1Meðan þeir vóru enn að tala til fólksins, komu að þeim prestar, varðmannaforingi musterisins og sadúsæar,2hvörjum það gramdist, að postular kenndu fólkinu og boðuðu upprisu framliðinna af dæmi Jesú;3lögðu þeir þá hendur á þá og settu í varðhald til næsta morguns, því kvöld var komið;4en margir af þeim, er heyrt höfðu ræðuna, trúðu, svo að tala þeirra manna var nær fimm þúsundir.
5Morguninn eftir skeði það, að höfðingjarnir, öldungarnir og þeir skriftlærðu komu saman í Jerúsalem, sem og Hannas höfuðprestur,6Kaífas, Jóhannes Alexander, og allir, sem vóru af höfuðprestaætt.7Vóru postularnir þá framleiddir og aðspurðir: af hvaða myndugleika eður í hvers umboði þeir hefðu gjört þetta?8Pétur, fullur heilögum anda, sagði þá til þeirra: þér höfðingjar þjóðarinnar og öldungar Ísraels!9með því vér í dag skulum standa rannsak, viðvíkjandi góðverkinu við hruma manninn, og því, af hvers völdum hann sé heill orðinn,10þá sé yður öllum vitanlegt og öllum Ísraelslýð: að í nafni Jesú Krists frá Nasaret, þess þér krossfestuð, en Guð uppreisti frá dauðum, að af hans völdum sé það skeð, að þessi stendur heilbrigður fyrir yðar augum.11Hann er sá steinn, hvörn þér byggingarsmiðir einskis möttuð, en er nú orðinn að hyrningarsteini;12af engum öðrum er hjálpræðis að vænta, því meðal manna gefst ekki nokkur annar undir himninum, fyrir hvers fulltingi oss sé ætlað hólpnum að verða.
13En er þeir sáu einarðleik Péturs og Jóhannesar, og vissu að þeir voru ólærðir almúgamenn, undruðust þeir; líka þekktu þeir þá, að þeir höfðu verið með Jesú.14Og nú, er þeir sáu manninn, sem læknaður hafði verið, standa hjá þeim, gátu þeir engu móti mælt,15skipuðu þeim því að ganga út frá ráðinu og tóku ráð sín saman og sögðu:16hvað skulum vér gjöra við þessa menn? því það er þekkjanlegt kraftaverk, sem þeir hafa framið og er augljóst orðið öllum, sem búa í Jerúsalem, og vér getum ekki neitað því.17En svo að fregnin um það breiðist ekki meir út meðal lýðsins, svo skulum vér með hótunum hræða þá frá, að tala framar í þessu nafni til nokkurs manns.18Síðan kölluðu þeir þá fyrir sig og bönnuðu þeim harðlega að tala eður kenna í Jesú nafni.19Pétur og Jóhannes svöruðu þeim: dæmið sjálfir, hvört það sé rétt fyrir augum Guðs, að hlýðnast yður fremur en Guði.20Vér getum því ekki látið vera að tala það sem vér höfum heyrt og séð.21Hinir juku þá sínar ógnanir, og slepptu þeim svo, því þeim hugsaðist engin átylla til að straffa þá vegna fólksins, þar allir lofuðu Guð fyrir það, sem skeð var;22því sá maður var yfir fertugt, er með téðu dásemdarverki var læknaður.
23Þá búið var að láta þá lausa, koma þeir til sinna a) og greindu þeim frá hvað höfuðprestarnir og öldungarnir höfðu sagt við þá.24Þegar þeir heyrðu það, hófu þeir samhuga raust sína til Guðs og sögðu: Drottinn, þú ert sá Guð, sem gjört hefir himininn og jörðina og sjóinn og allt hvað í þeim er;25þú, sem hefir talað svo fyrir munn Davíðs, þjóns þíns: „hví æða heiðingjarnir og hví taka þjóðirnar saman ónýt ráð?26Jarðarinnar konungar halda mót og höfðingjarnir taka sig saman móti Drottni og hans Smurða.“27Því sannarlega risu upp í borg þessari Heródes og Pontíus Pílatus, ásamt heiðnum þjóðum og Ísraelslýð, móti þínu heilaga barni Jesú, hvörn þú hafðir smurt,28til að gjöra allt hvað þín hönd og þitt ráð hafði tilætlað að ske skyldi.29Og nú, Drottinn! lít á þeirra hótanir og gef þínum þjónum með fullri djörfung að tala þitt erindi!30útrétt þar til þína hönd, að ske megi lækningar, tákn og stórmerki í nafni þíns heilaga barns Jesú!31Og er þeir höfðu beðist fyrir, hrærðist staðurinn hvar þeir voru samankomnir, og þeir urðu allir fullir heilögum anda, og kenndu Guðs orð með djörfung.
32Í safnaði enna trúuðu var eitt hjarta og ein sál; enginn sagði það vera sitt, er hann átti, heldur var þeim allt sameiginlegt.33Postularnir vitnuðu um Herrans Jesú upprisu með miklum krafti, og allir unntu þeim.34Meðal þeirra var enginn þurfamaður, því hvör, sem átti fasteign eður hús, seldi það, kom með andvirðið,35og fékk það postulunum; og var sérhvörjum úthlutað, eftir því sem hann hafði þörf til.36Þannig seldi Levítinn, Jóses, ættaður frá Kýprus, hvörn postularnir kölluðu að viðurnefni Barnabas, (það er: hinn áminnandi), akur, er hann átti, kom með verðið og fékk það postulunum.
Postulasagan 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 4. kafli
Pétur og Jóhannes eru settir í fangelsi; Pétur forsvarar sig fyrir ráðinu; þeim er hótað og sleppt; þeir biðja Guð sameiginlega og verða bænheyrðir; ástand safnaðarins.
V. 11. Sálm. 118,22. Es. 28,16. V. 23. a. Nl. trúarbræðra. V. 25. Sálm. 2,1.2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.