II.

Menn finna og í skriftinni að Jeremias spámaður bauð þeim sem burt voru fluttir að þeir skyldu taka með sér eldinn sem áður er sagt. Og hann fékk þeim í hendur lögmálið og bauð þeim að þeir ekki skyldu boðorðum Drottins og láta ekki villa sig þá þeir sæi afguði af gulli og silfri og þeirra prýði. Og hann bauð þeim margt fleira þvílíkt að þeir skyldu ei láta lögmálið koma úr sínu hjarta. Það stóð og í þeirri sömu skrift að spámaðurinn bauð þeim eftir Guðs bífalningu að þeir skyldu taka með sér vitnisburðarins tjaldbúð og örkina.

Og þá þeir komu nú til fjallsins á hverju Moyses hafði verið og séð erfðarland Drottins, þar fann Jeremias einn hellir. [ Þar geymdi hann í tjaldbúðina og örkina og reykelsisaltarið og byrgði aftur munnann. En nokkrir út af þeim sem með fóru vildu marka og gjöra teikn hjá munnanum en þeir gátu hann ekki fundið. Og þá Jeremias fornam það þá ávítaði hann þá og sagði: „Enginn maður skal finna eður vita af þessum stað fyrr en Drottinn samansafnar sínu fólki að nýju og verður því náðugur. Þá mun Drottinn opinbera þeim hann. Og þá mun dýrð Drottins sjást í einu skýi so sem hann birtist í Moyses tíð og so sem Salómon bað að hann vildi helga þann stað.“ [

Og Jeremias sagði þeim og so frá hvernin Salómon offraði þá kirkjan var vígð og musterið var búið, so og hvernin Móses bað til Drottins og eldur féll af himnum og uppbrenndi fórnina. [ So bað og Salómon að hans offur uppbrenndist af eldinum og so brennifórnina. Og líka sem Móses hafði sagt að hans offur uppbrenndist af eldinum og þess var ekki neytt, so fórnfærði Salómon og einnin í átta daga.

Þetta finnst allt saman í því skrifi sem í tíð Nehemie skrifað var. Og líka so sem hann samansafnaði bókum konunganna, spámannanna og Davíðs og bréfum kónganna um fórnfæringarnar og tilreiddi fjölda bóka, so gjörði og Júdas. Og hvað fyrir bækur sem fargast höfðu á meðan ófriður var í landinu þeim safnaði hann til samans aftur. Og vér höfum þær hér, vilji þér nú þær lesa, þá látið sækja þær til vor.

Nú með því að vér viljum halda slíka hátíð þá vildum vér hafa skrifað yður það til því að tilheyrilegt er að þér haldið hana og einnin. Og vér vonum til Guðs að Drottinn sem hjálpar sínu fólki og gefur oss erfðina aftur, sem er ríkið og kennimannsskapinn, sem hann hefur lofað í lögmálinu, hann muni snarlega líkna oss og samansafna oss að nýju úr víðerni veraldarinnar til þess heilaga staðar, líka sem hann hefur allareiðu frelst oss frá mikillri ógæfu og hreinsað staðinn.

En historian um Judas Macchabeus og hans bræður og um hreinsan höfuðkennimannsins og hversu altarið var vígt og um þær orrostur í móti Antiocho hinum göfga og hans syni Eupator og af þeim táknum himinsins er þeim birtust sem Gyðingadóminn mannlega vörðu, að þér fáir einir menn ræntuð allt landið og rákuð á flótta mikinn fjölda heiðingja og eltuð þá og enn framvegis um musterið, hversu það var uppbyggt aftur, hversu menn vita af því alls staðar nú þegar og að borgin náði sínu frelsi aftur, að alls háttar lögmál skuli afleggjast en Drottins alleina haldast, hver nú hefur góðan vilja til vor og er oss líknsamur, þetta og annað fleira sem Jason hefur uppteiknað í fimm bókum það hugsum vér að draga hér til samans með styttstu máli. [

Því að vér sjáum hvernin tölunni er samanslegið so að það vill vera þungt að semja historiuna rétt með því að henni er so samanslengt. Þar fyrir viljum vér lagfæra það so að það sé betra að lesa og auðveldara að minnast og að það megi vera hverjum manni nytsamlegt. Og sannlega merkjum vér að það vill vera oss jafnþungt að vér höfum tekið upp á oss slíkt ómak því þar heyrir til mikið erfiði og stór iðni, so sem það er ekki erfiðislaust þá nokkur vill tilbúa eitt gestaboð og veita gestunum vel. Þó viljum vér ekki hugsa þar um og viljum gjarna hafa þetta ómak öðrum til þénustu.

Vér viljum öngu umbreyta í sögunni sjálfri heldur láta hana vera so sem hún var skrifuð fyrr nema að vér viljum gjöra hana styttri. Og líka sem einn húsasmiður þá hann byggir upp nýtt hús þá hugsar hann ei lengra fram en að hann geti so gjört það að það kunni að vera stöðugt en hvernin það skal prýðast og útmálast þar lætur hann einn annan hafa umhyggju fyrir, so viljum vér og gjöra og láta þann sem fyrst skrifaði historiuna hafa þar áhyggju fyrir hvernin hann hefur alla hluti talað og allar greinir sett og samið með góðri gætni allt til enda en viljum ekki annað gjöra en samantaka summuna með færstum orðum. Og viljum nú uppbyrja historiuna og höfum þetta sett so sem annan inngang so að formálinn verði ei lengri en öll sagan.