1Sál linnti enn ekki ógnunum og manndrápi við lærisveina Drottins og nú gekk hann til prestahöfðingjans,2og óskaði af honum bréfa til samkundanna í Damaskus, svo að ef hann fyndi nokkra menn eður konur, sem tekið hefðu þessa trú, þá mætti hann færa þá bundna til Jerúsalem.3Í þeirri ferð bar svo til, þegar hann nálgaðist Damaskus, að um hann leiftraði skyndilega ljós af himni;4og sem hann datt til jarðar, heyrði hann rödd segja við sig: Sál! Sál! hví ofsækir þú mig?5hann ansaði: Herra! hvör ert þú? Drottinn svaraði: eg er Jesús, hvörn þú ofsækir.6En statt upp og gakk inn í borgina, þar skal þér verða sagt hvað þér ber að gjöra.7Förunautar hans stóðu eins og höggdofa, því þeir heyrðu raustina, en sáu engan.8Þegar Sál komst á fætur og opnaði augun, sá hann engan mann, en hinir leiddu hann við hönd sér inn í borgina;9þar var hann í þrjá daga sjónlaus, og át ekki né drakk.
10En í Damaskus var lærisveinn nokkur, sem hét Ananías. Við hann sagði Drottinn í sýn: Ananías! hinn ansaði: hér em eg, Herra!11Drottinn sagði: statt upp og gakk í stræti það, sem kallast hið beina og spurðú í húsi Júdasar eftir tarsiskum manni, sem heitir Sál,12því sjá! hann biðst fyrir, og hefir í sýn séð mann, að nafni Ananías, koma og leggja hendur yfir sig, svo hann yrði aftur sjáandi.13Ananías svaraði: Drottinn! eg hefi heyrt af mörgum um þenna mann, hvörsu mikið illt hann hefir gjört þínum heilögu í Jerúsalem,14og að hann hefir fengið vald frá prestahöfðingjunum til að binda hér alla þá, sem viðurkenna þitt nafn.15En Drottinn sagði til hans: farðú! því þessi er mér útvalið verkfæri til að bera nafn mitt fram fyrir heiðnar þjóðir og konunga og fyrir Ísraelsbörn,16því eg mun sýna honum, hvörsu mikið illt honum ber að þola vegna míns nafns.17Þá fór Ananías af stað, kom í húsið og lagði hendur yfir hann og mælti: Sál, bróðir! Drottinn sendi mig (Jesú, sem þér birtist á vegi þeim, er þú komst hingað), svo þú fengir aftur sjón þína og fylltist heilögum Anda.18Þá féll strax af augum hans eins og hreistur, og hann varð heilskyggn.19Síðan stóð hann upp og var skírður, og er hann hafði neytt fæðu, styrktist hann.
Sál dvaldi nokkra daga hjá lærisveinunum í Damaskus,20og kenndi strax í samkunduhúsunum, að Jesús væri Guðs Sonur.21Allir þeir, sem heyrðu það, undruðust stórum og sögðu: er þessi ekki sá, sem í Jerúsalem eyddi þeim, er þetta nafn ákölluðu, og kom hingað til að flytja þá bundna til prestahöfðingjanna?22En Sál efldist meir og meir, og hnekkti þeim Gyðingum, sem bjuggu í Damaskus, og sannaði að Jesús væri Kristur.23Rúmum tíma þar eftir tóku Gyðingar ráð sín saman að drepa hann,24en Sál fékk vitneskju um þeirra ráðagjörð.25Þeir gættu portanna nótt og dag, svo þeir gætu ráðið hann af dögum, en lærisveinarnir tóku hann um nótt og létu hann í körfu síga út fyrir múrinn.26Þá hann síðan kom til Jerúsalem, reyndi hann til að samlaga sig lærisveinunum, en öllum stóð geigur af honum, og trúðu því ekki, að hann væri lærisveinn.27En Barnabas tók hann að sér, leiddi hann til postulanna, og skírði frá, hvörninn hann á veginum hefði séð Herrann og talað við hann, og hvörsu einarðlega hann hefði flutt Jesú erindi í Damaskus.28Eftir það var hann handgenginn lærisveinunum í Jerúsalem og rak sköruglega erindi Drottins Jesú.29Sérílagi átti hann þrætur og orðastað við Grikki, en þeir áformuðu að ráða hann af dögum;30en er bræðurnir urðu þess vísir, fylgdu þeir honum til Sesareu, og sendu hann þaðan til Tarsus.31Nú höfðu söfnuðirnir frið um allt Júdaland og Galíleu og Samaríu, efldust og gengu fram í ótta Drottins, fullir af huggun heilags Anda.
32Svo bar til, þá eð Pétur ferðaðist allsstaðar um kring, að hann kom einninn til þeirra heilögu, sem bjuggu í Lydda.33Þar fann hann mann, að nafni Eneas, er í átta ár hafði rúmfastur legið af visnunarsýki.34Pétur sagði við hann: Eneas! lækni þig Jesús Kristur, stattú upp og búðú um þig sjálfur! og strax stóð hann upp.35Þenna mann sá allt fólk, sem heima átti í Lydda og í Saron, og sneri sér til Drottins.36Meðal lærisveinanna í Joppe var stúlka nokkur, sem hét Tabíta, það er: Dorkas a), auðug af góðum verkum og ölmusugjörðum.37Hún varð veik um sömu mundir og dó. En þegar búið var að þvo líkið var það lagt upp á loftið.38Þar eð nú Lydda lá skammt frá Joppe, fréttu lærisveinarnir, að Pétur væri þar, og sendu tvo menn til hans með bón, að hann ekki vildi skorast undan að koma til þeirra.39Pétur fylgdi sendimönnunum, og var strax, sem hann kom, leiddur upp á loftið, hvar allar ekkjurnar flykktust að honum grátandi, og sýndu honum kyrtla og yfirhafnir, sem Dorkas hafði gjört, meðan hún var lífs.40Pétur bauð þeim öllum út að fara, beygði kné sín og baðst fyrir, snerist svo að líkinu og sagði: Tabíta! stattú upp! hún lauk þá upp augunum, sá Pétur og settist upp.41Hann rétti henni þá hönd sína og reisti hana á fætur, kallaði síðan á þá heilögu og ekkjurnar, og afhenti þeim hana lifandi.42En þetta varð hljóðbært um alla Joppe, og margir trúðu á Herrann.43Pétur dvaldi langa tíð í Joppe hjá sútara nokkrum, er Símon hét.
Postulasagan 9. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 9. kafli
Sál snýst til kristni, hann kennir, er ofsóttur, kemur til Jerúsalem, og verður aftur að flýja. Söfnuðurinn fær ró; Pétur læknar Eneas, uppvekur Tabítu.
V. 29. Um Grikki sjá 6,1 skgr. V. 35. Saron, frjóvsamt sléttlendi milli Joppe og Sesareu. V. 36. a. Það er á íslensku: rá eða hind.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.