1En það finnst í ritningunum, að Jeremías spámaður hafi boðið þeim herteknu, að taka af eldinum, eins og frá var sagt,2og þegar spámaðurinn bauð þeim herteknu, í því hann fékk þeim lögmálið, að þeir skyldu ekki gleyma Drottins boðorðum, né láta sín hjörtu afvegaleiða, þegar þeir mundu sjá goðabílætin af silfri og gulli og skartið á þeim.3Og talandi annað þessháttar, áminnti hann þá um það að láta sér ekki gleymast lögmálið.4En það stóð líka í ritinu, hvörsu að spámaðurinn, eftir guðlegri opinberan, lét eftir sér bera tjaldið og örkina, og hvörsu hann gekk upp á fjallið, það sem Móses sté uppá, og sá þaðan Guðs erfðaland.5Þegar Jeremías var nú þangað kominn, fann hann þar hellir, og fór þangað með tjaldið og örkina og reykaltarið, og hlóð fyrir munnann.6Og nokkrir af hans fylgdarmönnum komu þar að, til að setja á sig veginn, en gátu ekki fundið.7En sem Jeremías fékk það að vita, ávítti hann þá og mælti: staðurinn verður ókunnur, þangað til Guð saman heimtir sitt fólk og verður því náðugur.8Og þá mun Drottinn láta hann finnast, og dýrð Drottins og skýið munu birtast, eins sem það sást á Mósis (dögum), og sem Salómon bað, að staðurinn yrði einkanlega heilagur.9Þess var og getið, hvörsu þessi, fullur vísdóms, frambar vígslufórnina, þá musterisbyggingunni var lokið.10Eins og Móses líka bað til Drottins og eldur féll af himni og eyddi fórninni: svo að og Salómon, og sá niðurfallni eldur eyddi brennifórninni.11Og Móses mælti: af því syndafórnin er ekki etin, er henni eytt.12Á sama hátt hélt Salómon helga þá átta daga.13Frá því sama er líka sagt í ritum og minnisbókum Nehemía, og hvörsu hann lagði grundvöll til bókasafns og samansafnaði bókum kónganna og spámannanna og Davíðs, og bréfum kónganna viðvíkjandi musterisgáfunum.14Sömuleiðis hefir og Júdas öllum (ritum) safnað, sem sakir þess háða stríðs voru tvístruð, og þau eru oss við hönd.15Ef þér nú þurfið þessara við, svo sendið menn sem sæki þau.
16Þar eð vér nú viljum halda helga hreinsun (musterisins) svo skrifum vér yður. Þér gjörið nú vel ef þér haldið dagana helga.17En Guð, sem hefir frelsað allt sitt fólk, og veitt alla eign og kóngsríki og prestskap og helgidóm,18eins og hann hét í lögmálinu: vér höfum þá von til Guðs, að hann skjótt miskunni oss og safni oss saman úr öllum héröðum undir himninum í það heilaga land, því hann hefir frelsað oss úr mikilli ógæfu og hreinsað musterið.
19En sögu Júda Makkabeans og hans bræðra og hreinsun þess mikla musteris og vígsla altarisins,20sömuleiðis stríðin við Antíokus göfga (Epifanes) og hans son Evpator,21og þá frá himnum bersýnilega sendu liðsemd, þeim til góðs sem með eðallyndi börðust fyrir Júdadóminn, svo að fáir að tölu eyddu allt landið, og hröktu burt þann útlenda her,22og settu aftur í lag það, í öllum heimi fræga musteri, og frelsuðu borgina, og viðréttu lögmálið sem menn ætluðu að aftaka, af því Guð með allri góðsemi var þeim náðugur,23það, sem Jason frá Kyrene hefir sagt frá í fimm bókum, það viljum vér reyna til að samandraga í eina.24Því nær vér hugleiðum þær mörgu tölur og erfiðleikann, sakir þess mikla efnis, sem þeim mætir, er sögur vilja segja,25höfum vér viljað vinna þeim, sem sögur lesa, til ánægju, og þeim sem þær ástunda að muna, til léttirs, og öllum sem bók þessi kemur í hönd, til nytsemi.
26Sú fyrirhöfn er vér tökumst á hendur, að gjöra þetta ágrip, er ekki lítil, heldur svita og svefnleysis starf,27eins og þeim verður það ekki létt sem gestaboð tilreiðir, og öðrum til gagns ætlar; en samt viljum vér gjarnan bera mæðuna, sakir þeirrar þakkar sem vér búumst við af mörgum.28Nákvæmnina í hvörju einstöku, höfum vér yfirlátið höfundinum, en gjörum oss annt um að fylgja þeim áður dregnu ágripsstrikum.29Því eins og sá sem byggir nýtt hús, verður að hugsa um alla bygginguna, en hinn sem tekst á hendur að prýða hana og mála, hann á aðeins að grennslast eftir því sem er hentugt til prýði, svo er því háttað hvað mig áhrærir.30Höfundi sögunnar ber að rekja hana, gjöra skil fyrir öllu, og grennslast vandlega eftir öllu einstöku.31En þeim verður að leyfast sem ummyndar verkið, að stytta orðfærið og sleppa því erfiðasta úr sögunni.32Og nú viljum vér byrja frásöguna, eftir að vér höfum sett þenna litla inngang; því það er fávíslegt að vera margorður í sögunnar formála, en stytta söguna sjálfa.
Önnur Makkabeabók 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:57+00:00
Önnur Makkabeabók 2. kafli
Sama efni, og um sögu Jasons frá Kyrene.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.