1Þegar Jósúa tók að gjörast gamall og aldraður, sagði Drottinn til hans: þú ert orðinn gamall og aldurhniginn, en mikið er enn af landinu óunnið.2Þetta land er enn eftir: Filistealand allt og allt Gesúraland;3frá Sihór, sem rennur fram með Egyptalandi til Ekrons landamerkja mót norðri; þetta telst með Kanaanslandi; þeir fimm höfðingjar Filisteanna yfir Gasa, Asdod, Askalon, Gat, Ekron og Ava.4En sunnan til er allt Kananítaland og Meara, sem Sídonar eiga allt til Afeka og landamerkja Amoríta;5þá er Giblítaland og allur Líbanon fyrir austan frá Baalgað undir Hermonsfjalli, þar til komið er til Hamat.6Allir fjallabúarnir frá Líbanon til Hveranna, og allir Sidónar; þessa vil eg alla reka upp frá Ísraelsbörnum; en þú legg á hluti, og skipt þeim á meðal Ísraelsbarna eins og eg bauð þér.7Svo skipt þá landi þessu til eignar þeim 9 ættkvíslum og hálfri Manassis ættkvísl;8því með hinum helmingnum (af Manasse ættkvísl) hafa þeir Rúben og Gað fengið sinn hluta, sem Móses hafði skipt þeim hinumegin fyrir austan Jórdan, eftir þeim skiptum sem Móses þjón Drottins hafði gjört þeim til handa:9frá Aroer sem liggur við Arnons lækjarbakka, borgina sem liggur í ánni, allt flatlendið hjá Medba allt til Díbons,10alla staðina, sem átti Síhon Amorítakóngur, er sat í Hesbon, til landamerkja Amorítanna;11einnig Gíleað, Gesúra og Makatitaland, Hermonsfjall allt, og allt Basansland til Salka.12Allt ríkið í Basan, sem Óg hefir átt, er ríkti í Astarot og Edrei, og einn var eftir af risaættinni. En Móses yfirvann og útrak þá.13En Ísraelsmenn útráku ekki Gesúra og Makatíta, heldur búa Gesúrar og Makatítar meðal Ísraelsbarna allt til þessa dags.14Þar á móti gaf hann Leví ættkvísl til enga fasteign, því eldfórn Drottins Ísraels Guðs er arfur hennar, eins og hann, (Drottinn) sagði honum (Móses).
15Móses úthlutaði ættkvísl Rúbensniðja arfi eftir þeirra kynþáttum.16Þeir áttu landamerki frá Aróer, sem liggur við Arnons lækjarbakka, borgina sem liggur í ánni, allt sléttlendið hjá Medba,17Hesbon og öll hennar þorp, sem liggja á sléttlendinu, Díbon, Bamot-baal og Bet-baalmeon;18Jaheasa, Kedemot, Mefaat;19Kirjataim, Sibma, Seret-Sahar á fjallinu í dalnum,20og Betpeor, Písgafjallsrætur og Betjesimót,21og alla staði á sléttlendinu; samt allt ríki Síhons Amorítakóngs, sem sat í Hesbon, er Móses sigraði undir eins og Midians höfðingja, Evi, Rekem, Súr, Húr og Reba, jarla Síhons, sem bjuggu í þessu landi.22Meðal þeirra, sem Gyðingar drápu með sverði, var líka Bíleam spámaðurinn Beórsson.23Landamerki Rúbensniðja var Jórdan með landinu að henni; þetta var arfahluti Rúbensniðja eftir þeirra kynþáttum, borgirnar og þorp þeirra.
24Gaðs ættkvísl, Gaðsniðjum, úthlutaði Móses arfi eftir kynþáttum þeirra;25þeirra landi tilheyrði Jaeser og allir staðirnir í Gíleað og helft Ammónítalands allt til Aróer, sem liggur gegnt Rabba;26frá Hesbon, til Ramat-mispe og Betonim, og frá Mahanaim til Debírs landamerkja;27og í dalnum fengu þeir Bet-Haram, Bet-Nimra, Sukkot og Safón, sem eftir var af ríki Síhons, Hesbonskóngs, og Jórdan með landinu að henni til enda Genesaretsjóar austanvert hinumegin Jórdanar;28þetta var arfahlutur Gaðsniðja, eftir þeirra kynþáttum, borgirnar og þorpin sem þar lágu undir.
29Þeirri hálfu Manasses ættkvísl hafði Móses úthlutað arfi, og var þetta hluti hálfrar Manasse ættkvíslar eftir hennar kynþáttum:30landamerki þeirra voru frá Mahanaim, allt Basansland, allt það ríki sem átt hafði Óg Basanskóngur, og öll Jaírsþorp, sem liggja í Basan, sextygir bæir.31Helft Gíleaðs, sem og Astarot og Edrei, borgir í ríki Ógs í Basan, úthlutaði hann niðjum Makírs, sonar Manassis, nefnilega helmingi Makírsniðja eftir þeirra kynþáttum.32Þetta var það land, sem Móses úthlutaði á Móabsvöllum hinumegin Jórdanar fyrir austan Jeríkó;33Leví ættkvísl hafði Móses öngvum arfi úthlutað, því Drottinn Ísraels Guð er sjálfur þeirra arfur eins og hann hafði sagt þeim.
Jósúabók 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:02+00:00
Jósúabók 13. kafli
Drottinn býður að skipta landinu. Land Rúbens, Gaðs og hálfrar Manasse ættkvíslar.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.