14Og hann tilsetti eftir niðurskipun föður síns Davíðs, prestaflokkana til þeirra þjónustu, og Levítana til þeirra starfa til að syngja lof og þéna að því dags daglega fyrir prestanna augsýn, og dyraverðina eftir þeirra flokkum í hvörjum dyrum.15Og menn viku ekki frá boðorðum kóngsins um prestana og Levítana viðvíkjandi nokkru sem helst málefni, og viðvíkjandi fjársjóðunum.16Og svo var undirbúið allt Salómons verk, allt til þessa dags, að grundvöllur Drottins húss var lagður, og til þess það var fullgjört, þangað til hús Drottins var að öllu búið.17Þá fór Salómon kóngur til Eseon-Geber og til Elot við strendur hafsins í Edomslandi.18Og Húram kóngur sendi honum skip með sínum þjónum, og þjóna sem kunnu til sjávar, og þeir komu með Salómons þjónum til Ofír og þeir sóttu þangað 4 hundruð og 50 vættir gulls, og færðu Salómon kóngi.
Síðari kroníkubók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:53+00:00
Síðari kroníkubók 8. kafli
Salómon byggir borg. Heimtar kvaðir. Lætur sigla til Ofír. (1 Kgb. 9,10–28).
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.