1Sálmur Davíðs. Til þín, Drottinn! upplyfti eg minni sálu.2Minn Guð! á þig reiði eg mig, lát mig ei verða til skammar, svo mínir óvinir hlakki ekki yfir mér!3Vissulega verður enginn sá til skammar sem á þig vonar; en þeir munu til skammar verða sem ófyrirsynju falla frá þér.4Drottinn! lát mig þekkja þína vegu, kenn mér þínar götur;5lát mig ganga í þínum sannleika og uppfræð mig, því þú ert Guð míns hjálpræðis, eg vona á þig alla daga.6Mundu til þinnar miskunnar og góðgirni, Drottinn! sem verið hefir frá eilífð.7Mundu ekki til minna ungdómssynda og afbrota; heldur mundu til mín eftir þinni miskunnsemi, fyrir sakir þinnar góðgirni, Drottinn!8Góður og réttvís er Drottinn, því vísar hann syndurum á veginn.9Hann lætur þá hógværu ganga í sínum rétti, og kennir þeim auðmjúku sinn veg.10Allir Drottins vegir eru miskunn og trúfesti fyrir þá, er geyma hans sáttmála og lögmál.11Fyrir þíns nafns sakir, Drottinn! fyrirgef mér synd mína sem er stór.12Hvörjum manni sem óttast Drottin, mun hann vísa þann veg sem hann skal kjósa.13Hans sála býr í farsæld, og hans niðjar eignast landið.14Drottins aldavinir (uppáhöld) eru þeir sem hann óttast, og hans sáttmáli er þeim uppfræðing.15Mín augu horfa ætíð til Drottins, því hann mun greiða mína fætur úr netinu.16Snú þínu augliti til mín og vertu mér náðugur, því eg em einmana (yfirgefinn) og aumur.17Léttu á þrengslum míns hjarta, leiddu mig úr mínum nauðum,18líttu á mína eymd og armæðu og fyrirgef mér allar mínar syndir,19líttu til minna óvina, því þeir eru margir, og þeir hata mig ofbeldisfullu hatri;20varðveittu mína sál, og bjarga mér, svo eg verði ekki til skammar, því eg reiði mig á þig.21Láttu ráðvendni og hreinskilni vernda mig, því eg vona á þig,22frelsa, ó Guð! Ísrael af allri sinni neyð.
Sálmarnir 25. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:35+00:00
Sálmarnir 25. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Bæn um hjálp, uppfræðingu og syndafyrirgefningu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.