1Eg kem í minn aldingarð, mín systir, (mín) brúður! eg plokka mína myrru og mína balsamsjurt; et mitt hunang, samt vínberjasaft, drekk mitt vín ásamt með minni mjólk. „Etið, vinir, drekkið, verðið drukknir, elskanlegir!“
2Eg svaf, en mitt hjarta vakti. Það er málrómur míns vinar, sem ber að dyrum! „ljúk upp fyrir mér, mín systir, mín vinkona, mín dúfa, mín allrabesta! því mitt höfuð er fullt af dögg, mínir lokkar fullir af næturinnar dropum“.3Eg er kominn úr fatinu, hvörnig get eg farið í það aftur? eg er búinn að þvo mér um fæturnar, hvörnig á eg að gjöra þá óhreina aftur?4Minn vinur rétti höndina inn um gluggann, og mitt hjarta ólgaði honum á móti.5Eg fór á fætur til að ljúka upp fyrir mínum vin, og mínar hendur drupu, af myrru, og mínir fingur, af fljótandi myrru, á handfang lokunnar.6Eg lauk upp fyrir mínum vin; en minn vinur var genginn burt, farinn. Eg var utan við mig, þegar hann talaði við mig! eg leitaði hans, en fann hann ekki, eg kallaði á hann, en hann ansaði mér ekki.7Vaktararnir hittu mig, sem ganga um staðinn; þeir börðu mig, særðu mig; vaktarar múranna tóku af mér minn möttul.8Eg særi yður Jerúsalems dætur: ef þið finnið minn vin—hvað eigið þið að segja honum? að eg sé sjúk af elsku!9„Hvað hefir þinn vin fram yfir aðrar vini, þú fríðasta meðal kvenna? Hvað hefir þinn vin fram yfir aðra vini, að þú særir oss svona?“10Minn vin er hvítur og rauður, auðþekktur meðal margra þúsunda;11Hans höfuð (sem) besta gull, hans lokkar blaktandi pálmviðargreinir, svartir sem hrafn;12hans augu sem dúfur á vatnsbökkum, þvegnar í mjólk, vel fóðraðar;13hans kinnar eru sem balsamsbeð, sem jurtadúskur, hans varir sem liljur, drjúpandi af fljótandi myrru;14hans hendur sem gullhringir, settir Tarsissteinum, hans líkami sem gjörður af fílabeini, safír steinsettu;15hans fótleggir sem marmarastólpar, hvílandi á gullfótum; hans vaxtarlag sem Líbanon, frábrugðið, sem sedrusviður;16hans munnur sætleiki, allt hans fas elskusemi; svona er minn unnusti, svona minn vin, þér Jerúsalemsdætur!
Ljóðaljóðin 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:27+00:00
Ljóðaljóðin 5. kafli
Unnustan leitar á náttarþeli að sínum elskuga.
V. 12. Vel fóðraðar: eiginl: búandi í gnægð. V. 14. Tarsissteinar, eðalsteinar sem fluttust frá Tarsus á Spáni. (Krisolit)?
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.