1Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina, að hans yrði freistað af djöflinum.2Þar fastaði hann fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður.3Þá kom freistarinn og sagði við hann: Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauðum.4Jesús svaraði: Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.5Þá tekur djöfullinn hann með sér í borgina helgu, setur hann á brún musterisins6og segir við hann: Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini.7Jesús svaraði honum: Aftur er ritað: Ekki skalt þú freista Drottins, Guðs þíns.8Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra9og segir: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.10En Jesús sagði við hann: Vík brott, Satan! Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.11Þá fór djöfullinn frá Jesú. Og englar komu og þjónuðu honum.12Þegar hann heyrði, að Jóhannes hefði verið tekinn höndum, hélt hann til Galíleu.13Hann fór frá Nasaret og settist að í Kapernaum við vatnið í byggðum Sebúlons og Naftalí.14Þannig rættist það, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns:15Sebúlonsland og Naftalíland við vatnið, landið handan Jórdanar, Galílea heiðingjanna.16Sú þjóð, sem í myrkri sat, sá mikið ljós. Þeim er sátu í skuggalandi dauðans, er ljós upp runnið.17Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd.18Hann gekk með Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið, en þeir voru fiskimenn.19Hann sagði við þá: Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.20Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum.21Hann gekk áfram þaðan og sá tvo aðra bræður, Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans. Þeir voru í bátnum með Sebedeusi, föður sínum, að búa net sín. Jesús kallaði þá,22og þeir yfirgáfu jafnskjótt bátinn og föður sinn og fylgdu honum.23Hann fór nú um alla Galíleu, kenndi í samkundum þeirra, prédikaði fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi meðal lýðsins.24Orðstír hans barst um allt Sýrland, og menn færðu til hans alla, sem þjáðust af ýmsum sjúkdómum og kvölum, voru haldnir illum öndum, tunglsjúka menn og lama. Og hann læknaði þá.25Mikill mannfjöldi fylgdi honum úr Galíleu, Dekapólis, Jerúsalem, Júdeu og landinu handan Jórdanar.
4.1 Í óbyggðinni Matt 3.1+ – freista Heb 2.18; 4.15
4.2 Fjörutíu 1Mós 7.4; 2Mós 24.18; 34.28; 5Mós 9.9,18; 4Mós 14.34; 1Kon 19.8; Post 1.3; 4.22; 7.23; 13.18; Heb 3.9,17
4.3 Djöfullinn freistar Matt 16.1; 19.3; 22.18,35 – ef þú ert … Matt 4.6; 27.40
4.4 Sbr 5Mós 8.3
4.5 Borgin helga Neh 11.1; Jes 52.1; Matt 27.53; Opb 11.2; 21.2,10; 22.19
4.6 Sbr Slm 91.11-12
4.7 5Mós 6.16 – freista Guðs 2Mós 17.2-7; 4Mós 14.22; Slm 78.18 og áfr.; 1Kor 10.9
4.8 Heimurinn Matt 18.7+
4.9 Tilbiðja Matt 2.2; 28.17
4.10 Vík brott Matt 16.23; 5Mós 6.13
4.12-17 Hlst. Mrk 1.14-15; Lúk 4.14-15
4.12 Jóhannes skírari handtekinn Matt 14.3; Mrk 6.17; Lúk 3.20; Jóh 3.24
4.13 Kapernaúm Matt 8.5; 11.23; 17.24; Mrk 1.21; 2.1; Lúk 4.23; Jóh 2.12; 4.46; 6.17
4.15-16 Jes 9.1-2 – Galílea Matt 2.22+
4.16 Myrkur, ljós Matt 10.27; Lúk 1.79; 11.34-36; 12.3; Jóh 1.5; 3.19; 8.12; 12.35,46; Post 26.18; Róm 2.19; 13.12; 1Kor 4.5; 2Kor 4.6; 6.14; Ef 5.8; Kól 1.13; 1Þess 5.4; 1Pét 2.9; 1Jóh 1.5-6; 2.8,9,11; Opb 8.12
4.17 Prédikun Matt 3.1+ – takið sinnaskiptum Matt 3.2+ – himnaríki Matt 3.2+
4.18-22 Hlst. Mrk 1.16-20; Lúk 5.1-11
4.18 Pétur Matt 10.2; 14.28; 16.16-18,22-23; 17.1; 18.21; 19.27; 26.33-37 og hlst. Lúk 5.4-10; 22.31; 24.34; Jóh 1.40-41; 3.6-10; 21.15-19; Post 2.14 og áfr.; 3.1-4.23; 5.1-10; 8.14-25; 9.32-43; 10.9-11.17; 15.7-11; Gal 2.7-14; 1Pét 1.1; sbr Jóh 1.42; 1Kor 1.12; 3.22; 9.5; 15.5; Gal 1.18 – Andrés Matt 10.2; Mrk 13.3; Jóh 1.40-44; 6.8; 12.22
4.19 Í fylgd Jesú Matt 4.25; 8.1; 12.15; 14.13; 19.27 og áfr.; Jóh 8.12; 10.27 – fylgið mér Matt 8.22; 9.9; 10.38; 16.23-24; Lúk 14.27; Jóh 1.43; 12.26; 13.36; 21.19; 1Pét 2.21; Opb 14.4
4.21 Jakob og Jóhannes Sededeussynir Matt 10.2; 17.1; 20.20; 26.37 og hlst.; Lúk 5.10; 9.54; Post 1.13 – Jakob Post 12.2 – Jóhannes Lúk 22.8; Post 4.13-21; 8.14-17
4.23-25 Hlst. Lúk 6.17-19
4.23 Jesús kennir, prédikar, læknar Matt 9.35; 11.5; Mrk 1.39 – fagnaðarerindið um ríkið Matt 9.35; 24.14
4.24 Sjúkir og þjáðir Mrk 6.55-56
4.25 Mikill mannfjöldi Mrk 3.7-8