1Eftir það upplauk Job sínum munni, og bölvaði sínum fæðingardegi.2Og Job talaði og sagði:3fyrirfarist sá dagur á hvörjum eg em fæddur, og sú nótt á hvörri sagt var: sveinbarn er getið.4Sá dagur verði að myrkri, Guð gefi honum engan gaum ofan að, ekki skíni nokkuð ljós niður á hann!5dimma og dauðans skuggi taki hann, þykk ský byrgi hann,6dagsins skelfing hræði hann, og nóttina nefnil: á hvörri eg var getinn, myrkrið taki hana! hún gleðji sig ekki meir meðal ársins daga, hún komi ekki framar í tölu mánaðanna.7Sjá! sú nótt sé einmana (ófrjóvsöm)! Ekkert fagnaðarhróp heyrist á henni.8Dagsins særingarmenn formæli henni, þeir sem kunna að vekja krókódíl (Leviatan)!9Stjörnurnar formyrkvist í hennar rökkri; hún vænti ljóss, en forgefins, og hún sjái ekki morgunroðans geisla!10af því hún læsti ei fyrir mér dyrum móðurlífsins, og fól ekki eymdina fyrir mínum augum.11Hví dó eg ekki í móðurkviði? hví uppgaf eg ekki andann strax sem eg var kominn af móðurlífi?12Hvar fyrir var eg knésettur? hvar fyrir voru brjóst til reiðu sem eg gat sogið?13Því annars lægi eg nú og væri kyrr,14svæfi og hefði hvíld, með kóngunum og jarðarinnar stjórnendum, sem byggja greftrunarborgir,15ellegar meðal höfðingja sem áttu gull og fylltu sín hús með silfri,16eða eg væri ei til, eins og falinn ótímabær burður, eins og þau ungbörn sem ekki hafa séð ljósið.17Þar (í gröfinni) hætta þeir óguðlegu að geisa, og þar hvílast þeir örmagna,18líka hafa bandingjarnir þar ró, þeir heyra ekki undirþrykkjarans raust.19Þar eru smáir og stórir, og þrællinn er frí fyrir sínum herra.20Hvar fyrir gefur Guð ljósið þeim vesæla? hvar fyrir lífið þeim sorgbitnu?21þeim sem bíða eftir dauðanum, en til einkis, sem leita hans með meiri græðgi heldur en þeir leita að huldu fé.22Þeim, sem mundu gleðjast og fagna ef þeir fyndu gröfina?23Hví þeim manni, sem engin úrræði hefir, sem Guð hefir innilokað svo hann kemst hvörgi.24Því fyrr en eg smakka mitt brauð, koma mín andvörp, og mitt kvein úthellist sem vatn.25Því hvör sú skelfing, sem eg óttaðist, er yfir mig komin, og það sem mér ofbauð, það hittir mig.26Aldrei er eg rólegur, aldrei kyrr, aldrei hvílist eg, órói er ávallt yfir mér.
Jobsbók 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:11+00:00
Jobsbók 3. kafli
Jobs harmaklögun.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.