II.
Síðan eftir fjórtán ár fór eg upp aftur til Jerúsalem meður Barnaba og tók einnin Titum meður mér. [ En eg fór upp þangað eftir opinberan og hafði tal við þá um það evangelion er eg prédikaði meðal heiðinna þjóða en sérlega þó við þá sem álitið höfðu so að eg hlypa ekki forgefins eður hlaupið hefði. [ Og Títus, sá með mér var, þrengdist ei heldur til að l´æata umskera sig þótt hann væri gírskur. Því að þá eð nokkrir falskir bræður höfðu sér með oss inn þrengt og þar með klóklega innlæðst til að skoða vort frelsi hvert vér höfum í Jesú Christo so það þeir veiddu oss þá viku vér þeim ekki eina stund undirgefnir að vera, upp á það að sannleikurinn evangelii staðnæmdist hjá yður.
En af þeim sem álitið höfðu, hvað þeir voru fyrr meir varðar mig öngu. Því að Guð skeytir ekki áliti mannsins. En mig hafa þeir sem alltíð höfðu álit ei annað lært heldur þar í mót, þann tíð þeir sáu það mér tiltrúað var það evangelion til yfirhúðarinnar líka so sem Petri það evangelion til umskurnarinnar (því að sá með Pétri er vorðinn kröftugur til postulaembættis meðal umskurnarinnar sá sami er meður mér einnin kröftugur orðinn meðal heiðinna þjóða) og þeir Jacobus, Kefas og Jóhannes viðurkenndu þá náð sem mér var gefin, sem fyrir stólpana voru álitnir, gáfu mér og Barnaba hendur og samtóku með oss það vér prédikuðum á meðal heiðinna þjóða en þeir á meðal umskurðarins, utan einasta það vér minntunst volaðra, hvað eg lagða allt kapp á að gjöra. [
En þá Pétur kom til Antiochiam í mótstóð eg honum undir augun. [ Því að klögun var yfir hann komin. Af því að áður til forna en það nokkrir komu í frá Jacobo þá át hann með heiðingjum. En þá þeir komu forðaði hann sér og fráskildi sig þeim af því hann óttaðist þá af umskurninni. Og þeir aðrir Gyðingar hræsnuðu með honum so það Barnabas varð einnin afvegaleiddur í þeirra hræsni. En þá eg sá það þeir gengu eigi rétt eftir sannleik guðsspjallsins sagða eg til Péturs fyrir öllum opinberlega: „Fyrst þú, sá sem ert Gyðingur, lifir sem heiðingjar og eigi sem Gyðingar, hvar fyrir þvingar þú þá inu heiðnu til að lifa sem Gyðingar?“ Þótt að vér séum af náttúru Gyðingar og öngvir syndarar út af heiðnum þjóðum. Þó á meðan vér vitum það maðurinn verður ekki réttlátur fyrir lögmálsins verk heldur fyrir trúna á Jesúm Christum. So trúum vér og einnin á Christum Jesúm upp á það vér verðum réttlátir fyrir trúna á Christum og ekki fyrir verkin lögmálsins. Því að fyrir verkin lögmálsins verður ekkert hold réttferðugt. [
En skyldu vér, hverjir eftirleitum fyrir Christum réttlátir að verða, nú einnin sjálfir syndugir fundnir verða, þá væri Kristur einn syndaþénari. Þar sé fjærri. Því ef eg byggi það upp aftur hvað eg hefi niðurbrotið þá gjöri eg mig sjálfan að yfirtroðslumanni. Því að eg em fyrir lögmálið lögmálinu dáinn so að eg lifi Guði. Eg em með Kristi krossfestur en eg lifi, nú þó ekki eg, heldur lifir Kristur í mér. Því það eg lifi nú í holdinu það lifi eg í trúnni Guðs sonar, sá mig hefur elskað og sjálfan sig útgefið fyrir mig. Eigi snara eg Guðs náð á burt. Því ef fyrir lögmálið kemur réttlætið þá er Kristur forgefins dáinn.