1Og Drottinn talaði við Móses og mælti:2tala þú við Ísraelssonu og seg þeim: þegar maður nokkur eða kona gjörir Drottni helgunarheit, að helga sig;3svo skal hann varast að drekka vín og sterkan drykk; hann skal hvörki drekka súr af víni né súr af sterkum drykk, og enga vínberjasaft má hann drekka, og vínber fersk og þurr skal hann ekki eta.4Allan tíma sinnar helgunar má hann ekkert eta af öllu því, sem gjört er af vínviði, allt frá kjarnanum til hýðisins.5Allan tíma síns helgunarheitis skal enginn rakhnífur koma á hans höfuð; þangað til þeir dagar eru allir, sem hann hefir Drottni heitið, skal hann vera helgur, höfuðhár sitt láti hann vaxa með frelsi.6Allan þann tíma er hann hefir helgað Drottni, skal hann ekki koma að líki dauðs manns.7Vegna föður síns, vegna móður síns, vegna bróður síns og vegna systur sinnar, þeirra vegna skal hann ekki saurga sig, þó þau deyi, því helgun hans Guðs er á hans höfði.8Allan tíma sinnar helgunar er hann Drottni helgaður.9Og skyldi einhvör maður verða bráðkvaddur hjá honum snögglega, svo að hans helgaða hár saurgast, svo skeri hann hár sitt á sínum hreinsunardegi; á sjöunda degi skal hann það skera.10Og á 8da degi skal hann færa prestinum tvær turtildúfur, eða tvo dúfuunga, til dyra samkundutjaldsins.11Og presturinn skal offra annarri sem syndafórn og annarri sem brennifórn, og friðþægja fyrir hann, vegna þess hann hefir syndgast á líki; og svo helgi hann höfuð sitt á þeim sama degi12og helgi Drottni (ennframar) tíma sinnar helgunar og komi með ársgamalt lamb til sektarfórnar. Sá fyrri tími er tapaður, því hans helgun er saurguð.13Þetta er lögmálið um þann helgaða. Þegar dagar hans helgunar eru liðnir, skulu menn leiða hann að dyrum samkundutjaldsins;14og hann færi Drottni sína fórnargáfu, ársgamalt lamb, lýtalaust, til brennifórnar, ársgamla gimbur til syndafórnar og hrút lýtalausan til þakkarfórnar,15og körfu með ósýrðar kökur úr hveitimjöli, sem viðsmjöri sé hellt yfir, og ósýrð flatbrauð, smurð með viðsmjöri, og þar að auki matoffur og drykkjaroffur.16Og presturinn beri það fram fyrir Drottin, og starfi að syndafórninni og brennifórninni.17Og hrútinn skal hann fórnfæra Drottni sem þakkarfórn með körfunni af því ósýrða, og hann skal frambera matoffrið og drykkjaroffrið.18Og sá helgaði skeri sitt helgaða hár, fyrir dyrum samkundutjaldsins, og taki sitt helgaða höfuðhár og leggi það á eldinn, sem logar undir þakkarfórninni.19Og presturinn taki þann soðna bóg af hrútnum og eina ósýrða köku úr körfunni og eitt ósýrt flatbrauð, og leggi það hið sama í hönd þess helgaða eftir að hann hefir skorið sitt hið helgaða (hár).20Og presturinn veifi hinu sama sem veifun fyrir Drottni; það er prestinum heilagt (hann á það) auk veifunarbringunnar og auk veifunarlærsins; og eftir það má sá helgaði drekka vín.21Þetta eru lögin um þann helgaða, sem hefir heitið Drottni fórnargáfu vegna sinnar helgunar, auk þeirrar hvar til hans eigur hrökkva; eftir sínu heiti, sem hann hefir gjört, þar eftir verður hann að gjöra, fram yfir helgunarlögmálið.
22Og Drottinn talaði við Móses og mælti:23tala þú við Aron og hans syni og seg: svona skuluð þér blessa Ísraelssyni: segið til þeirra:24Drottinn blessi þig og varðveiti þig;25Drottinn láti sitt auglit lýsa þér, og sé þér náðugur!26Drottinn lyfti sínu augliti til þín og gefi þér frið!27Og (svona) skulu þeir leggja mitt nafn yfir Ísraelssyni, og eg vil blessa þá.
Fjórða Mósebók 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 6. kafli
Um Nasarea. Arons blessan.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.