1En sveininn Samúel þjónaði Drottni undir umsjón Elí. Og orð Drottins var skjaldgæft b) á þeim dögum; sjónir voru ekki iðuglegar.2Og það skeði á þeim sama degi sem Elí lá í sínu rúmi, hans augu voru farin að sljóvgast c), hann gat ekki séð,3og Guðs lampi var ekki slokknaður, og Samúel lá í Drottins bústað, hvar sáttmálsörkin var,4þá kallaði Drottinn á Samúel, og hann sagði: hér em eg.5Og hann hljóp til Elí og mælti: hér em eg, því þú kallaðir á mig. Og hann sagði: eg hefi ekki kallað, farðu aftur og legg þú þig. Og hann fór og lagði sig.6Þá kallaði Drottinn Samúel aftur. Og Samúel stóð upp, og gekk til Elí, og mælti: hér em eg, því þú kallaðir mig. Og hann sagði: eg hefi ekki kallað, minn son! far þú aftur og legg þú þig!7En Samúel þekkti ekki enn þá Drottin, og enn nú var honum ekki orð Drottins opinberað.8Þá kallaði Drottinn Samúel aftur í þriðja sinn. Og hann stóð upp og gekk til Elí, og mælti: hér em eg, því þú hefir kallað til mín. Þá sá Elí að Drottinn hafði kallað sveininn.9Og Elí sagði við Samúel: far þú nú og legg þig, og verði nú á þig kallað, þá svara þú: talaðu, Drottinn! því þinn þénari heyrir. Og Samúel fór burt og lagðist fyrir á sinn stað.
10Þá kom Drottinn og gekk þangað, og kallaði nú í þetta sinn eins og í fyrra sinn: Samúel! Samúel! og hann svaraði: tala þú! því þinn þénari heyrir.11Og Drottinn sagði til Samúels: sjá! eg gjöri það í Ísrael, að hvör sem það heyrir, þess hins sama bæði eyru skulu undirtaka d).12Á þeim sama degi mun eg fullgjöra móti Elí allt sem eg hefi talað gegn hans húsi, byrja og fullgjöra mun eg.13Því eg hefi kunngjört honum, að eg að eilífu muni straffa hans hús, vegna þeirrar yfirtroðslu að hann vissi af, að hans synir bökuðu sér bölvan, og hann hindraði þá ekki e).14Því sver eg Elí húsi: misgjörningur Elí húss skal ekki verða forlíkaður að eilífu hvörki með fórnum né matoffri.15Og Samúel lá allt til morguns, þá upplauk hann dyrunum á Drottins húsi. En Samúel þorði ekki að segja Elí frá þessari sýn.16Þá kallaði Elí á Samúel, og mælti: Samúel, minn son! og hann mælti: hér em eg.17Og hann sagði: hvað er það, sem hann hefir talað við þig? leyndu mig því ekki! svo gjöri Guð við þig og enn framar, ef þú leynir mig nokkru af því sem til þín er talað.18Þá tjáði Samúel honum öll þessi orð, og leyndi hann engu. Og hann mælti: hann er Drottinn, gjöri hann hvað honum gott þykir!
19Og Samúel óx og Drottinn var með honum og lét ekkert af hans orðum falla til jarðar a).20Og allur Ísrael frá Dan til Bersaba kannaðist við, að Samúel var trúað til þess að vera Drottins spámaður.21Og Drottinn hélt áfram að opinberast í Síló; eftir það Drottinn hafði birst Samúeli í Síló fyrir orð Drottins. Og orðstír Samúels gekk út til alls Ísraels.
Fyrri Samúelsbók 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:14+00:00
Fyrri Samúelsbók 3. kafli
Samúels þjónusta.
V. 1. b. Sbr. Am. 8,11. V. 2. c. Gen. 27,1. V. 11. d. 2. Kóng. 21,12. V. 13. e. Aðr: ávítaði þá ekki. Aðr: og leit ekki ódýrt til þeirra. V. 17. f. Kap. 14,44. 1 Kóng. 19,2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.