XXXI.

Á þeim sama tíma, segir Drottinn, vil eg vera Guð alls Ísraels slektis og þeir skulu vera mitt fólk. [ So segir Drottinn: Það fólk sem eftir er vorðið fyrir sverðinu það hefur fundið náð í eyðimörkinni. Ísrael fer burt til sinnar hvíldar. Drottinn birtist mér álengdar: Eg hefi og alla tíma elskað þig, þar fyrir hefi eg laðað þig að mér af skærri miskunnsemi. Nú vel, eg vil byggja þig upp aftur so að þú skalt heita uppbyggð. Þú jungfrú Ísrael, þú skalt enn nú fara með gleðilegan bumbuslátt og útganga í dansinn. Þú skalt planta víngarða aftur að nýju á fjallbyggðunum Samarie, planta munu þeir og þar með í pípur blása. Því að sá tími mun enn koma að varðmennirnir á Efraímsfjalli munu kalla: „Tökum oss upp og förum af stað og látum oss ganga upp til Síon til Drottins Guðs vors.“

Því að so segir Drottinn: Kallið yfir Jakob með gleði og fagnið yfir því höfðinu meðal heiðingjanna, kallið hátt, hrópið og segið: „Drottinn, hjálpa þú þínu fólki sem eftir er orðið í Ísrael.“ Sjá þú, eg vil flytja þá út af norðurlandinu og eg vil samansafna þeim í frá jarðarinnar enda, bæði blindum og höltum, óléttum og sængarkonum, so að þeir skulu koma hingað aftur með miklum hópafjölda. [ Þeir munu koma grátandi og biðjandi, so vil eg þá segja þeim leið. Eg vil leiða þá í hjá vatslækjunum á slétta veginum so að þeir steyti sig ei því að eg er Ísraels faðir og Efraím er minn frumgetinn son.

Heyri, þér hinir heiðnu, orð Drottins og kunngjöri það í þeim fjarlægum eyjunum og segið: Sá sem í sundurdreift hefur Ísrael hann mun og einnin samansafna honum aftur og hann mun varðveita hann so sem einn hirðir sína hjörð. Því að Drottinn mun frelsa Jakob og leysa hann út af hendi hins volduga. Og þeir munu koma og gleðja sig á hæðunum til Síon og þeir munu samanflykkjast í hópa til þeirra ástgjafanna Drottins, sem er til korns, víns, viðsmjörs og ungra sauða og nauta, so að þeirra sálir munu vera líka sem einn votlendur urtragarður og skulu eigi meir angraðir verða. Þá munu meyjarnar gleðjast í dansinum, þar með æskumennirnir, so og hinir gömlu hver með öðrum. Því að eg vil snúa þeirra sorg í gleði og hugsvala þeim og gleðja þá eftir þeirra hörmungar. Og eg vil gjöra kennimannanna hjarta fullt af gleði og mitt fólk skal hafa alls konar nægð af mínum ástgjöfum, segir Drottinn. [

So segir Drottinn: Menn heyra hræðilegt óp og beiskan grát á hæðunum. Rakel grætur yfir sonum sínum og vill eigi huggast láta yfir sínu börnum það það er útgjört um þau. En so segir Drottinn: Lát þína kveinan og grát og táraföllin þinna augna því að þitt erfiði skal vel launað verða, segir Drottinn. Þeir skulu og aftur koma af því óvinalandinu. Og þínir eftirkomendur hafa margs góðs að vænta, segir Drottinn, því að þín börn skulu koma aftur í þetta land.

Eg hefi vel heyrt hvernin það Efraím klagar sig: „Þú hefur agað mig, eg er og einnin agaður so sem einn lífaður kálfur. Snú þú mér, þá er mér snúið, því að þú, Drottinn, ert minn Guð. Þá er eg snerunst yfirbætta eg mig því að eftir það eg tók að gjörast forsjáll hélt eg að [ lendönum það eg em til skammar vorðinn og stend rjóður af óvirðingu. Því að eg hlýt að líða þær háðungar míns ungdóms.“ Er Efraím ei minn dýrðarlegur son og mitt elskulegt barn? Því að eg minnunst enn nú vel á það hvað eg sagða til hans. Þar fyrir hneigist mitt hjarta til hans svo að eg hlýt honum miskunnsamur að vera, segir Drottinn.

