1Og Satan mótstóð Ísrael og egndi Davíð til að telja Ísrael.2Og Davíð sagði við Jóab og höfuðsmenn fólksins: farið og teljið Ísrael frá Berseba og allt til Dan, og færið mér (talið) svo að eg viti, tölu þeirra.3Jóab svaraði: Drottinn auki við fólk sitt, eins og það nú er (margt) hundrað sinnum, eru þeir ekki, minn herra kóngur! allir míns herra þjónar? til hvörs lætur minn herra spyrja um þetta? hví vill hann vera Ísrael til sakfellis?4Og orð kóngsins mátti meir en Jóab; og Jóab gekk út, og fór um allan Ísrael, og kom til Jerúsalem,5og Jóab fékk Davíð manntal fólksins, og allur Ísrael var þúsund þúsunda og hundrað þúsund vopnfærra manna, og Júda fjögur hundruð og sjötíu þúsund vopnfærra manna;6en Leví og Benjamín taldi hann ekki með þessum, því að Jóab hafði óbeit á skipun kóngsins.7En þetta verk mislíkaði Drottni, og hann sló Ísrael.8Og Davíð sagði til Guðs: eg hefi þunglega syndgað og eg gjörði þetta, en tak nú burt, eg bið, misgjörning þíns þjóns, því eg hefi breytt harla fávíslega.9Og Drottinn talaði við Gað, Davíðs sjáanda, og sagði:10far þú, tala við Davíð, og seg: svo segir Drottinn: þrennt legg eg fyrir þig, kjós þú eitt af því, að eg láti það koma yfir þig.11Og Gað kom til Davíðs og sagði honum: svo segir Drottinn: kjós þér!12annaðhvört þriggja ára hallæri, eða þú flýir 3 mánuði fyrir fjandmönnum þínum, og fyrir reiddu sverði óvina þinna, ellegar í 3 daga sverð Drottins og drepsótt í landinu, og engill Drottins eyðileggjandi í öllum Ísraels landamerkjum. Gættu nú að hvörju eg á að svara þeim sem mig sendi.13Davíð sagði til Gað: mjög þrengumst eg, en samt vil eg feginn falla í hönd Drottins, því að miskunn hans er mikil, en í manna hendur vil ekki falla í.14Þá lét Drottinn drepsótt koma í Ísrael, og þar féllu af Ísrael 70 þúsundir manna.15Og Drottinn sendi engilinn til Jerúsalem til að slá hana; og sem hann sló hana, sá Drottinn það, og hann iðraðist hins illa, og mælti til engilsins: nóg (er að gjört)! taktu nú að þér höndina. En engill Drottins stóð hjá hlöðu Arnans Jebúsíta.16Og Davíð hóf upp sín augu, og sá engilinn standa milli himins og jarðar, með rykktu sverði í hendi, útrétt yfir Jerúsalem. Þá féll Davíð og þeir elstu á sín andlit, klæddir sekkjum.17Og Davíð sagði við Guð: hefi eg ei skipað að telja fólkið? Eg em sá er syndgaði og breytti illa; en hvað hafa þessir sauðir gjört? Drottinn minn Guð, þín hönd komi yfir mig og yfir hús míns föðurs, en ekki yfir mitt fólk, til að plága það!
18En engill Drottins sagði Gað, að segja Davíð að hann skyldi reisa Drottni altari á hlöðugólfi Arnans, Jebúsíta.19Og Davíð fór eftir orði Gaðs, er hann hafði talað í nafni Drottins.20En sem Arnan sneri sér við og sá engilinn, og hans fjórir synir með honum, svo fólu þeir sig; en Arnan var einmitt að þreskja hveiti.21Og Davíð kom til Arnans; þá litaðist Arnan um, og sá Davíð, og gekk út úr hlöðunni og laut Davíð með sínu andliti til jarðar.22Og Davíð mælti til Arnans: gef þú mér hlöðustæðið! svo eg byggi þar Drottni altari; láttu mig fá það fyrir fullt verð, svo plágunni verði bægt frá fólkinu.23Og Arnan sagði til Davíðs: tak þú hana, og minn herra konungur gjöri hvað honum gott þykir; sjá! eg gef nautin til brennifórnar og þreskisleðann til eldiviðar og hveitið til matoffurs; allt þetta gef eg.24Og Davíð konungur sagði til Arnans: nei! eg vil heldur kaupa þetta fyrir fullt verð, því ekki vil eg fórnfæra Drottni því, sem þitt er, eða offra brennifórn kostnaðarlaust.25Og svo gaf Davíð Arnan fyrir plássið, sikil gulls, að vigt 6 hundruð.26Og Davíð byggði þar Drottni altari, og frambar brennifórn og þakkarfórn og ákallaði Drottin, og hann heyrði hann með eldi af himni á brennifórnaraltarinu.27Og Drottinn bauð englinum, þá stakk hann sínu sverði í þess slíður.28Á sama tíma, þegar Davíð sá að Drottinn hafði bænheyrt hann í hlöðu Arnans Jebúsíta, þá færði hann þar fórnir.29En bústaður (tjaldbúð) Drottins sem Móses hafði gjört í eyðimörkinni, og brennifórnaraltarið var um það leyti á Gíbeonshæð.30En Davíð gat ekki gengið fyrir hana, til að leita Guðs, því hann var hræddur við sverð Drottins engils.
Fyrri kroníkubók 22. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-13T21:28:51+00:00
Fyrri kroníkubók 22. kafli
Fólkstal. Drepsótt.
V. 2. 2 Sam. 12,30. V. 3. 2 Sam. 12,31. V. 4. a. 2 Sam. 21,18. b. Dóm. 3,30. 8,28. 11,33. 1 Sam. 7,13. V. 5. 2 Sam. 21,19. V. 6. 2 Sam. 21,20.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.