Og þá eð mennina tók að fjölga á jörðu og þeir gátu dætur þá sáu Guðs börn mannanna dætur, að þær voru fríðar, og þeir gengu að eiga hverjar sem þeir vildu. Þá sagði Drottinn: „Manneskjan vill ekki láta sig straffa framar meir af mínum anda, því að hún er hold. Eg vil enn nú gefa þeim frest um hundrað ár og tuttugu.“ [
Á þeim tíma voru risar á jörðu. [ Því að þá Guðs börn lögðust með dætrum mannanna og gátu börn með þeim, þá jukust þar af voldugir og nafnkunnugir menn á jörðunni.
En þá eð Drottinn sá það að mannanna illska var mikil á jörðunni og að öll þeirra hjartans hugsan og ásetningur var ætíð til ills hneigður, þá iðraðist Guð það hann hafði manninn skapað á jörðu og það angraði hann í sínu hjarta og hann sagði: „Eg vil afmá af jörðu þá manneskju sem eg hefi skapað, bæði menn og fénað, skriðkvikindi og fugla loftsins, því að eg iðrast að eg skapaði það.“ En Nói fann náð hjá Drottni.
Þessi er ættkvísl Nóa. [ Nói var einn réttlátur og óstraffanlegur maður og lifði guðrækilega í sinni tíð. Hann gat þrjá sonu: Sem, Kam, Jafet. En jörðin var fordjörfuð fyrir Guðs augliti og full ranglætis. Þá leit Guð á jörðina og sjá þú: Hún var fordjörfuð. Því að allt hold hafði fordjarfað sína vegu á jörðunni. Þá mælti Guð við Nóa: „Ending alls holds er komin fyrir mér því að jörðin er full ranglætis af þeim. Sjá þú, eg vil fordjarfa þá ásamt með jörðunni.
Gjör þér eina örk af greniviðartrjám og gjör smá hús í henni og bræð hana með bik utan og innan. [ Og gjör hana svo: Hún skal vera þrjúhundruð álna á lengd, fimmtígir álna á breidd og þrjátígir álna á hæð. Þú skalt og gjöra einn glugg ofan á örkinni, einnrar álnar hávan. Dyrnar skaltu setja utan á hennar síðu. Og hún skal hafa þrjú loft, eitt neðst, annað í miðju og þriðja efst. Því að sjá þú: Eg vil láta koma eitt flóð vatna yfir jörðina til að deyða allt hold það sem lífs anda hefur meður sér undir himninum, allt það sem á jörðunni er skal fyrirfarast. [
En við þig vil eg gjöra eitt sáttmál. Og þú skalt ganga í örkina ásamt með þínum sonum, þín kvinna og þínar sonarkvinnur. Og þú skalt innláta í örkina allra handa dýr af öllu holdi, já eitt par, kallkyns og kvenkyns, að þau haldi lífinu með þér. Af fuglunum eftir þeirra kyni, af fénaðinum eftir hans kyni, og af allsháttuðum skriðkvikindum jarðar eftir þeirra kyni. Af þessu öllu skal eitt par fara inn til þín í örkina svo það megi halda lífinu. Og þú skalt taka allsháttaðar fæðslur með þér sem etandi eru og safna þeim inn til þín so það megi vera þér og þeim til atvinnu.“ Og Nói gjörði alla hluti so sem Guð bauð honum.