1Sjáið hvílíkan kærleika Faðirinn hefir oss auðsýnt, að vér skulum Guðs börn kallast; þess vegna kannast ekki heimurinn við oss, af því hann þekkir hann ekki.2Elskanlegir! nú þegar erum vér Guðs börn, en það er enn þá ekki opinbert hvað vér verða munum, en það vitum vér, að þegar hann birtist, að vér munum honum líkir verða, því að vér munum sjá hann, eins og hann er.3Og hvör, sem hefir þessa von til hans hreinsar sjálfan sig, eins og hann er hreinn.
4Hvör, sem synd drýgir, drýgir líka lagabrot og syndin er lagabrot;5en þér vitið, að hann hefir birst til þess að hann burttæki vorar syndir a) og að engin synd finnst hjá honum;6hvör, sem heldur sér stöðuglega við hann, syndgar ekki, hvör, sem syndgar, hefir hvörki séð hann né þekkt.7Börn! látið engan villa yður, hvör, sem réttvísina gjörir, er réttvís eins og hann er réttvís.8Hvör, sem syndina gjörir er af djöflinum, því að djöfullinn syndgar b) frá upphafi; til þess birtist Guðs Sonur, að hann niðurbrjóti djöfulsins verk.9Hvör af Guði er getinn, hann drýgir ekki synd, því sæði hans er varanlegt í honum og hann getur ekki syndgað, því að hann er af Guði getinn.10Þar af eru augljós Guðs börn og börn djöfulsins; hvör, sem ekki gjörir það, sem er rétt, hann er ekki af Guði, og hvör, sem ekki elskar sinn bróður.
11Þetta er sú kenning, sem þér hafið heyrt frá upphafi, að vér skulum elska hvör annan;12ekki sem Kain, er var af hinum vonda og myrti bróður sinn og fyrir hvað myrti hann hann? Af því að verk hans voru vond, en bróður hans réttvís.
13Undrist ekki, bræður mínir! þótt heimurinn hati yður.14Vér vitum að vér erum komnir úr dauðanum til lífsins, af því vér elskuðum bræðurnar; hvör, sem ekki elskar sinn bróður, hann er enn í dauðanum.15Hvör sinn bróður hatar, er manndrápari, en þér vitið að enginn manndrápari hefir eilífa lífið í sér varanda.16Af því þekkjum vér kærleikann, að hann a) gaf sitt líf út fyrir oss; eins erum vér skyldugir að láta lífið fyrir bræðurnar.17En sá sem hefir þessa heims auðæfi og sér sinn bróður líða neyð og afturlýkur sínu hjarta fyrir honum, hvörnin getur elskan til Guðs verið staðföst með honum.
18Börn mín! elskum ekki með orði og tungu, heldur með verki og í sannleika;
19og af þessu þekkjum vér, að vér aðhyllustum sannleikann, að vér getum friðað vor hjörtu fyrir hans augliti;20svo að þó vort hjarta fordæmi oss, er Guð samt meiri voru hjarta og þekkir allt b).21Elskanlegir! ef vort hjarta fordæmir oss ekki, þá höfum vér djörfung til Guðs22og það, sem vér biðjum hann um, það mun hann veita oss, af því vér höldum hans boðorð og gjörum það, sem er velþóknanlegt fyrir hans augliti.23Og þetta er hans boðorð: að vér trúum á nafn hans Sonar Jesú Krists og elskum hvör annan samkvæmt því boðorði, sem hann hefir gefið oss;24en hvör sá sem heldur hans boðorð, hann er Guði staðfastlega sameinaður og hann honum, og af því þekkjum vér, að hann er stöðuglega í samfélagi við oss, af þeim anda, sem hann hefir oss gefið.
Fyrsta Jóhannesarbréf 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:13+00:00
Fyrsta Jóhannesarbréf 3. kafli
Guð er réttlátur. Sá sem stundar réttlæti er Guðs barn. Hvílíkur sómi og heill er það, að vera Guðs barn! Sá sem við það kannast, forðast synd og elskar bræðurnar, að dæmi Krists, hvörn Guð gaf í dauðann mönnum til frelsis. Þessi elska til Guðs gefur oss trúartraust og rekur til hlýðni við Guð.
V. 1. Jóh. 1,12. 16,3. 17,25. V. 2. Esa. 56,5. 1 Kor. 15,49. Kól. 3,4. Róm. 8,29. Fil. 3,21. 1 Kor. 13,12. Matt. 5,8. V. 3. Kor. 7,1. 1 Pét. 15,16. V. 4. Kap. 5,17. V. 5. a. sbr. Esa. 53. 2 Kor. 5,21. Jóh. 8,46. Hebr. 5,2. V. 6. Kap. 2,4. 3,9. 4,8. 3 Jóh. v. 11. V. 7. Efes. 5,6. 1 Jóh. 3,10. V. 8. Matt. 13,38.39. Jóh. 8,44. b. syndgar þ. e. syndgaði frá upphafi (Mós. 3. K.) og syndgar enn. V. 9. að vera fæddur eða getinn af Guði, er að hafa Guði líkt hugarfar, og þess vegna vera honum velþóknanlegur. Kap. 3,6. 5,18. 1 Pét. 1,23. V. 10. kap. 2,29. sbr. 4,8. V. 11. Kap. 2,7.24. Jóh. 13,34. 15,12. V. 12. 1 Mós. b. 4,8. Hebr. 11,4. Jóh. 3,19. V. 13. Matt 5,11. Jóh. 15,18.19. 17,14. V. 14. Jóh. 5,24. 1 Jóh. 2,11. 4,12. 3 Mós. b. 19,17. V. 15. nl. þegar hatrið er fyrst komið, geta menn ekki vitað nema að það loksins leiði til manndráps; þar fyrir talar Jesús og postularnir þunglega um allt það, sem leitt getur til haturs. Sjá Matt. 5,21. ff. Gal. 5,21. V. 16. a. n. Jesús. Sjá Jóh. 3,16. 15,13. Róm. 5,8. Efes. 5,2.25. V. 17. 5 Mós. b. 15,7. Lúk. 3,11. Jak. 2,15. 1 Jóh. 4,20. 5,1. V. 18. Jak. 2,15.16. V. 20. b. nl. getur réttvíslegar dæmt um oss, en vér sjálfir. V. 21. Kap. 2,28. 4,17. V. 22. Sálm. 34,16. 145,18. Orðskv. b. 15,29. 28,9. Jer. 29,12.14. Matt. 7,7. 18,19. 21,22. Jóh. 9,31. 14,13. V. 23. Jóh. 6,29. 3 Mós. b. 19,18. Jóh. 15,12. V. 24. 1 Jóh. 4,13.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.