1Fjórtán árum síðar fór eg aftur upp til Jerúsalem, ásamt með Barnabas og tók þá Títum með mér.2Þá ferð stofnaði eg eftir opinberun og skýrði þeim þar frá, en sér í lagi þeim helstu, hvílíkur sá lærdómur væri, sem eg kenndi heiðnum þjóðum, að eg enganveginn hlypi forgefins, eður hefði hlaupið;3en ekki var Títusi, grískum manni, sem var með mér, þrengt til að láta umskera sig.4En ferðina fór eg vegna þeirra falskristnu, er smeygt höfðu sér inn, til að njósna hvaða frelsi vér brúkuðum í Jesú Krists trú, svo að þeir gætu hneppt oss í þrældóm.5Undan þessum vilda eg ekki láta, ekki einu sinni um stundar sakir, svo að sannleiki lærdómsins viðhéldist hjá yður.6Mig skiptir engu í hvörsu miklu áliti þeir eru, sem helstir eru haldnir, (Guð fer ekki að mannvirðingum), þeir hinir helstu hafa engu við minn lærdóm bætt;7heldur gagnstætt, þegar þeir sáu að mér var trúað fyrir að kenna enum óumskornu, eins og Pétri enum umskornu,8(því sá, sem hafði eflt Pétur til hans postulaembættis meðal enna umskornu, hefir eins eflt mig meðal heiðinna þjóða),9og lærðu að þekkja hvílík náð mér var veitt; þá réttu þeir Jakob, Kefas a) og Jóhannes, sem eru haldnir máttarstólpar, bróðurlega að mér og Barnabasi hönd sína, upp á það, að vér skyldum vera postular heiðinna þjóða, en þeir hinna umskornu.10Einungis beiddu þeir oss, að eg minntist fátækra og það hefi eg líka kappkostað að gjöra.
11En þegar Pétur kom til Antiokiu, fann eg að við hann upp í opin augun, því hans breytni var aðfinningar verð.12Því áður en nokkrir komu frá Jakob, hafði hann samneyti við heiðna menn b) en eftir það að þeir voru komnir, dró hann sig í hlé og skildi sig frá þeim, því hann óttaðist þá umskornu c),13aðrir Gyðingar fóru þá og að hræsna með honum, svo að jafnvel Barnabas flæktist með í sömu hræsni.14En þegar eg sá, að þeir gengu ekki beint eftir sannleika lærdómsins, sagði eg við Pétur í allra áheyrn: úr því þú, sem ert Gyðingur, fylgir ekki Gyðinga-, heldur heiðingjaháttum, því neyðir þú þá heiðingja að lifa eftir Gyðingasiðum.15Vér erum að ætterni Gyðingar, en ekki bersyndugir heiðingjar.16En með því vér vitum, að maðurinn réttlætist ekki af verkum lögmálsins, heldur fyrir trúna á Jesúm Krist, þá höfum vér tekið trú Jesú Krists, svo vér réttlættumst af trú Krists, en ekki verkum lögmálsins, „því enginn maður réttlætist af verkum lögmálsins.“17En ef vér, sem kappkostum að réttlætast í Kristi sjálfir, finnumst syndarar, er þá Kristur þjón syndarinnar? fjærri fer því.18Því færi eg aftur að uppbyggja það, sem eg áður niðurbraut, þá sannaði eg þar með, að eg hefði áður ranglega breytt.19Eg er vegna lögmáls a) lögmálinu b) dáinn c), svo eg Guði lifi.20Eg er Kristi krossfestur. Eg lifi nú ekki framar, heldur lifir Kristur í mér og það eg nú lifi í holdinu, það lifi eg í trú Guðs sonar, sem elskaði mig og gaf sig sjálfan út fyrir mig.21Ekki vil eg gjöra að engu velgjörning Guðs; því ef réttlætingin fengist fyrir lögmálið, þá væri Kristur til einkis dáinn.
Galatabréfið 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Galatabréfið 2. kafli
Páll segir frá viðkynningu sinni við postulana og einkum við Pétur. Kennir, að réttlætingin komi af trúnni.
V. 1. Post. g. b. 15,2. V. 2. Fil. 2,16. V. 4. Post. gb. 15,24.25. Þ. e. undir Mósislagaok. V. 6. 5 Mós. b. 10,17. 2 Kron. 19,7. Job. 34,19. Róm. 2,11. f. V. 7. Post. gb. 15,7. og eftirf. v. v. 22.21. Róm. 11,13. V. 8. Post. gb. 2,14. ff. 41. Post. gb. 9,15.20–22. V. 9. a. Pétur. Post. gb. 13,2. V. 10. Post. gb. 11,30. Róm. 15,25.26. 1 Kor. 16,1. V. 12. b. kristna, sem áður höfðu heiðnir verið. c. kristna, sem áður höfðu verið Gyðingar. Post. gb. 10,28. V. 14. Post. gb. 15.10. 10,28. V. 16. Post. gb. 13,38. Róm. 3,20.28. f. V. 16. Sálm. 143,2. V. 17. Róm. 5,1. ff. Róm. 6,1. ff. Tít. 3,8. V. 19. Róm. 7,4.11. Róm. 14,7. 2 Kor. 5,15.16. 1 Tess. 5,10. a. nl. Krists lögmáls. b. Mósis lögmáli. c. þ. e. Eg held ekki lengur, síðan Krists lærdómur upplýsti mig, að eg öðlist Guðs hylli með aðgæslu Mósis laga, heldur með trausti til Guðs föðurlegu náðar og hlýðni við Krists boð. V. 20. Róm. 6,6. Gal. 5,24. Jóh. 15,4.10. V. 21. Heb. 7,11.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.