1Og það skeði þá Samúel var orðinn gamall, að hann setti syni sína sem dómara yfir Ísrael.2Og nafn hans frumborna sonar var Jóel, og nafn hins annars Abja, þeir dæmdu í Bersaba.3En hans synir gengu ekki á hans vegum, og gengu af leið eftir gróða, og þáðu gáfur d) og beygðu réttinn.4Þá samansöfnuðust allir þeir elstu í Ísrael og komu til Samúel í Rama e);5og sögðu til hans: sjá! þú ert orðinn gamall, og þínir synir ganga ekki á þínum vegum; settu oss nú konung sem dæmi oss, eftir sið allra þjóða a).6Og þessi orð mislíkuðu Samúel, að þeir sögðu: gef oss konung, sem dæmi oss; og Samúel bað til Drottins.7Og Drottinn sagði við Samúel: gegn þú rödd fólksins í öllu sem þeir við þig tala; því ekki hafa þeir útskúfað þér, heldur hafa þeir útskúfað mér, að eg skuli ekki vera kóngur yfir þeim.8Eins og þeir hafa ávallt breytt frá þeim degi að eg flutti þá út af Egyptalandi allt til þessa dags, að þeir yfirgáfu mig, og þjónuðu öðrum guðum, eins gjöra þeir þér.9En hlýð þú nú þeirra raust; aftraðu þeim aðeins alvarlega og kunngjörðu þeim háttu þess konungs sem yfir þeim mun drottna.
10Þá sagði Samúel fólkinu, sem heimti af honum konung, öll Drottins orð.11Og hann mælti: sá mun vera kóngsins háttur, þess sem yfir yður drottnar: yðar syni mun hann taka, að þeir skipi sér niður á hans vagna og meðal hans reiðmanna, og að þeir hlaupi fyrir hans vagni,12til að gjöra þá höfuðsmenn yfir þúsund, og höfuðsmenn yfir fimmtygir, og að þeir plægi hans akur, og uppskeri hans uppskeru og gjöri hans stríðstól og vagntól.13Og yðar dætur mun hann taka til þess þær búi til smyrsli, eldi og baki.14Og yðar akra, og yðar víngarða og yðar olíugarða, þá bestu, mun hann taka og gefa sínum þrælum.15Og yðar sáðlönd og yðar víngarða mun hann láta yður tíunda, og gefa það sínum geldingum og þrælum.16Og hann mun taka yðar þræla og yðar ambáttir og yðar fríðustu ungmenni og yðar asna og brúka til sinna verka.17Yðar sauðfénað mun hann láta yður tíunda og þér sjálfir munuð vera hans þrælar.18Og þér munuð á þeim sama tíma æpa sökum yðar konungs sem þér hafið yður valið, og Drottinn mun ekki heyra yður á þeim sama tíma.19En fólkið vildi ei gegna Samúels raust, og þeir sögðu: nei! kóngur skal yfir oss vera,20að vér séum eins og aðrar þjóðir, og kóngur dæmi oss, og fari út á undan oss, og heyi vor stríð.21Og Samúel heyrði öll ummæli fólksins, og talaði þau aftur fyrir eyrum Drottins.22Og Drottinn sagði til Samúels: hlýð þú þeirra raust og settu konung yfir þá. Og Samúel sagði til Ísraelsmanna: farið burt, hvör til síns staðar b).
Fyrri Samúelsbók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:19+00:00
Fyrri Samúelsbók 8. kafli
Ísraels menn biðja um konung.
V. 3. d. Eða mútur Ex. 23,8. Devt. 16,19. V. 4. c. Kap. 7,17. V. 5. a. Devt. 17,14. fl. V. 22. b. Kap. 10,25.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.