1Allt þetta hefi eg lagt upp á hjartað og eg grennslaðist eftir því öllu saman; þeir réttlátu og vísu og þeirra verk eru í Guðs hendi. Um elsku eða hatur veit enginn maður, allt liggur framundan þeirra augsýn.2Allt mætir öllum; það sem til vill, er hið sama fyrir hinn réttláta og þann óguðlega, fyrir þann góða, þann hreina og óhreina, fyrir þann sem fórnfærir og þann sem ekki fórnfærir; eins og góðum gengur, svo syndugum, þeim sem sver (gálauslega) eins og þeim sem óttast eiðinn.3Þetta er það vesta, viðvíkjandi öllu því sem skeður undir sólunni, að öllum mætir sama; og að hjörtu mannanna barna eru full af vonsku, og að heimska er í þeirra hjörtum, svo lengi sem þau lifa, og eftir það fara þau til hinna dauðu.4Því hvör verður undantekinn? fyrir alla sem lifa er þó von; því lifandi hundur er betri en dautt ljón.5Þeir sem lifa, vita þó að þeir eiga að deyja; en þeir dauðu vita ekkert, og þeir eiga engin laun framar, heldur er þeirra endurminning gleymd.6Bæði þeirra elska og hatur og öfund er allt farið; og þeir hafa enga hlutdeild meir í heiminum, í öllu því sem skeður undir sólunni.
7Svo far þú og et þitt brauð með gleði og drekk þitt vín með góðu geði, því Guð hefir velþóknan á þínum verkum.8Láttu þín klæði ætíð vera hvít, og láttu ekki þitt höfuð vanta salve.9Njóttu lífsins með konu sem þú elskar, alla daga þessa fánýta lífs, sem þér gefast undir sólunni, alla daga þíns fánýta lífs! Það er þín hlutdeild í lífinu, meðan þú erfiðar undir sólunni.10Allt hvað þín hönd finnur að gjöra, þá gjör það með krafti, því hvörki er starf né konst né þekking né vísdómur í gröfinni, hvar þú lendir.11Eg sneri mér enn einu sinni, og sá hvörnig tilgengur undir sólunni. Skeiðið er ekki í valdi þess fljóta, og bardaginn ekki í valdi hinna sterku; ei heldur brauðið í valdi hinna vísu, né auður í hendi þeirra framsýnu, eða vinsæld reiðubúinn þeim fróðu. Allt þetta er komið undir tíma og tilviljun.12Því jafnvel maðurinn þekkir ekki sinn tíma, heldur eins og fiskarnir festast í því háskalega neti, og eins og fuglinn verður fangaður í snörum, svo flækjast mannanna börn í þeirri vondu tíð, þegar hún kemur snögglega yfir þau.
13Líka hefi eg séð þessar vísdómsmenjar undir sólunni, og mér sýndust þær miklar.14Þar var lítil borg og fáir menn í henni; og þar kom voldugur kóngur sviplega að henni, settist um hana, og byggði mikið hervirki í kringum hana;15og þar fannst í henni fátækur, en hygginn maður, og hann bjargaði borginni með sínum vísdómi, en enginn maður mundi til þess fátæka manns.16Þá sagði eg: viskan er betri en krafturinn. Samt var vísdómur hins fátæka manns fyrirlitinn, og hans orðum var ei gegnt.17Þó heyrast orð hinna vísu af þeim hógværu betur, heldur en drottnarans hróp meðal dára.18Betri er vísdómur heldur en vopn; en syndarinn spillir mörgu góðu.
Prédikarinn 9. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:27+00:00
Prédikarinn 9. kafli
Líkt mætir vondum og góðum. Allir hljóta að deyja. Sællífi. Guðs forsjón ræður öllu. Viska betri en kraftur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.