1Á þeim sama tíma, segir Drottinn, mun eg vera Guð allra Ísraels ætta, og þeir munu vera mitt fólk.2Svo segir Drottinn: náð hefir það fólk fundið í eyðimörkinni, sem undan sverðinu komst; eg fór að leiða það til sinnar hvíldar, Ísrael.3„Álengdar opinberaðist Drottinn mér“, með eilífri elsku elska eg þig, því eg hefi þér náð varðveitta.4Framvegis vil eg þig uppbyggja, svo þú verðir uppbyggð, þú meyjan Ísraels(þjóð)! Hér eftir muntu þig prýða með þínum hljóðfærum, og framganga í röðum þeirra sem stíga dansinn.5Hér eftir munt þú víngarða planta, á Samaríufjöllum, og garðyrkjendurnir planta þá og njóta þeirra.6Því sá dagur kemur, að varðmennirnir kalla á Efraimsfjöllum: af stað! látum oss fara til Síon, til Drottins, vors Guðs!
7Því svo segir Drottinn: gleðjist yfir Jakob með fögnuði; æpið fagnaðaróp yfir höfðingja þjóðanna! kunngjörið, hrósið og segið: farsæl, þú Drottinn, þitt fólk, leifarnar af Ísrael!8Sjá! eg flyt þá úr landinu norður frá, og safna þeim frá jarðarinnar ystu endum; meðal þeirra eru (nokkrir) blindir og haltir, þungaðar og jóðsjúkar konur sömuleiðis; í stórum hópum koma þeir hingað aftur.9Þeir koma grátandi og eg flyt þá biðjandi; eg leiði þá að vatnsbökkum, á beinum vegi, sem þeir ei detta á; því eg er Ísraels faðir, og Efraim er minn frumgetni son.
10Heyrið orð Drottins, þér þjóðir, og kunngjörið á eyjunum í fjarlægð, og segið: sá sem tvístraði Ísrael, safnaði honum, og varðveitir hann, eins og hirðir sína hjörð.11Því Drottinn leysti Jakob, og frelsaði hann úr hendi hins volduga.12Og þeir koma og gleðja sig á Síonshæð, og fagna yfir Drottins blessan, yfir korninu, yfir víninu og viðsmjörinu, yfir sauðunum og nautunum; og þeirra sálir eru sem vatnsríkir urtagarðar, og þeir verða ei framar angurværir.13Þá gleðja sig meyjarnar og unglingarnir og gamalmennin í einu lagi; og eg umbreyti þeirra sorg í unaðsemd, og hugga þá og gleð þá eftir þeirra armæðu.14Og eg endurnæri prestanna sál með feiti, og mitt fólk metta eg með minni blessan, segir Drottinn.
15Svo segir Drottinn: óp mun heyrast í Rama, kvein, bitur grátur. Rakel grætur sína syni, hún vill ei láta sig hugga eftir þá, því það er útgjört um þá.16Svo segir Drottinn: ver þinn róm fyrir gráti, og þín augu fyrir tárum, því þín armæða er þér umbun, segir Drottinn, og synirnir koma aftur, úr óvinarins landi.17Og vongóð getur þú verið, viðvíkjandi þeim ókomna tíma, segir Drottinn, og synirnir koma aftur heim í sína átthaga.18Að sönnu heyri eg Efraim klaga. Þú hefir tyftað mig, og eg er agaður sem baldinn kálfur: umvend mér, að eg umvendi mér, því þú Drottinn, ert minn Guð!19Eftir að eg hefi umvent mér, gjöri eg bót; og eftir að eg hefi vitkast, slæ eg á mjöðmina; eg roðna og sneypist, því eg ber skömm minnar æsku.20Er þá Efraim mér ei dýrmætur sonur, eða eftirlætisbarn? Því svo oft sem eg um hann tala, man eg ávallt (oftar) til hans. Þess vegna kemst mitt hjarta við, sakir hans, honum skal eg miskunna, segir Drottinn.
