11.) Og það skeði, þá menn tóku að fjölga á jörðunni og þeim fæddust dætur,2þá sáu synir Guðanna dætur mannanna, að þær voru vænar, og tóku sér konur meðal þeirra, allar sem þeim líkuðu.3Þá sagði Guð Drottinn: minn andi skal ekki eilíflega auðvirðast í manninum, því hann er hold; veri hans dagar hundrað og tuttugu ár.4Á þeim sömu dögum voru ofríkismenn á jörðunni; og eftir að synir Guðanna lögðust með dætrum mannanna, fæddu þær þeim syni, sem í fornöld voru víðfrægar hetjur.
52.) Og Drottinn sá að illska mannanna var mikil á jörðunni, og að öll hugsan mannsins hjarta var vond alla daga.6Þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað manninn á jörðunni, og honum sárnaði það í hans hjarta.7Og hann sagði: eg vil afmá manninn sem eg skapaði af jörðunni: manninn, dýrið, skriðkvikindið og fugla himinsins; því mig iðrar að eg hefi skapað þetta.8En Nói fann náð í augum Drottins.9Þetta er saga Nóa: Nói var maður réttlátur og guðhræddur á sinni öld, hann lifði guðrækilega.10Og Nói átti þrjá sonu: Sem, Kam og Jafet.11Og jörðin var spillt í augsýn Guðs og full af ofríki.12Og Guð leit á jörðina, og sjá! hún var spillt; því allt hold hafði fordjarfað sína vegu á jörðunni.
133.) Þá mælti Guð við Nóa: endir alls holds er kominn fyrir minni augsýn, því jörðin er full af þeirra ofríki; sjá! eg vil fordjarfa þá ásamt með jörðunni.14Gjör þú þér örk af greniviði, og láttu í vera lítil hús, og bræð hana með biki, utan og innan.15Og gjör þú hana svona: lengd arkarinnar sé þrjú hundruð álnir, breidd hennar fimmtíu álnir og hæð hennar þrjátíu álnir.16Glugga skaltu gjöra á örkina að ofantil, og hann sé ein alin á hæð; dyr skalt þú setja á arkarinnar síðu, og í henni séu þrjú loft: neðst, í miðið og efst.
174.) Því sjá! eg læt vatnsflóð koma yfir jörðina, til að tortína öllu holdi undir himninum, sem lífs andi er í; allt sem á jörðunni er, skal deyja.18En við þig gjöri eg sáttmála, og þú skalt ganga í örkina, þú og þínir synir, og kona þín og þínar sona konur, með þér.19Og þú skalt láta í örkina af öllum lifandi skepnum, tvennt af öllu; karlkyns og kvenkyns skal það vera, svo það haldi lífi með þér;20af fuglum eftir þeirra kyni, af fénaði eftir hans kyni, og af öllum kvikindum jarðarinnar, eftir þeirra kyni, tvennt af öllu skal til þín innganga, svo það haldi lífi.21Og þú skalt taka þér nokkuð af allri ætilegri fæðslu, og safna að þér, að það sé þér og þeim til næringar.22Og Nói gjörði allt, eins og Guð bauð honum.
Fyrsta Mósebók 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:15+00:00
Fyrsta Mósebók 6. kafli
1.) Fjölgun mannanna. 2.) Þeirra ofsi og spilling. 3.) Guð skipar að byggja örkina. 4.) Hótar flóði.
V. 3. auðvirðast. aðrir: búa. 2,7.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.