1Móti sonum Ammons. Svo segir Drottinn: hefir þá Ísrael enga syni, eða hefir hann enga erfingja? Hvörs vegna hefir Malkam a) tekið undir sig Gað og látið sitt fólk búa í hennar stöðum?2Sjá þess vegna, dagar koma, segir Drottinn, þá eg skal láta heróp gjalla móti Rabba (borg) Ammonssona, og hún skal verða að rústarhrúgum og hennar dætur brennast með eldi; og Ísrael skal þá undir sig vinna, sem hafa unnið hann, segir Drottinn.3Æp, þú Hesbon, því Ai er eyðilögð! hljóðið, Rabbadætur, klæðist sekk, kveinið og hlaupið til og frá, milli víngarðs veggjanna; því Malkom fer í vesæld, hans prestar og höfðingjar, í einu lagi.4Hvað stærir þú þig af dölunum? þinn dalur flýtur (í blóði), þú þverúðarfulla dóttir, sem treystir þínum auð (og sagðir): „hvör mun að mér komast?“5Sjá, eg læt skelfingu koma yfir þig, segir (Herrann), sá alvaldi, Drottinn herskaranna, úr öllum áttum í kringum þig; og þér skuluð burtrekast, hvör, það sem horfir, og enginn safnar þeim saman sem flýja.6En síðar meir mun eg leiða til baka fanga Ammonssona, segir Drottinn.
7Móti Edom. Svo segir Drottinn herskaranna: er þá engin viska meir í Teman? Eru góð ráð horfin þeim vísu? Er þeirra vísdómur þrotinn?8Flýið, snúið yður, og felið yður djúpt, Dedans innbúar! því Esaus tjón leiði eg yfir hann, í þann tíma er eg heimsæki hann.9Ef vínskerumenn kæmu yfir þig, mundu þeir ekkert eftir skilja, til að uppskera seinna; ef næturþjófar, mundu þeir skemma eftir nægju sinni.10Því eg gjöri Esau nakinn, dreg skýluna frá því sem hann hefir falið, falist getur hann ekki. Eyðilagt er hans sáð, hans bræður og hans nábúar, og farnir eru þeir.11Yfirgef þína munaðarleysingja, eg skal annast þá, og þínar ekkjur mega reiða sig á mig!12Því svo segir Drottinn: sjá! þeim sem ei bar að drekka kaleikinn, þeir verða að drekka; og þú, vilt þú sleppa hjá refsingu? þú skalt ei óhegndur vera, heldur skaltu drekka.13Því við mig sór eg, segir Drottinn, að Bosra skal verða að viðurstyggð, smán, að eyðimörk og bölvun, og allir hennar staðir, að eilífri auðn.14Vitneskju fékk eg frá Drottni, að boðskapur er sendur meðal þjóðanna: „safnist saman, yfirfallið hana, og búið yður út til stríðs“!15því sjá! litla vil eg þig gjöra meðal þjóðanna, fyrirlitlega meðal mannanna.16Að þú varst svo óttaleg, það tældi þig, og dramb þíns hjarta, af því þú býr á klettahæð, og situr á fjallstindi, þó að þú eins og örn settir hátt þitt hreiður, eg steypi þér (samt) þaðan niður! segir Drottinn.17Og Edomsland verður eyðimörk: hvör sem þar framhjá fer, mun fá í sig hrylling, og spottast að öllum þess plágum.18Líkt og þá Sódóma og Gommorra og öllum nálægum (stöðum) var umturnað, segir Drottinn, mun þar enginn maður búa, og ekkert mannsbarn þar dvelja.
19Sjá! sem ljón kemur hann upp frá b) Jórdans prýði og stefnir á það ágæta haglendi; því sviplega vil eg hrekja þá (Edom) þaðan! og þann útvalda vil eg setja þar yfir. Því hvör er sem eg, og hvör stefnir mér fyrir rétt, og hvör er sá c) hirðir sem staðið geti móti mér?
