1Og Davíð samansafnaði til Jerúsalem öllum höfðingjum Ísraels, höfðingjum ættanna, og höfðingjum herflokka þeirra sem þjónuðu kónginum, og höfðingjum yfir þúsund manns og höfðingjum yfir hundrað manns, og höfðingjum yfir allri eign og hjörðum kóngsins og sonum sínum, hirðmönnum og hetjum og öllum bestu mönnum.2Og Davíð konungur stóð upp og mælti: „heyrið mig mínir bræður og mitt fólk! Eg hafði í huga að byggja hvíldarstaðarhús fyrir sáttmáls örk Guðs, og fótskör vors Guðs, og gjört mig reiðubúinn að byggja;3enn, Guð sagði við mig: þú skalt ekki byggja hús mínu nafni, því stríðsmaður ert þú, og hefir úthellt blóði.4Og Drottinn, Ísraels Guð, útvaldi mig af öllu húsi föður míns, að eg skyldi vera kóngur yfir Ísrael að eilífu; því Júda hefir hann útvalið til höfðingjadæmis, og í Júda húsi er hús míns föðurs, og meðal sona föður míns hefir hann haft á mér velþóknan, að gjöra mig að kóngi yfir allan Ísrael.5Og af öllum mínum sonum (því marga syni hefir Drottinn gefið mér) útvaldi hann Salómon, son minn, til að sitja í hásæti Drottins kóngsríkis yfir Ísrael.6Og hann sagði við mig: Salómon þinn son, einmitt hann skal byggja mitt hús og minn forgarð; því eg hefi kosið mér hann fyrir son, og eg vil vera hans faðir.7Og eg vil eilíflega staðfesta hans konungdóm, ef hann er fastur á því að halda mín boðorð og réttindi, sem hann nú (gjörir).8Og nú fyrir augum alls Ísraels, Drottins safnaðar, og fyrir eyrum vors Guðs, (áminni eg yður) haldið, og leitið allra boðorða Drottins yðar Guðs, svo þér megið eiga það góða land, og láta það ganga eilíflega í erfð til yðar sona.9Og þú minn son, Salómon, þekktú Guð föður þíns, og þjóna þú honum með einlægu hjarta og með viljugri sálu; því Drottinn rannsakar öll hjörtu, og þekkir allar hugsananna smíðar. Ef þú leitar hans, svo lætur hann þig finna sig; en ef þú yfirgefur hann svo mun hann útskúfa þér algjörlega.10Sjá nú, þar eð Drottinn hefir kosið þig til að byggja hús fyrir helgidóminn, þá vertu staðfastur, og framkvæmdu það.
11Og Davíð gaf Salómon syni sínum fyrirmynd forstofunnar og hans húsa, og féhirsluhúsanna og hans loftsala, og hans innri herbergja og sáttmálsarkarhússins,12fyrirmynd alls þess sem var í hans anda, viðvíkjandi forgarði Drottins húss og öllum stúkunum umhverfis, fjárhirslum Guðs húss, og fjárhirslum þeirra helguðu hluta,13og viðvíkjandi niðurskipun prestanna og Levítanna og öllum störfum þjónustunnar í Drottins húsi, og öllum áhöldum þjónustunnar í Drottins húsi,14og viðvíkjandi því gulllega, eftir vigt gullsins, öllum verkfærum sérhvörrar þjónustu, öllum silfur tólum eftir vigt, öllum verkfærum sérhvörrar þjónustu,15(viðvíkjandi) vigt þeirra gulllegu ljósahjálma og gulllegu lampa, eftir þyngd sérhvörs ljósahjálms og hans lampa, og silfurljósastjökunum, eftir þyngd sérhvörs ljósastjaka og hans lampa, eftir brúkun hvörs eins ljósastjaka.16Og gullinu eftir vigt til skoðunarbrauðaborðanna, til sérhvörs borðs, og silfrinu til silfurborðanna,17og (fyrirmynd) soðkrókanna og skálanna og kannanna af skíru gulli og gullbikaranna eftir vigt sérhvörs bikars.18Og reykaltarisins af hreinsuðu gulli eftir vigtinni, og fyrirmynd vagnsins þess gulllega kerúbs, sem útþanin þekur sáttmálsörk Drottins.19„Þetta allt (mælti Davíð) er í rit fært af Drottins hönd, sem mig hefir frætt um öll verk fyrirmyndarinnar.“20Og Davíð sagði við Salómon sinn son: vertu fastur og sterkur og framkvæm þú það, vertu óhræddur og ódeigur, því Guð Drottinn, minn Guð er með þér, hann mun ei taka hendina frá þér, né yfirgefa þig, þangað til fullgjörð eru öll verk til þjónustu Drottins húss.21Og sjá! hér eru flokkar prestanna og Levítanna til allrar þjónustu Guðs húss; og þú hefir hjá þér til allra starfa allsháttar reiðubúna (menn) sem kunna til allra verka, og höfðingjana og allt fólkið til þinna nauðsynja.
Fyrri kroníkubók 29. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-13T21:30:02+00:00
Fyrri kroníkubók 29. kafli
Ráðstafanir Davíðs.
V. 32. Hygginn og lærður; aðrir: vitur cancelleri eða skrifari.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.