1Og Drottinn sagði til Samúels: hvað lengi ætlar þú að vera sorgmæddur vegna Sáls, þar eð eg þó hefi útskúfað honum d), að hann sé ekki framar kóngur yfir Ísrael? fyll þú horn þitt með viðsmjör og legg þú af stað, eg sendi þig til Ísaí Betlehemítans; því eg hefi meðal hans sona útséð mér konung.2Og Samúel mælti: hvörnig get eg farið þessa ferð? því frétti Sál það, svo drepur hann mig. Og Drottinn sagði: tak þú með þér kálf, og segðu: eg kem til að færa Drottni fórn.3Og bjóð þú Ísaí til fórnarmáltíðarinnar, og eg skal láta þig vita hvað þú átt að gjöra, og þú skalt smyrja mér þann sem eg mun segja þér.4Og Samúel gjörði það sem Drottinn sagði og kom til Betlehem. Þá komu þeir elstu í staðnum með flýtir honum á móti og sögðu: boðar þín koma gott (frið).5e) Og hann mælti: (já) gott (frið), eg kem til að færa Drottni fórn. Og hann helgaði Ísaí og hans syni og bauð þeim til fórnarmáltíðarinnar.
6Og það skeði, þá þeir komu, að hann sá Elíab, og hugsaði: vissulega er þessi fyrir Drottni, hans smurði!7en Drottinn sagði til Samúels: líttu ekki á hans skapnað eða hans vöxt, því eg hefi honum útskúfað; eg lít ekki á það sem menn líta á, því menn líta á augun f) en Drottinn lítur á hjartað g).8Þá kallaði Ísaí á Abínadab, og lét hann ganga framhjá Samúeli; og hann mælti: ekki hefir Drottinn útvalið þenna.9Þá lét Isaí Sammi framhjá ganga, og hann mælti: ekki hefir Drottinn útvalið þenna.10Og svo lét Ísaí sjö syni sína ganga framhjá frammi fyrir Samúeli. Þá mælti Samúel við Ísaí: Drottinn hefir ekki útvalið þessa.11Og Samúel sagði til Ísaí: eru þetta allir sveinarnir? og hann mælti: enn er sá yngsti eftir, og sjá! hann gætir sauða. Og Samúel mælti: send þú eftir honum og láttu hann koma, því vér setjumst ekki til borðs fyrr enn hann kemur hingað.12Og svo sendi hann, og lét hann koma, en hann var rauður á hár h) og eygður vel og svipgóður. Og Drottinn sagði: stattú upp og smyr þenna, því þessi er það.13Þá tók Samúel viðsmjörshornið og smurði hann i) mitt á meðal hans bræðra. Og Drottins Andi kom yfir Davíð upp frá þeim degi. Og Samúel tók sig upp og fór til Rama a).
14En Drottins Andi veik frá Sál, og vondur andi frá Drottni angraði hann.15Þá sögðu þjónar Sáls við hann: illur andi frá Guði angrar þig.16Tali því, vor herra! þínir þjónar standa frammi fyrir þér, þeir munu leita upp mann sem kann hljóðfæraslátt b), og þegar sá illi andi kemur yfir þig frá Guði, þá getur hann spilað með sinni hendi, svo þér batni.17Og Sál sagði til sinna þénara: finnið mér mann sem vel kann á hljóðfæri, og færið mér hann.18Og einn af þénurunum svaraði og mælti: sjá! eg hefi séð einn af sonum Ísaí Betlehemíta, sem kann á hljóðfæri og er hraustur kappi og stríðsmaður, vel máli farinn og vel vaxinn c), og Drottinn er með honum.19Þá gjörði Sál sendimann til Ísaí og sagði: sentú Davíð son þinn sem er hjá sauðunum til mín.20Þá tók Ísaí asna með brauð og vínbelg og geithafur, og sendi til Sál með Davíð syni sínum.21Og svo kom Davíð til Sál og stóð frammi fyrir honum og gjörðist honum mjög kær og varð hans skjaldsveinn.22Og Sál sendi til Ísaí og mælti: láttu Davíð standa frammi fyrir mér, því hann hefir fundið náð í mínum augum.23Og það skeði þegar Andi Drottins kom yfir Sál, þá tók Davíð sitt hljóðfæri og lék með sinni hendi, þá varð Sál léttara og betra, og sá illi andi veik frá honum.
Fyrri Samúelsbók 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:19+00:00
Fyrri Samúelsbók 16. kafli
Davíð er smurður til kóngs og kemst í hirð Sáls.
V. 1. d. Kap. 15,23. V. 4. e. 2 Kóng. 9,18. V. 7. f. Aðr. það sem er fyrir augunum. g. Sálm. 7,10. 17,3. Jer. 11,20. 17,10. 20,12. V. 12. h. Kap. 17,42. Gen. 25,25. V. 13. i. Sálm. 89,21. a. Kap. 15,34. V. 16. b. 2 Kóng. 3,15. V. 18. c. Gen. 29,17.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.