21Reistu upp vegamerki, settu þér vörður, taktu eftir götum, á þeim vegi, sem þú fer; kom aftur Ísrael, þú meyja, kom til þessara þinna staða!22Hvað lengi viltu vera á hrakningi, þú fráfallna dóttir! Drottinn skapar nýlundu í landinu: konan ver manninn.
23Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: hér eftir munu menn svo tala í Júdalandi og í þess stöðum, þegar eg er búinn að flytja þá herteknu heim aftur: „Drottinn blessi þig, bústaður réttlætisins, heilaga fjall!“24Og þar býr Júda og allir hans staðir í einu lagi, akuryrkjumenn og þeir sem hjarða gæta.25Því eg endurnæri þá þreyttu og metta alla sorgbitna.26Eftir þetta vaknaði eg, og litaðist um, og minn svefn hafði verið mér indæll.
27Sjá! dagar koma, segir Drottinn, að eg sái Ísraels hús og Júda hús með mannsáði og fénaðarsáði.28Og eins og eg vakti yfir þeim, til þess að uppræta þá, og sundurbrjóta og eyðileggja og skemma og illt að gjöra: svo vil eg yfir þeim vaka til að uppbyggja og gróðursetja, segir Drottinn.29Á þeim tíma munu menn ei framar segja: „feðurnir hafa etið vínberjavísir, og tennur sonanna verða sljóvar;“30heldur skal hvör og einn deyja fyrir sínar yfirtroðslur, og hjá sérhvörjum manni, sem vísirinn etur, skulu tönnurnar sljóvgast.
31Sjá! dagar koma, segir Drottinn, að eg skal gjöra nýjan sáttmála við Ísraels hús og Júda hús:32ekki eins og þann sáttmála sem eg gjörði við þeirra feður, þá eg tók í þeirra hönd, til að leiða þá úr Egyptalandi, við þá, sem brutu minn sáttmála, þótt eg væri þeirra herra, segir Drottinn;33heldur er þetta sá sáttmáli sem eg skal semja við Ísraels hús eftir þessa sömu daga, segir Drottinn: eg legg mitt lögmál inn í þá, og skrifa það í þeirra hjarta, og eg skal vera þeirra Guð, og þeir skulu vera mitt fólk.34Og þeir munu ei framar kenna, hvör öðrum, og ekki einn bróðir öðrum, og segja: lær þú að þekkja Drottin! því allir munu mig þekkja, smáir sem stórir, segir Drottinn: því eg mun fyrirgefa þeirra misgjörð, og ekki framar hugsa til þeirra syndar.35Svo segir Drottinn, sem gjörði sólina að ljósi á deginum, og tunglsins og stjarnanna reglu, að ljósi, á nóttunni, sá sem æsir hafið, svo þess bylgjur geysa, Drottinn herskaranna er hans nafn!36Ef þessi regla niðurleggst fyrir mér, þá skal og Ísraels ætt hætta ætíð að vera þjóð, fyrir mér.
37Svo segir Drottinn: verði himinninn mældur uppi og grundvöllur jarðarinnar rannsakaður niðri, svo mun eg og forsmá alla Ísraelsætt, sakir alls þess, sem þeir hafa gjört, segir Drottinn.38Sjá! dagar koma, segir Drottinn, að staðurinn verður byggður Drottni (til heiðurs) frá Hananeelsturni, allt að hornportinu,39og mælisnúran skal lengra fara, gagnvart, allt að Garebshæð, og beygjast til Góat;40og allur dalur líkanna og öskunnar, og plássið allt að Kedronslæk, allt að horni Hrossaportsins, mót austri, skal vera Drottni helgað, það skal ekki framar upprætt verða né eyðilagt til eilífðar.
Jeremía 31. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:01+00:00
Jeremía 31. kafli
Sama efni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.