1Á fyrsta degi hins þriðja mánaðar, eftir það að Ísraelsmenn voru út gengnir af Egyptalandi, komu þeir í eyðimörkina Sínaí.2Þeir tóku sig upp frá Refídim og komu í eyðimörkina Sínaí, og settu búðir sínar í eyðimörkinni, og tjölduðu Ísraelsmenn þar gegnt fjallinu.3Móses gekk upp til Guðs, og kallaði Drottinn til hans af fjallinu, og sagði: svo skaltu segja Jakobsniðjum, og kunngjöra Ísraelsmönnum:4þér hafið sjálfir séð, hvað eg hefi gjört Egyptalandsmönnum, og hvörsu eg hefi borið yður á arnarvængjum og flutt yður til mín.5Nú ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega, og haldið minn sáttmála, þá skuluð þér vera mín eiginleg eign um fram allar þjóðir, því öll jörðin er mín;6þér skuluð vera mitt kennimannlegt ríki og mitt heilagt fólk. Þessi orð skaltu tala til Ísraelsmanna.7Móses fór og stefndi saman formönnum lýðsins, og flutti þeim öll þau orð, er Drottinn hafði boðið honum.8Þá svaraði allur lýðurinn einum munni, og sagði: vér viljum gjöra allt það, sem Drottinn býður; og Móses flutti Drottni aftur orð fólksins.9Þá sagði Drottinn til Mósis: sjá! eg vil koma til þín í dimmu skýi, svo að fólkið heyri þau orð, er eg tala við þig, og trúi þér síðan ævinlega. Móses sagði Drottni, hvörju fólkið svaraði hér til.10Þá mælti Drottinn við Móses: far til fólksins, og helga það í dag og á morgun, og lát þá þvo klæði sín;11veri þeir búnir á þriðja degi, því á þriðja degi mun Drottinn ofan stíga á Sínaífjall í augsýn alls lýðsins.12Þú skalt marka fólkinu svið umhverfis, og segja: varist að ganga upp á fjallið eða snerta fjallsræturnar; hvör sem snertir fjallið, honum skal dauðinn viss;13enginn má snerta það mannshendi: hvör sem það gjörir, skal verða grýttur eða skotinn; hvört það er heldur maður eða kvikindi, þá skal það ekki lifa; en þegar lúðurinn kveður við, þá skulu þeir stíga upp á fjallið.14Þá gekk Móses ofan af fjallinu til fólksins, og helgaði fólkið, og þeir þvoðu sín klæði.15Hann sagði til lýðsins: verið búnir á þriðja degi, og komið ekki nærri nokkurri konu.16Þriðja dags morgun gengu reiðarþrumur og eldingar, þykkt ský var á fjallinu og mjög sterkur lúðurþytur, svo allt fólkið skelfdist, sem var í herbúðunum.17Þá leiddi Móses fólkið út af herbúðunum til móts við Guð, og tóku menn sér stöðu fyrir neðan fjallið.18Allt Sínaí fjall rauk, fyrir því að Drottinn steig ofan á það í eldinum; mokkurinn stóð upp af því, eins og reykur af ofni, og allt fjallið skalf mjög,19og lúðurþyturinn varð æ sterkari og sterkari; Móses talaði og Guð svaraði honum í reiðarþrumunni.20Og Drottinn steig ofan á fjallið Sínaí á efsta fjallstindinn, og kallaði Móses upp til sín á fjallið, og gekk Móses upp.21Þá sagði Drottinn við Móses: stíg ofan, og minn fólkið á, að það ekki brjótist upp hingað til Drottins fyrir forvitni sakir, svo eigi falli fjöldi af þeim.22Einnig kennimennirnir, sem nálægja sig Drottni, skulu helga sig, svo að Drottinn eyðileggi þá ekki.23Móses sagði til Drottins: fólkið getur ekki stígið upp á Sínaífjall, því þú hefir vottað fyrir oss og sagt: settu vébönd umhverfis fjallið, og helga það.24Drottinn sagði til hans: far nú og stíg ofan, en þið Aron skuluð fara upp hingað aftur; en kennimennirnir og fólkið má ekki brjótast upp hingað til Drottins, svo hann ekki eyðileggi þá.25Móses gekk ofan til fólksins, og sagði því þetta.
Önnur Mósebók 19. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:30+00:00
Önnur Mósebók 19. kafli
Gyðingar koma til Sínaí. Undirbúningur undir löggjöfina.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.