1Sjá, Drottinn tæmir landið, og eyðir það; hann kollvarpar því, og tvístrar innbyggjendum þess.2Þá fer fyrir kennimönnunum eins og fyrir alþýðunni, fyrir hússbóndanum eins og fyrir þjóninum, fyrir hússfreyjunni sem þjónustukonunni, fyrir seljanda sem kaupanda, fyrir leigjanda sem leigumanni, fyrir lánadrottni eins og fyrir skuldunaut.3Landið skal verða aleytt og gjörsamlega rænt, því Drottinn hefir svo ákveðið.4Landið sýtir og hjaðnar, jörðin fölnar og visnar, mestu háttar menn af landsfólkinu eru hnuggnir.5Landið, sem innbyggjendurnir ganga á, vanhelgast: því þeir yfirtroða lögin, brjála boðorðunum, rjúfa hinn eilífa sáttmálann.6Þess vegna eyðileggst landið af óblessan, og innbúar landsins verða sakfallnir; þess vegna þverra innbyggjendur landsins, svo að fátt manna er eftir orðið.7Vínberjalögurinn sýtir, vínviðurinn harmar; allir sem áður voru af hjarta glaðir, þeir andvarpa.8Gleðihljóð bumbanna er þagnað, fagnaðaróp hinna glaðværu hætt, glaumur hörpunnar þagnaður.9Menn sitja ekki syngjandi að víndrykkju; þeim, sem drekka áfengan drykk, finnst hann beiskur.10Borgin er niðurbrotin og í eyði; hvört hús er afturlokað, svo ekki verður innkomist.11Á strætunum er harmakvein af vínskortinum; öll gleði er horfin, fögnuður landsins flúinn.12Í borginni er ekkert eftir nema eyðilegging; borgarhliðin eru sundurmölvuð með braki og brestum.13Svo er umhorfs í landinu og á meðal fólksins, sem þá viðsmjörsber hafa verið ofan skekin af viðsmjörsviðartré, eða sem eftirtíningur að loknum vínberjalestri.14Þessir (sem eftir verða), munu upp hefja raust sína, þeir munu lofsyngjandi prísa hátign Drottins: til þeirra mun heyrast betur en til sjávarhljóðsins.15Vegsamið þess vegna Drottin í hinum norðlægu löndunum, vegsamið nafn Drottins, Ísraels Guðs, í hinum fjarlægu sjávarbyggðum.16Vér heyrum lofsöngva frá ystu jöðrum jarðarinnar um vegsemd hinna guðhræddu. Þá verður mér að segja: æ, mig auman! æ, mig auman! vei mér! Svikararnir hafa svik í frammi, og sýna staklega ótryggð.17Skelfing, gröf og snara vofir yfir þér, innbúi landsins!18Sá sem hljóðandi flýr undan skelfingunni, fellur í gröfina; sá sem kemst upp úr gröfinni, festist í snörunni: því vatnsrásirnar af himni opnast, og grundvellir jarðarinnar skjálfa.19Landið nötrar af skjálfta: landið sundurklofnar af hristingi: landið leikur á reiðiskjálfi.20Landið reikar, eins og drukkinn maður: því svipar til og frá, eins og húðfati, sem hangir við limar uppi; misgjörð þess liggur þungt á því, það hnígur, og fær ekki risið upp framar.21Á þeim degi mun Drottinn heimsækja hæðanna her á hæðum uppi, og konunga jarðarinnar á jarðríki.22Þeir skulu samanreknir verða í einn hnapp, og flytjast bundnir til gryfjunnar, og inniluktir verða í dýflissunni; þar skal þeim refsað verða í marga daga.23Þá skal tunglið fyrirverða sig og sólin blygðast, þegar Drottinn allsherjar ríkir á Síonsfjalli og Jerúsalemsborg og í augsýn sinna öldunga með vegsemd.
Jesaja 24. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:41+00:00
Jesaja 24. kafli
Eyðilegging Gyðingalands, hegning Guðs óvina.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.