XXII.

Sálmur Davíðs fyr að syngja. Út af hindinni sem árla var veidd.

Guð minn, Guð minn, hvar fyrir hefur þú yfirgefið mig? Eg veina en mín hjálp er fjarlæg.

Guð minn, á daginn kalla eg og þú gefur ekki andsvar og á nóttinni þegi eg ekki einnin heldur.

En þú ert heilagur, þú sem býr meðal [ lofgjörðar Ísrael.

Vorir feður vonuðu á þig og þá er þeir vonuðu þá hjálpaðir þú þeim.

Til þín kölluðu þeir og urðu frelsaðir, þeir vonuðu á þig og urðu ekki til skammar.

En eg em maðkur en ei maður, brígsli mannanna og fyrirlitning fólksins.

Allir þeir er mig sáu hæddu að mér, opnuðu sinn munn og skóku höfuðin:

„Klagi hann það fyrir Drottni, hjálpi hann honum og hann frelsi hann, hafi hann annars vilja til hans!“

Því að þú útleiddir mig af minnar móður kviði, þú vart mitt hjálpartraust þá eð eg var enn nú á minnar móður brjóstum.

Til þín er mér kastað síðan í frá móðurkviði, þú ert minn Guð allt síðan í frá minnar móður kviði.

Vert ekki fjarri mér því að hörmungin er nálæg, af því hér er sá enginn eð hjálpar.

Stór naut umkringdu mig, feitir uxar umsátu mig,

þeirra gin opnuðu þeir upp á móti mér, líka sem grenjanda og glefsanda león.

Svo sem annað vatn em eg úthelltur og öll mín bein eru í sundur skilin, mitt hjarta er í mínum kviði sem klökkt vaxt.

Mínir kraftar eru uppþornaðir sem önnur skurn og mín tunga loðir við mína góma og þú lagðir mig í dauðans djúp.

Því að hundar hafa umkringt mig og hinir ómildu samtóku sín ráð yfir mér, mínar hendur og mínar fætur hafa þeir í gegnum grafið.

Öll mín bein mátta eg telja en þeir horfðu á það og sáu sína [ vild á mér.

Þeir skiptu með sér mínum klæðum og um mitt fat vörpuðu þeir hlutkasti. [

En þú, Drottinn, vert ekki fjarlægur, minn styrkur, skunda þú mér til hjálpar.

Frelsa þú sál mína í frá sveðrinu og mína þá hina einsömu í frá hundunum.

Frelsa þú mig úta f gini leónsins og hjálpa mér í burt frá einhyrninginum.

Þitt nafn vil eg kunnigt gjöra mínum bræðrum, í miðri samkundunni vil eg þig vegsama. [

Lofið Drottin, þér sem óttist hann, allt sæði Jakobs dýrki hann og allt Ísraels sæði óttist hann.

Því að hann hefur hverki forsmáð né fyrirlitið eymd hins fátæka og ekki sínu andliti í burt snúið frá honum og þá eð hann kallaði til hans þá heyrði hann það.

Þig vil eg lofa í þeirra hinni miklu samkundu, mín heit vil eg gjalda í augsýn þeirra sem hann óttast.

Hinir voluðu skulu neyta so að þeir saddir verða og þeir sem að Drottni leita munu lofa hann, yðar hjörtu skulu lifa að eilífu.

Þess munu geta allar áttir veraldarinnar og snúast til Drottins og fyrir hans augsýn tilbiðja allar kynkvíslir heiðinna þjóða.

Því að Drottins er ríkið og hann drottnar meðal heiðinna þjóða.

Allir [ feitingjar á jörðu munu neyta og tilbiðja, fyrir honum munu framfalla allir þeir sem liggja í dufti jarðar og þeir eð aumlega lifa.

Hann mun það sæði hafa sem honum þjónar, af Drottni mun það kunngjört verða í frá slekti til slektis.

Þeir munu koma og hans réttvísi prédika því fólki sem fætt verður, það hann mun gjöra.