20Þar fyrir heyrið ráð Drottins, sem hann hefir gjört móti Edom, og hans áform sem hann hugsar sér móti Temans innbúum! Sannarlega munu þeir (óvinirnir) draga þá burt, þau kraftlausu lömb, sannarlega mun hann eyðileggja þeirra bústað fyrir þeim.21Af dun þeirra falls bifast jörðin; harmakvein (heyrist), þess ómur heyrist til Rauðahafsins.22Sjá! hann kemur sem örn, og flýgur og breiðir sína vængi yfir Bosra; og Edoms hetjur eru á þeim sama degi svo til sinnis, sem kona í barns neyð.
23Móti Damaskus. Hemat og Arfad eru svívirtar, þær eru huglausar, því þær hafa fengið ill tíðindi, við sjóinn er angist, ró hafa menn ekki.24Damaskus missir hug, snýst á flótta, skjálfti grípur hana. Angist og pína grípa hana, eins og jóðsjúk kona.25„Hvörsu er sá nafnfrægi staður, borg minnar ununar, yfirgefinn“!26Því skulu hennar æskumenn falla á hennar strætum, og allir þeirra stríðsmenn fyrirfarast á þeim sama degi, segir Drottinn herskaranna.27„Og eld mun eg kveikja á Damaskus múrum“, að hann svelgi í sig Ben-Hadads hallir.
28(Spádómur) móti Kedar og móti Hasors kóngsríkjum sem Nebúkadnesar, Babelskóngur, vann.
Svo segir Drottinn: upp! farið á móti Kedar, og eyðið austursins sonum!29þeirra tjöld og þeirra sauði munu þeir taka, þeirra dúka, og öll áhöld, og fara í burt með þeirra úlfalda; og menn kalla til þeirra: skelfing allt í kring.30Takið flótta, flýið af öllum kröftum, felið yður vandlega, Hasors innbúar! segir Drottinn; því Nebúkadnesar, kóngurinn af Babel, hefir ráðsályktun tekið móti yður, og hefir í hug ráðagjörð móti yður.
31Af stað! farið á móti friðsömu fólki, sem ugglaust býr, segir Drottinn; hvörki hurðir né slagbranda hefir það, það býr út af fyrir sig.32Og þeirra úlfaldar skulu verða yður að herfangi, og mergð þeirra hjarða yður að ráni; og eg tvístra þeim í allar áttir, þeim sem hafa skorið skegg; og frá öllum hliðum leiði eg yfir þá ógæfu, segir Drottin.33Og Hasor verður að úlfabæli, að eilífri auðn; þar mun enginn maður búa, og ekkert manns barn þar dvelja.
34Það orð Drottins, sem kom til Jeremía spámanns, móti Elam (Persaland) í upphafi ríkisstjórnar Sedekía, Júdakóngs, þá hann sagði:35Svo segir Drottinn herskaranna: sjá! eg brýt Elams boga, mesta kraft þeirra, (sem þar búa).36Og eg leiði yfir Elam, þá fjóra vinda, frá fjórum himinsins áttum, og tvístra þeim í allar þessar áttir, og engin skal sú þjóð vera til, að Elams flóttamenn komi ei til hennar.37Og eg læt Elamíta verða huglausa fyrir þeirra óvinum, og fyrir þeim sem sækjast eftir þeirra lífi, og leiði yfir þá óhamingju, glóð minnar reiði, segir Drottin; og eg sendi eftir þeim sverðið, þangað til eg hefi afmáð þá gjörsamlega.38Og eg reisi mitt hásæti í Elam, og afmái þar kónga og fursta, segir Drottinn.39Þó skal það ske seinna meir, að eg leiði heim aftur Elams herteknu (menn).
Jeremía 49. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:08+00:00
Jeremía 49. kafli
Spádómur um eyðileggingu Ammons, Edoms (sjá Óbadias) Damaskus, Kedar og Hasor, samt Elam.
V. 1. a. Afguð Ammoníta og Móabita. V. 19. b. Það fallega land við Jórdan. c. Höfðingi yfir her eða þjóð.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.