XXIIII.

Sjá þú, Drottinn gjörir landið tómt og í eyði og kollkastar því hvað þar er inni og í sundurdreifir þess innbyggjurum. [ Og það gengur so kennimanninum sem fólkinu, so húsbóndanum sem þénaranum, so húsfreyjunni sem þjónustukonunni, so þeim eð selur sem hinum eð kaupir, so þeim eð lánar sem hinum eð lánið tekur, so þeim eð krefur sem hinum eð skyldugur er, því að landið mun tómt og rænt vera því Drottinn hefir svoddan talað. Landið fer hörmulega og spillist, jarðarkringlan þverrar og fordjarfast, þeir æðstu fólksins í landinu fara til minnkunar. Landið sjálft er saurgað af sínum innbyggjurum það þeir brjóta af lögmálinu og umskipta lagasetningunum og yfirgefa þann eilíflega sáttmála.

Fyrir það sama þá uppsvelgir bölvanin landið það þeir verðskulda það sem þar innibyggja. Þar fyrir þá uppþorna þeir innbyggjendur landsins so að fáir menn blífa þar eftir. Hið nýja vínið það í burt hverfur, vínviðurinn hjaðnar niður og allir sem af hjarta glaðir voru þeir syrgja nú. Gleðin bumbusláttarins er úti, fögnuður hinna glaðværu er út gjörður og gleðispilið hörpusláttarins hefur einn enda. Við víndrykkjurnar kveða þeir ekki og góður drykkur er þeim beiskur eð hann drekkur. Sú tóma borgin er niðurbrotin, öll húsin eru afturbyrgð so það enginn gengur þar inn. Kallað er eftir vínino á strætunum, öll gleði er í burtu, allur fögnuður landsins er horfinn, ekki utan foreyðslan er eftir í borginni blífin og borgarhliðin standa í eyði.

Því að það gengur landinu og fólkinu líka sem þá nær eð eitt viðsmjörstré er útplokkað, líka so sem þá eð lesið verður eftir nær eð vínyrkjan er úti. [ Þeir hinir sömu hefja upp sína raust, hrópa og gleðjast af sjávarhafinu yfir þeirri dýrðarvegseminni Drottins. Þar fyrir þá vegsamið nú Drottinn í láglöndunum, í þeim úteyjunum sjávarins nafið Drottins Guðs Ísraels.

Vér heyrum lofsöng í frá endimörkum jarðarinnar til dýrðar hinum réttferðuga. [ Og eg hlýt að segja: Hvernin em eg þá so magur? Hvernin eg eg þá so magur? Vei mér það þeir forsmánarar forsmá það, já þeir forsmánarar forsmá það.

Þar fyrir kemur yfir yður, innbyggjarar landsins, skelfing, gröf og snara. Og þó að nokkur flýði fyrir kallinu skelfingarinnar þá mun hann þó falla í gröfina, komist hann úr gröfinni þá mun hann þó fangaður verða í snörunni. Því að þau vindaugun í hæðunum eru upplátin og grundvellir jarðarinnar þeir skjálfa. Það mun því landinu illa að fara og ekki lukkast vel og það mun niðurhrynja. Það landið mun um koll kastast líka sem drukkinn maður og í burt flutt líka sem annað tjaldhreysi það þess misgjörðir niðurþrykkja því so það hlýtur að falla og kann ekki að blífa.

Á þeim tíma mun Drottinn vitja þess háva riddaraskaparins sem á hæðum er og þeirra jarðríkiskónganna sem eru á jörðu það þeir samansafnaðir verði í eitt bindi til grafarinnar og inniluktir í fangelsinu og eftir langan tíma liðinn þá verður þeirra vitjað aftur. Og tunglið mun fyrirlíta sig og sólin auðvirða sig þá eð Drottinn Sebaót mun kóngur vera upp á fjallinu Síon og til Jerúsalem og í ausýn sinna öldunga í dýrðarvegsemdinni.