III.

Sjáið hvílíkan kærleika það faðirinn hefur oss auðsýnt að vér skulum Guðs börn kallast. Fyrir því þekkir yður heimurin ekki því að hann kennir hann eigi. Mínir kærustu, vér erum nú Guðs börn og það er enn ei opinberað hvað vér verða munum. En vér vitum þá það birtast mun það vér munum honum líkri verða því vér munum hann sjá so sem að hann er. Og hver einn er þvílíka von hefur til hans, sá hreinsar sig líka sem að hann er hreinn. Hver synd gjörir sá gjörir rangt og syndin er hið ranga. [ Og þér vitið það hann birtist upp á það hann vorar syndir burt tæki og engin synd er í honum. [ Hver í honum blífur sá syndgar ekki. Hver hann syndgast sá hefur hann eigi séð né þekkt.

Sonakorn, látið öngvan villa yður. [ Hver réttvísina gjörir sá er réttvís líka sem hann er réttvís. Hver syndina gjörir sá er af djöflinum því að djöfullinn syndgaðist að upphafi. Þar fyrir birtist Guðs son að hann niðurbrjóti djöfulsins verk. Hver af Guði er fæddur sá gjörir eigi synd því að hans sáð blífur í honum og hann getur ei syndgast því að hann er af Guði fæddur. [ Þar af eru augljós Guðs börn og djöfulsins börn. Hver hann er eigi réttvís sá er ekki af Guði og hver eigi elskar sinn bróður.

Því að það er sá boðskapur hvern þér hafið heyrt frá upphafi það vér skulum elska oss innbyrðis. [ Ekki sem Kain sá af hinum vonda var og í hel sló sinn bróður. Og fyrir hvað í hel sló hann hann? Því hans verk voru vond og hans bróðurs réttileg.

Undrist ekki, bræður mínir, þótt heimurinn hati yður. [ Vér vitum það vér úr dauðanum erum komnir til lífsins því að vér elskum bræðurna. Hver hann elskar eigi bræðurna sá blífur í dauðanum. Hver sinn bróður hatar sá er manndrápari og þér vitið það manndrápari hefur eigi eilíft líf í sér blífanda.

Af því þekkjum vér hans kærleika að hann hefur sett sitt líf út fyrir oss. Og vér skulum einnin setja lífið út fyrir bræðurna. En nær að einhver hefur þessarar verladar auðæfi og sér sinn bróður nauð líða og lýkur sitt hjarta til fyrir honum, hvernin blífur Guðs kærleiki hjá honum? Mín sonakorn, elskum eigi með orði og tungu heldur með verki og sannleika.

Þar af þekkjum vér það vér erum af sannleikanum og kunnum að haga vorum hjörtum fyrir hans augliti so: [ Þó að vort hjarta fordæmi oss að Guð er meiri voru hjarta og þekkir alla hluti. Þér ástsamlegir, ef vort hjarta fordæmir oss eigi þá höfum vér traustleik til Guðs. Og hvað vér biðjum það munum vér af honum öðlast því að vér geymum hans boðorð og gjörum hvað fyrir honum þægilegt er. [

Og þetta er hans boðorð það vér trúum á nafn hans sonar Jesú Christi og elskum hver annan so sem það han gaf oss boðorðið. [ Og hver hann varðveitir hans boðorð sá blífur í honum og hann í honum. Og þar af vitum vér það hann blífur í oss út af þeim anda hvern hann hefur gefið oss.