1Og Jósafat lagðist hjá sínum feðrum, og var grafinn hjá sínum feðrum í Davíðsborg, og hans son Jóram varð kóngur í hans stað.2Og hann (Jóram) átti bræður, syni Jósafats: Asaria og Jehiel og Sakaria og Asariham og Mikael og Sefatia; þessir allir voru synir Jósafats Ísraelskóngs.3Og faðir þeirra gaf þeim marga gjöf í silfri og gulli og dýrgripum, samt sterkar borgir í Júda, en kóngsríkið gaf hann Jóram því hann var frumgetinn.4En sem Jóram hafði fengið ríki föður síns, og staðfestist, drap hann alla bræður sína með sverði, og nokkra af Ísraels höfðingjum.5Tvo um þrítugt hafði Jóram þá hann varð kóngur, og 8 ár ríkti hann í Jerúsalem.6Og hann gekk á vegum Ísraelskónga, eins og Akabs hús gjörði, því hann átti fyrir konu eina Akabs dótturina, og hann gjörði það sem illt var fyrir augum Drottins.7En Drottinn vildi ei tortína Davíðs húsi, sökum þess sáttmála, er hann hafði gjört við Davíð, og eins og hann hafði heitið honum og hans sonum, að láta (þeim) ljós skína alla tíma.8Á hans dögum gengu Edomítar undan Júda, og tóku konung fyrir sig.9Þá fór Jóram með sínum herforingjum og öllum sínum vögnum; og hann tók sig upp um nótt, og vann sigur á Edomítum sem höfðu umkringt hann, og á vagnliðsins foringja.10Þó gengu Edomítar undan Júda allt til þessa dags. Þá um sama leyti gekk Libna undan honum (Jóram), af því hann hafði yfirgefið Guð sinna feðra.
11Líka gjörði hann hæðir á Júdafjöllum, og tældi Jerúsalems innbúa til afguðadýrkunar og afvegaleiddi Júda.12Og til hans kom bréf frá Elía, spámanni, sem svo hljóðaði: sökum þess að þú gekkst ekki á vegum Jósafats, föður þíns, og á vegum Assa, Júdakóngs;13heldur gekkst á vegum Ísraelskónga, og leiddir Júda og Jerúsalems innbúa til afguðadýrkunar, eins og Akabshús leiddi til afguðadýrkunar, og sökum þess þú deyddir bræður þína, hús föður þíns, sem voru betri en þú;14sjá! svo mun Drottinn senda mikla plágu yfir þitt fólk og þína syni og þínar konur og yfir alla þína eign.15Og þú munt fá mikinn sjúkdóm í þín innyfli, þangað til þín iður falla út, af sjúkdómi ár eftir ár.
16Og svo vakti Drottinn móti Jóram anda Filisteanna og arabiskra sem búa á hlið við mórlenska.17Og þeir fóru móti Júda, og brutust inn í staðina, og fluttu burt allt það fé sem var í kóngsins húsi, og líka syni hans, og konur, svo engin sona hans varð eftir, nema Jóakas, sá yngsti af sonum hans.18Og eftir allt þetta sló Drottinn hann í hans iðrum með ólæknanlegum sjúkdómi.19Og það skeði ár frá ári, og eftir tveggja ára bil féllu út hans innyfli af hans sjúkleika, og hann dó með mikilli þjáningu; og hans fólk gjörði honum ekkert bál eins og það gjörði föður hans.20Tvo um þrítugt hafði hann þá hann varð kóngur, og átta ár ríkti hann í Jerúsalem. Og hann fór svo, að hann varð ekki harmdauði, og menn jörðuðu hann í Davíðs borg, en ekki í greftrunarstað kónganna.
Síðari kroníkubók 21. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:59+00:00
Síðari kroníkubók 21. kafli
Um Jóram. (2 Kgb. 8,16–24.)
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.