Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú til Ísraelissona og seg þú til þeirra: Nær að nokkur maður eður kvinna semur Drottni nokkuð [ heit að hafa nokkurt bindindi sá skal halda sig frá víni og sterkum drykk. Hann skal ekki drekka vínedik eða edik af öðrum sterkum drykk og ekki neitt það sem þrykkt er af vínberjum. Hann skal hvörki eta fesk né þur vínber so lengi sem soddan hans heit stendur yfir. Hann skal og ekki eta það sem er af vínviði, hvorki kjarnann né börkinn.
Allan þann tíma sem hans heit varir þá skal enginn hárknífur koma á hans höfuð fyrr en tíminn er úti sá hann lofaði Drottni. Því hann er heilagur og skal láta sitt hár með frelsi vaxa á sínu höfði. Allan þann tíma sem hann hét Drottni þessu bindindi þá skal hann ekki innganga til nokkurs framliðins. Hann skal og ekki heldur saurga sig á líki síns föðurs, móður, bróður eða sinnar systur. Því heitstrenging hans Guðs er yfir hans höfði og allan þann tíma sem hans heitstrenging varir skal hann vera Drottni helgaður.
Og ef nokkur deyr fyrir honum óforvarandis bráðlega þá verður hans höfuð saurugt í hans heiti. [ Þar fyrir skal hann raka sitt höfuð á þeim degi sem hann hreinsast, það er sá sjöundi dagur. Og á þeim áttunda degi skal hann bera tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga til prestsins fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyr. Og presturinn skal færa þann eina til eirnrar syndafórnar en annan til brennifórnar og forlíka hann fyrir það að hann gjörði sig óhreinan á því dauða líki og helgi so sitt höfuð þann sama dag so hann haldi Drottni út sinn heitstrengingartíma. Og hann skal leiða eitt ársgamalt lamb fram til eins skuldoffurs. Og þeir umliðnu dagar skulu vera forgefins sökum þess að hans heit saurgaðist.
Þetta er lögmál hans sem nokkuð heit hefur samið. Þegar hans heitlofunartími er úti þá skal hann leiðast fyrir tjaldbúðarinnar vitnisburðardyr. [ Og hann skal bera sitt offur fram fyrir Drottin, eins árs gamalt lamb til brennioffurs, lastalaust, og einn veturgamlan sauð án lýta til eins syndaoffurs, og eirn hrút án lýta til eins þakkaroffurs og eina körf með ósýrðar kökur af hveitisarla, mengað með oleo, og ósýrða leifa yfirdreyfða með oleo, og þeirra matoffur og drykkjaroffur.
Og presturinn skal bera það fram fyrir Drottin og færa hans syndafórn og hans brennifórn. Og hrútinn skal hann færa til eirnrar þakklætisfórnar fyrir Drottni og körfina með því ósýrða brauði. Og hann skal og so færa hans matoffur og drykkjaroffur. Og hann skal raka hans höfuð sem heitinu hét fyrir tjaldbúðarinnar vitnisburðardyrum þá heitið er úti. Og hann skal raka af honum sem heitið gjörði hans heitishöfuðhár og kasta þeim á eldinn sem er undir þakkaroffrinu. Og hann skal taka þann soðna bóg af hrútnum og eina ósýrða köku af körfinni og eirn ósýrðan leif og leggja það á hans hendur sem heitinu hét þegar hann hefur rakað sitt höfuð og hann skal veifa því fyrir Drottni. Það er prestinum helgað með veifunarbringunni og upplyftingarbógnum. Þar eftir á má sá sem heitið gjörði drekka vín. Þetta er lögmálið um þann sem gjörði eitt heit og lofaði Drottni sínu offri vegna síns heits fyrir utan það hann annars getur af stað komið. Svo sem hann hefur heitið skal hann gjöra eftir lögmáli síns heitis.“
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú til Arons og hans sona og seg þú: So skulu þér segja til Ísraelssona þá þér blessið þá:
Drottinn blessi þig og varðveiti þig. [
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér miskunnsamur.
Drottinn snú sínu andliti til þín og gefi þér frið.
Því þér skuluð leggja nafn mitt yfir Ísraelissonu og ég mun blessa þá.“