1Góðir menn, bræður og feður! hlustið nú á forsvar mitt fyrir yður!2En er þeir heyrðu hann ávarpa sig á hebresku, urðu þeir enn hljóðari.3Eg em—sagði hann—Gyðingur fæddur í Tarsus í Silisíu, en uppalinn í þessari borg við fætur Gamalíels c), menntaður í allri nákvæmni feðranna lögmáls, og var vandlætari vegna Guðs, eins og þér allir eruð enn í dag;4og ofsótti þenna lærdóm d) fram í dauðann, batt menn og konur og afhenti í fangelsi,5hvar um æðstipresturinn og allt öldungaráðið mun bera mér vitni, því af þeim tók eg og bréf til bræðranna og fór til Damaskus í þeim tilgangi að flytja þá, er þar væru, bundna til Jerúsalem, svo þeim yrði hegnt.6Þegar eg var á þeirri ferð og nálgaðist Damaskus, bar svo til, nær miðjum degi, að um mig leiftraði skyndilega ljós mikið af himni.7Eg féll til jarðar og heyrði raust, er sagði til mín: Sál! Sál! því ofsækir þú mig?8eg svaraði: hver ertú? Herra! hann sagði til mín: eg em Jesús af Nasaret, hvern þú ofsækir.9Mennirnir, sem með mér voru, sáu ljósið og urðu felmtsfullir, en raust þess, er við mig talaði, heyrðu þeir ekki.10Þá sagða eg: Herra! hvað skal eg gjöra? Drottinn svaraði mér: stattú upp og gakk til Damaskus, þar verður þér kunngjört allt, sem þér er ætlað að gjöra.11En af því ofbirta ljóssins hafði gjört mig sjónlausan, handleiddu samferðamennirnir mig, svo eg komst til Damaskus.12Þar var einn guðrækinn maður eftir lögmálinu, Ananías að nafni, velþokkaður af öllum Gyðingum, er þar bjuggu;13hann kom til mín, stóð yfir mér og sagði: Sál, bróðir! fáðú aftur sjónina! og samstundis leit eg upp á hann.14Hann sagði þá: Guð feðra vorra hefir fyrirhugað þér að þekkja sinn vilja og að sjá hinn Réttláta og að heyra raust af hans munni;15því þú átt að verða hans vottur til allra manna, um það þú hefir séð og heyrt og hvað hikar þú nú?16stattú upp, lát skíra þig og afþvo syndir þínar og ákalla hans nafn.17Það skeði og, eftir að eg hafði snúið aftur til Jerúsalem og baðst fyrir í musterinu, að eg varð frá mér numinn18og sá hann sjálfan talanda við mig: flýt þér og far sem snarast burt úr Jerúsalem, því að ekki munu þeir meðtaka þinn vitnisburð um mig.19Þá svaraði eg: Herra! þeir vita sjálfir, að eg kastaði í fangelsi og húðfletti í samkundunum þá, sem trúðu á þig,20og þegar blóði Stepháns, vitnis þíns, var úthellt, stóð eg sjálfur hjá, samþykkti því og geymdi föt þeirra, sem slógu hann í hel.21En hann sagði til mín: farðú! því eg vil senda þig langa leið til heiðingja.
22Allt að þessu orði hlýddu þeir á, en nú hófu þeir upp raust sína og sögðu: burt með þvílíkan mann af jörðinni! því það hæfir ekki hann lifi.23Nú sem þeir hrópuðu og fleygðu klæðum sínum og jusu mold í loft upp,24skipaði þúshundraðshöfðinginn að leiða hann inn í herbúðirnar og með svipum að kúga hann til sagna, svo hann fengi að vita, fyrir hverja sök þeir hrópuðu svo gegn honum.25Þegar þeir fóru þá að strengja hann með taugum, segir Páll við hundraðshöfðingjann, er hjá stóð: er yður leyft að húðstrýkja rómverskan mann, og það ódæmdan?26En sem hundraðshöfðinginn heyrði það, gekk hann til þúshundraðshöfðingjans, innti honum frá og sagði; hvað ætlarðú að gjöra? maðurinn er rómverskur.27Þúshundraðshöfðinginn kom þá og talaði til Páls: seg mér, ertú maður rómverskur? hann ansaði: já!28þúshundraðshöfðinginn svaraði: fyrir ærið fé mátti eg kaupa þenna borgararétt. Hinn gegndi til: en eg em svo fæddur.29Jafnskjótt hvurfu þeir frá, er áttu að kúga hann til sagna og þúshundraðshöfðinginn varð hræddur, þá hann varð þess vís, að hann var rómverskur, af því hann hafði látið binda hann.
30Daginn eftir vildi hann vita með vissu, hvað Gyðingar hefðu að ákæra Pál um, leysti hann, bauð að höfuðprestarnir og allt ráðið skyldi koma saman, og lét leiða Pál niður fyri þá.
Postulasagan 22. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 22. kafli
Páll segir frá, hvörninn hann snerist til kristni og fékk kall að kenna heiðnum þjóðum; Gyðinga óhljóð móti honum; herstjórinn ætlar að láta húðstrýkja hann, en vogar ekki, þar eð Páll var rómverskur borgari; leiðir hann fyrir ráðið.
V. 3. c. Sjá 5,34. Þ. e: var lærisveinn hans. V. 4. d. Þ. e. Krists lærdóm, 7.58. 9,1.2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.