1Þá svaraði Bildad frá Sua og sagði:2ætlar þú lengi að tala svona? og hvörsu lengi skal tal þíns munns áfram fara sem megnt stormviðri?3Ætla að Guð haggi réttinum? mun sá almáttugi raska réttvísinni?4Hafi þínir synir syndgað móti honum, þá hefir hann útskúfað þeim fyrir þeirra yfirtroðslur.5En þegar þú (í tíma) leitar Guðs, og biður þann almáttuga um náð,6og þegar þú ert hreinn og einlægur, þá mun hann snúa sér til þín, og gjöra lukkulegan þinn réttláta bústað.7Og það sem þú áttir áður mun sýnast lítið, og seinni tíminn skal veita þér næsta mikið.8Spyr þó, kæri! þá fyrri kynslóð, og undirbú þig til að taka eftir því sem forfeðurnir hafa útgrundað.9(Því vér urðum til í gær og vitum ekkert, skuggi eru vorir dagar á jörðunni).10Þeir munu kenna þér og segja þér það (og þeirra tal kemur frá hjartanu).11Getur pappírsjurtin vaxið án vætu? eða sefið án vatns?12Meðan það enn nú er í gróðri, og þó því sé ekki upprykkt, mun það uppþorna fyrr en allt gras,13svo eru vegir allra þeirra sem gleyma Guði og von hræsnarans mun tapast.14Því hans athvarf verður burttekið og sem kóngulóarvefur er hans traust;15hann reiðir sig á sitt hús, en það stendur ekki, hann heldur sér til þess, en það stendur ekki fast.16Hann grænkar á móti sólinni, og útbreiðir sínar greinir yfir allan garðinn;17hans rætur flækjast um sorphauga, og lenda í grýttum jarðveg.18Þegar honum þá verður upprykkt frá sínum stað, þá mun sá staður afneita honum og segja: eg sá þig ekki.19Sjá! þetta er gleði hans vega! og aðrir munu þar uppvaxa af jörðunni.20Sjá! Guð útskúfar ekki þeim ráðvanda og tekur ekki í hönd þeirra vondu;21en hann mun fylla þinn munn með hlátri, og þínar varir með fagnaðarhrópi.22Þínir óvinir skulu þekjast með skömm, og tjaldbúð hinna óguðlegu skal ekki framar finnast.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.