1Til hljóðfærameistarans með lagi: Morgunroðans hind. Sálmur Davíðs.2Guð minn! Guð minn! hvar fyrir hefur þú yfirgefið mig? eg kveina, en mín hjálp er fjærlæg.3Minn Guð! á daginn kalla eg, og þú ansar ekki, á nóttunni, og eg fæ enga ró.4Og þó ertu sá heilagi, sem býr meðal Ísraels lofsöngva.5Þér treystu feður vorir; þeir reiddu sig á þig, og urðu ei til skammar.6Þeir kölluðu til þín og sluppu, þeir reiddu sig á þig, og urðu ei til skammar.7En eg em maðkur, og ekki maður, spott mannanna og fyrirlitning fólksins.8Allir sem sjá mig, hæða mig, skæla munninn og hrista höfuðið, (og segja):9„Feli hann Drottni sitt málefni, hjálpi hann honum, bjargi hann honum, fyrst hann hefir mætur á honum“.10Já, þú útleiddir mig af móðurlífi, þú lést mig liggja áhyggjulausan við minnar móður brjóst.11Til þín var mér kastað frá móðurkviði. Þú ert minn Guð frá móðurlífi.12Vertu ekki fjærri mér, því þrengingin er nærri, því þar er enginn hjálpari.13Mig umkringja stór naut, Basans voldugu hnappast að mér.14Þeir spenna upp ginið móti mér, eins og ljón sem grenjar eftir bráð.15Eg flýt sem vatn, og öll mín bein eru sundurlaus orðin, mitt hjarta er sem vax og bráðnar innst í mér.16Þornaður er minn kraftur sem potthrím, og mín tunga loðir við minn góm, og þú leggur mig í dauðans duft.17Því hundar umkringja mig, og hópur hinna vondu sest um mig, þeir gagnbora mínar hendur og mínar fætur.18Eg get talið öll mín bein, þeir sjá það, og horfa á það með unaðsemd.19Þeir skipta með sér mínum klæðum, og kasta hlutkesti um mitt fat.20En þú, ó Drottinn! vertu ekki fjærlægur, minn styrkleiki! flýttu þér að hjálpa mér.21Frelsa mína sál frá sverðinu og mitt líf frá hundanna ofbeldi.22Frelsaðu mig úr ljónsins gini, og bjargaðu mér undan horni villinautsins.23Eg vil þá kunngjöra þitt nafn fyrir mínum bræðrum; mitt á samkomunni (í samkundunni) vil eg vegsama þig.24Þér sem óttist Drottin, vegsamið hann, allir Jakobs niðjar heiðri hann, og skjálfi fyrir honum allt Ísraels sæði.25Því hann hefir ekki forsmáð og ekki gjört gys að neyð hins auma og fól ekki sitt andlit fyrir honum, heldur heyrði hann, þá hann kallaði til hans.26Um þig vil eg syngja lof í miklum söfnuði, mitt heit vil eg gjalda í augsýn þeirra sem hann óttast.27Þeir voluðu skulu neyta og mettast. Þeir skulu lofa Drottin sem hans leita. Yðar hjörtu skulu við lifna að eilífu.28Allar heimsins endimerkur skulu muna það, að snúa sér til Drottins, og allar þjóðanna kynkvíslir skulu tilbiðja fyrir þinni augsýn.29Því Drottni tilheyrir ríkið, hann drottnar yfir þjóðunum.30Allir þeir ríku jarðarinnar skulu eta og tilbiðja, honum skulu lúta allir þeir sem í duftinu liggja, og sá sem ei getur lifað.31Eftirkomendurnir skulu honum þjóna, niðjunum skal verða sagt frá Drottni;32Þeir koma og kunngjöra hans réttvísi þeim mönnum sem fæðast munu; að hann hafi dýrðlega aðfarið.
Sálmarnir 22. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:29+00:00
Sálmarnir 22. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Bæn og von þess þjáða.
V. 13. Stór naut: voldugir óvinir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.