1Eftir það var Jesús leiddur af Anda á eyðimörku, að hann freistaðist af djöflinum;2og er hann hafði fastað fjörutíu daga og fjörutíu nætur, tók hann loks að hungra.3Þá kom freistarinn til hans og sagði: ef þú ert Guðs Sonur, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauðum.4Jesús svaraði: skrifað stendur, „maðurinn lifir ekki af einusaman brauði, heldur af sérhvörju því, sem Guð vill.“5Þessu næst tók djöfullinn hann með sér í borgina helgu, og fór með hann upp á musterisburstina, og sagði við hann:6ef að þú ert Sonur Guðs, þá kasta þér hér ofan fyrir, því skrifað er: „Guð mun bjóða englum sínum að sjá þér borgið, og þeir munu bera þig á höndum sér, að ekki steytir þú fót þinn við steini.“7Jesús svaraði honum: aftur stendur skrifað: „ekki skaltú freista Drottins Guðs þíns.“8Enn á ný fór djöfullinn með hann upp á ofurhátt fjall, og sýndi honum þaðan öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð og mælti:9allt þetta mun eg gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.10Þá mælti Jesús: far frá mér Satan! því svo er skrifað: „Drottin Guð þinn skaltú tilbiðja og honum einum þjóna.“11Þá yfirgaf djöfullinn hann, og sjá! englar komu og þjónuðu honum.
12En sem Jesús heyrði að Jóhannes var settur í fangelsi, veik hann til Galíleu,13og fór frá Nasaret, og settist að í Kapernaum, er liggur við sjávarsíðuna á Sabúlons og Neftaleims landamærum,14svo að rættist það, sem spámaðurinn Esajas segir:15„Land Sabúlons og Neftaleims við sjóinn hinumegin Jórdanar, Galílea hin heiðna,16lýður sá er í myrkri sat, sá ljós mikið, og þeim, sem bjuggu í enu dimma dauðans landi, er ljós upprunnið.“17Upp frá þessu hóf Jesús að kenna, og segja: bætið ráð yðar, himnaríki er nálægt.
18Einhvörju sinni er hann gekk með sjónum í Galíleu, leit hann tvo bræður, Símon sem kallaður var Pétur og Andrés bróður hans, er vóru að leggja net í sjó, því þeir vóru fiskimenn;19og sagði til þeirra: fylgið mér, og mun eg gjöra yður að mannaveiðurum;20þeir yfirgáfu strax netin, og fylgdu honum.21Og sem hann gekk þaðan lengra áfram, leit hann aðra tvo bræður, Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans á skipi með Sebedeusi föður þeirra, og vóru þeir að bæta net sín; þá kvaddi hann einninn til fylgdar við sig;22þeir yfirgáfu strax skipið og föður sinn, og réðust til fylgdar við hann.
23Síðan fór Jesús um alla Galíleu og kenndi í samkundum þeirra, og flutti þeim gleðiboðskapinn um Guðs ríki, og læknaði alls kyns sjúkdóma og krankleika meðal lýðsins;24og barst orðstír hans um allt Sýrland. Og færðu menn til hans alla sjúka, sem af ýmislegum krankleikum og þungum sjúkdómum haldnir vóru, djöfulóða, tunglsjúka, máttvana, og læknaði hann þá.25Og fylgdi honum mikill fjöldi fólks úr Galíleu og Dekapólis, Jerúsalem og Júdeu, og úr landinu fyrir handan Jórdan.
Matteusarguðspjall 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:00+00:00
Matteusarguðspjall 4. kafli
Jesú er freistað af djöflinum; Hann víkur burt frá Júdeu og býr í Kapernaum; kennir, kveður fjóra lærisveina sér til fylgdar, kennir síðan og læknar.
Matt. 4,1–11. samanber. Mark. 1,12–13, Lúk. 4,1–13. V. 4. 5 Mós. 83. V. 6. Ps. 91,11. 12. V. 7. 5 Mós. 6,16. V. 10. 5 Mós. 6,13. 10,12. Matt. 4,12–17, Sbr. Mark. 1,14–15. V. 14. Es. 9,1. 2 Kóng. 15,29. V. 18–22. Sbr. Mark. 1,16–20. Lúk. 5,1–11. (Jóh. 1,35–43.) V. 23–25. Sbr. Mark. 1,35–39. Lúk. 4,42–44.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.