1Son minn! varðveit mín orð, og geym þú hjá þér mín boð.2Varðveittu mín boðorð að þú lifir, og mína tilsögn, sem þinn augnastein.3Bind þú þau á þína fingur, skrifa þú þau á töflu þíns hjarta.4Segðu við spekina: þú ert mín systir, og kalla þú framsýnina þína frændkonu,5svo að hún varðveiti þig frá annarlegri konu, frá þeirri útlendu, sem er svo sléttorð.
6Eg leit út af mínum glugga, gegnum grindverkið;7eg leit til þeirra heimsku; eg varð var við ungann mann meðal sonanna, sem var frá vitinu;8hann gekk um strætið að horninu á hennar húsi og ætlaði að ganga framhjá því,9í rökkrinu um kvöldið, um miðnættisleiti, í dimmu.10Og sjá þú, að kona nokkur mætti honum, búin sem skækja og undirförul í sínu hjarta.11Hún ólmaðist og réði sér ekki; hennar fætur tolldu ekki í hennar húsi,12stundum er hún á strætum, stundum á torgum, og umsitur á hvörju (strætis)horni.13Hún náði í hann og kyssti hann, og ósvífin (í bragði) mælti hún við hann:14eg var skuldug um þakkarfórn; í dag hefi eg goldið mitt heit;15því fór eg út að hitta þig, og eg leitaði þíns andlitis og eg hefi fundið þig.16Með ábreiðum hefi eg prýtt mína sæng ,með mislitum tjöldum úr egypsku líni.17Eg hefi stráð yfir mitt rúm myrru, aloe og kanel.18Kom þú! við skulum af ástum drukkin verða allt til morguns, við skulum gleðjast af miklum blíðlátum,19því maðurinn minn er ekki heima, hann er farinn í langferð.20Hann tók með sér peninga pyngjuna; á tunglkomuhátíðinni mun hann í fyrsta lagi heim koma.21Með fortölum sínum beygði hún hann, og lokkaði hann með sínum smjaðrandi vörum.22Hann skundaði eftir henni, eins og nautið kemur til slátrunarbekksins, og (eins og hlekkir koma til hegningar níðingnum).23Þangað til pílan fer í gegnum hans lifur, eins og fugl hraðar sér í snöruna, og veit ei að það kostar hans líf.
24Svo heyrið mig nú, mín börn! og takið eftir orðum míns munns.25Lát þitt hjarta ei teygjast á hennar veg, gakk þú ekki á hennar götum.26Því marga hefir hún sært og fellt, og margir eru þeir sem hún hefir drepið.27Vegur til helju er hennar hús, þar er leiðin niður til dauðans herbergja.
Orðskviðirnir 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:14+00:00
Orðskviðirnir 7. kafli
Viðvörun til unglinga móti lauslæti.
V. 22. Aðrir: eins og hjörturinn stökkur í netið.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.