Reistu þér upp minningarteikn, settu upp sorgarmerkið og set þitt hjarta á þá hinu troðnu vegina sem eg hefi ágengið. Þú Ísrael jungfrú, snú þú aftur, snú þér aftur til þessara þinna staða. Hversu lengi þá viltu ganga þá villuvegina, þú hin fráhorfna dótturin? Því að Drottinn mun skapa nokkuð nýtt í landinu: [ Kvinnan mun umkringja manninn.

So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels, að menn munu enn tala þessi orð að nýju í landinu Júda og í þessum stöðum þá eð eg mun snúa þeirra herleiðingu. Drottinn hann blessi þig, þú réttlætisins bústaður, þú hið heilaga fjall og Júda með öllum sínum stöðum skal búa þar inni, þar með einnin akurkarlar og þeir sem hjarðar gæta. Því að eg vil endurnæra hinar þreyttu sálirnar og seðja þær hinar sorgbitnu sálir. Þar fyrir þá vaknaði eg og leit upp og hafði sofið so vært.

Sjá þú, sá tími kemur, segir Drottinn, að eg vil yfir sá húsið Ísrael og húsið Júda bæði með menn og fénað. Og líka so sem eg vakti yfir þeim til að afmá, uppræta, af að brjóta, fordjarfa og til að plága þá, so vil eg og vaka yfir þeim til að uppbyggja þá og að gróðsetja þá, segir Drottinn. Á þeim sama tíma munu menn og eigi meir segja: „Feður vorir hafa etið það beiska vínberið og barnanna tennur eru sljóvar vorðnar“ heldur skal hver og einn deyja fyrir sinna misgjörða sakir. Og hver maður sem etur beiskt vínber hans tennur þá skulu sljógvast.

Sjá þú, sá tími kemur, segir Drottinn, það eg vil gjöra einn nýjan sáttmála við Ísraels hús og við húsið Júda. [ Ekki so sem sá sáttmálinn var sem eg gjörða við feður þeirra þá eð eg tók þá við hönd og leiddi þá út af Egyptalandi, hvern sáttmála þeir hafa ekki haldið og eg hlaut að þvinga þá, segir Drottinn. Heldur skal þetta vera sá sáttmálinn sem eg vil gjöra við Ísraels hús hér eftir, segir Drottinn: Eg vil gefa mitt lögmál í þeirra hjörtu og innskrifa það í þeirra hugskot. Og þeir skulu vera mitt fólk, so vil eg vera þeirra Guð. Og enginn mun læra annaun og ei einn bróðurinn annan, segjandi: „Þekktu Drottinn“ heldur skulu þeir allir, bæði smáir og stórir, þekkja mig, segir Drottinn, það eg vil fyrirgefa þeim þeirra misgjörning og aldreigi meir í minni leggja þeirra syndir.

So segir Drottinn, sá eð sólina gefur deginum til upplýsingar og tunglið og stjörnurnar eftir þeirra gangi nóttinni til uppbirtu, hann sem hrærir sjávarhafið so að þess bylgjur upp þjóta, Drottinn Sebaót er hans nafn: Nær eð svoddan tilskipan leggst af fyrir mér, segir Drottinn, þá skal og einnin aftakast Ísraels sæði so að það skal ekki meir vera eitt fólk fyrir mér ævinlegana. So segir Drottinn: Nær eð mann kann að mæla himininn þar uppi og rannsaka grundvöllinn jarðarinnar þá vil eg og burt kasta öllu Ísraels sæði fyrir allt það sem þeir hafa gjört, segir Drottinn.

Sjá þú, sá tími skal koma, segir Drottinn, það sá staðurinn Drottins skal uppbyggður verða í frá turninum Hananeels allt til Hyrningarportsins og sá mælistrengurinn skal ganga víðara út hjá því hinu sama, allt inn til Garebhæðar og snúa sér so til Gaat. Og allur sá líkdalurinn og –öskunnar með öllum akrinum allt til lækjarins Kedron, allt inn til þess hornsins á Hestaportinu mót austrinu, þa skal vera Drottni helgað so að það skal aldreigi meir ofan rifið elligar niðurbrotið verða.