1Og Drottningin af Saba heyrði orðstír Salómons sakir Drottins nafns, og hún kom til að reyna hann með gátum.2Hún kom til Jerúsalem með mjög miklum skara, með úlfalda sem báru ilmjurtir og gull næsta mikið, og dýra steina, og kom til Salómons og talaði við hann allt sem henni bjó í brjósti.3Og Salómon sagði henni allt sem hún spurði um; ekkert var hulið fyrir kóngi, að hann ekki segði henni það.4Og sem drottningin af Saba sá alla Salómons visku og það hús sem hann hafði byggt,5réttina á hans borði, setu hans þjóna og stöðu hans þénara, og klæðnað, og hans skenkjara, og hans brennifórnir sem hann offraði í Drottins húsi; þá varð hún frá sér numin,6og sagði við konung: sannleiki var það tal sem eg heyrði í mínu landi um þinn auð, og þinn vísdóm.7Og eg trúði ekki því tali, þangað til eg kom, og mín augu sáu; og sjá! eg hafði ekki frétt helminginn; þú ert miklu vitrari og auðugri en riktið sagði mér.8Sælir eru þínir menn! sælir þessir þínir þénarar sem alltíð standa frammi fyrir þér, sem heyra þína speki!9Lofaður sé Drottinn þinn Guð, sem hafði geðþekkni á þér, svo hann setti þig í Ísraels hásæti! af því að Drottinn elskar Ísrael eilíflega, svo gjörði hann þig að kóngi f), að þú iðkir réttindi og réttvísi.
10Og hún gaf konungi hundrað og 20 vættir (centner) gulls og ilmjurta, harla mikið, og dýra steina, aldrei hefir svo mikið af ilmjurtum komið, sem það er drottningin af Saba færði Salómoni konungi.11Sömuleiðis kom Hírams skip með gull frá Ofír og rauðavið mikinn g) og dýra steina,12og af þessum rauðavið gjörði kóngur pílára í Drottins húsi og í kóngsins húsi, og hörpur og hljóðfæri fyrir söngmennina; aldrei kom slíkur rauðaviður, og ekki hefir hann sést til þessa dags).13Og Salómon kóngur gaf drottningunni af Saba alla hennar eftirlöngun, hvað sem hún girntist, auk þess sem hann gaf henni, eftir sem hans siður var; og hún sneri heim aftur og fór í sitt land.
14Og það gull sem Salómon fékk árlega var að vigt 666 vættir;15auk þess sem kom frá krömurum og kaupmannahöndlun, og frá öllum kóngum Arabíu, og lénsmönnunum í landinu.16Og Salómon konungur gjörði 2 hundruð skildi af drifnu gulli, 6 hundruð siklar gulls fóru í hvörn skjöld,17og þrjú hundruð buklara (smáskildi) af drifnu gulli, þrjú pund gulls fóru í hvörn buklara. Og kóngur lagði þá í Líbanons skógarhúsið.18Konungur gjörði og mikið fílabeinshásæti, og bjó það með skíru gulli.19Sex stig (tröppur) voru upp í hásætið, og efripartur bakhlutans á hásætinu, var kringlóttur; og bríkur voru beggjamegin kringum sætið, og tvö ljón stóðu við bríkurnar,20og 12 ljón stóðu á þeim 6 tröppum til beggja hliða, þessháttar hefir ekki gjört verið í nokkru konungsríki.21Öll drykkjuker Salómons kóngs voru af gulli, og öll húsgögn í Líbanons skógarhúsi vóru af klára gulli; ekkert silfur; það var einskis metið á dögum Salómons.22Því kóngurinn hafði skip í förum með Hírams skipum; einu sinni á þremur árum komu kaupskipin heim, hlaðin með gull og silfur, fílabein, apaketti og páfugla.23Og Salómon var meiri en allir kóngar jarðarinnar að auðlegð og visku.24Og frá öllum löndum girntust menn að sjá Salómon, og heyra hans speki sem Guð hafði gefið hans hjarta.25Og hvör maður kom með sína gáfu, silfur og gullgripi, og klæði og vopn og ilmjurtir, hesta og múlasna, árlega.26Og Salómon safnaði vögnum og reiðmönnum, og hafði 14 hundruð vagna og 12 þúsund reiðmenn, og lét þá vera í vagnstöðunum, og hjá konunginum (ɔ: sér) í Jerúsalem.27Og kóngurinn gjörði silfrið í Jerúsalem ei ónægara en grjót, og sedrusvið gjörði hann að vöxtum sem mórberjavið á láglendi.28Hesta sína fékk Salómon frá Egyptalandi; og flokkar kóngs kaupmanna sóttu hóp af þeim fyrir tiltekið verð.29Hvör vagn sem kom frá Egyptalandi kostaði 6 hundruð sikla silfurs og hesturinn kostaði hundrað og fimmtíu. Þeir hinir sömu færðu þá og öllum Hetítum og Sýrlandskóngum.
Fyrri konungabók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:36+00:00
Fyrri konungabók 10. kafli
Drottningin af Saba (Arabíu). 2 Kron. 9,1. Matth. 12,42. Lúk. 11,31.
V. 9. f. 2. Kron. 2,11. V. 11. g. Sbr. v. 12. 2 Kron. 9,10.11. V. 13. Nla. að gefa þeim herrum sem hann heimsóttu. Eftir orðunum: fram yfir það sem hann gaf henni eftir hönd kóngs Salómons. V. 16. 2 Kron. 9,15. V. 18. 2 Kron. 9,17. fl. V. 23. Préd. 2,9. V. 26. 2 Kron. 1,14. V. 27. 2 Kron. 1,15. 9,27. V. 28. 2 Kron. 1,16. V. 29. 2 Kron. 1,17.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.