XIII.
Sem Jósúa var gamall og mjög á efra aldur kominn þá sagði Drottinn til hans: „Þú ert nú gamall og hniginn að aldri en mjög mikið er eftir af landinu óunnið, sem er allt Philisteisland, Galílea og allt Gesúrí, frá Síhór sem fellur framhjá Egyptalandi til Hebron landamerkja mót norðri sem tilreiknast þeim Cananeis, þeir fimm höfðingjar Philistinorum, sem er af Gasa, Asdót, Askalón, Gat, Ekron og þeir Aviter. [ En sunnan til er allt land Cananeorum og Meara sem heyrir til þeim Zidoniter inn til Afek til þeirra Amoriters landamerkja. Og þar til land þeirra Gibliter og allt Líbanon mót austri frá Baal Gað neðan upp að fjallinu Hermon allt til Hamat. Allir þeir sem búa á fjöllunum frá Líbanon og allt að því varma vatni og allir Zidoniter. Þessa vil eg útdrífa fyri Israelissonum. En þú legg á hluti og skipt því á millum Israelissona so sem eg bauð þér.
Svo skipt þú nú þessu landi til erfðar á millum þeirra níu kynkvísla og á millum hálfrar Manasse ættar.“ [ Því þeir af Rúben og Gað hafa meðtekið þeirra part með þeim öðrum hálfum kynþætti Manasse sem Móses gaf þeim hinumegin Jórdanar í mót austri, líka sem Móses herrans þénari gaf þeim, frá Aróer sem liggur hjá Arnon vatsbökkum og frá þeim stað mitt í vatninu og öll endimörk Mebeda, allt til Díbon, og allar borgir Síhon Amoritis kóngs sem sat í Hesbon inn til landamerkja Ammónsona. Þar til með Gíleað og Gesúr og Maakat landamerki og allt fjallið Hermon og so allt Basan inn til Salka. Allt ríki Óg í Basan sem stjórnaði í Astarót og í Edrei sem nú var eftir af risunum. Og Móses sló þá og í burt dreif þá.
En Ísraelissynir útrýmdu ekki þá Gesúr og Maakata heldur þá bjuggu þeir báðir Gesúr og Maakat á meðal Ísraelssona allt til þessa dags. En Levítunum gaf hann öngvan arf því að Drottins Ísraels Guðs fórnir var þeirra arfleifð so sem hann sagði til þeirra. [
Svo gaf Móses Rúben sona slekti eftir þeirra ættkvíslum so að þeirra landamerki skyldu vera frá Aróer sem liggur á Ammóns vatsbökkum og þann stað mitt í vatninu með allri þeirri sléttu mörk inn til Mebeda, Hesbon og allar borgir sem liggja á því sléttlendi, Díbon, Bamót Baal og Bet Baalmeón, Jaksa, Kedemót, Mefaat, Kirjataím, Síbma, Seret, Sahar, á fjöllunum í Bet Peórdal og þá læki hjá Pisga og Bet Jesímót og alla staði á þeirri sléttu, og allt ríki Síhon þess Amoríta kóngs sem sat í Hesbon sem Móses sló með þeim höfðingjum af Madían, Eví, Rekem, Súr, Húr og Rebæ, kóng Síhon yppustu menn sem bjuggu í landinu, og Balaam spámann Beórson sem Ísraelssynir slógu í hel með sverði með þeim öðrum sem slegnir voru. [ Og Jórdan var Rúbensona landamerki. Og þetta er Rúbensona arfur á millum þeirra kynþátta, borgir og kauptún.
Móses gaf Gaðsona ætt á meðal þeirra kynkvísla Jaser og allar borgir í Gíleað og hálfan part af Ammónsona landi allt til Aróer sem liggur í mót Rabat. [ Og frá Hesbon allt til Ramat Mispe og Betóním og frá Mahanaím allt til Debír landamerkja. En í dalnum Bet Haram, Bet Nimra, Súkkót og Safón sem eftir var af kóng Síhons ríki af Hesbon. Og Jórdan var þeirra landamerki inn til Kinneretsjóarenda á þessa síðu Jórdanar mót suðri. Þetta er Gaðsona arfleifð og þeirra kynkvísla, borgir þeirra og kauptún.
Móses gaf hálfri Manasses ættkvísl eftir þeirra kynþáttum so að þeirra landamerki var frá Mahanaím allt til Basan og allt kóngs Ógs ríki af Basan og allir Jaírs staðir sem liggja í Basan sem eru sextígi borgir og hálfpart af Gíleað, Astarót, Edrei, Ógs kóngaríkisstaðir af Basan. [ Þett gaf hann sonum Makír sonar Manasse, það er helmingurinn af Makírsonum eftir þeirra kynkvíslum.
Og þetta er það sem Móses útskipti á Móabsvöllum hinumegin Jórdanar austur frá Jeríkó. [ En Móses gaf Leví kynkvísl öngvan arf því Drottinn Israelis Guð er þeirra arfur sem hann sagði til þeirra.