1Og Drottinn talaði við Móses og Aron og mælti:2takið tölu Kahatssona meðal Levísona, eftir þeirra kynþáttum og ættfeðrum,3frá þrítugsaldri og þar yfir allt til fimmtugs, alla sem í stríð geta gengið *), til þess að starfa við samkundutjaldið.4Þjónusta Kahatssona við samkundutjaldið er: það allrahelgasta.5Og þegar herinn tekur sig upp, skulu þeir Aron og synir hans ganga inn og taka niður fortjaldið og vefja því utan um lögmálsörkina,6og skulu láta þar utan um selskinn, og breiða dúk úr bláum purpura yfir, og festa þar við stangirnar.7Og yfir skoðunarbrauðaborðið skulu þeir breiða dúk úr bláum purpura, þar á skulu þeir leggja fötin, bollana og skálarnar, og þakkarfórnakönnuna, og það ævarandi brauð skal vera á því.8Þar yfir skulu þeir breiða rauðan dúk, og þekja með selskinni, og festa þar við stangirnar.9Og þeir skulu taka dúk af bláum purpura og vefja innan í hann hjálminn, og hans lampa og hans skarbíti, og skarpönnur og öll viðsmjörskerin með hvörjum menn gegna þjónustunni, honum viðvíkjandi,10og skulu sveipa hann og öll hans áhöld með selskinni, og leggja á stangirnar.11Og yfir það gullbúna altari skulu þeir breiða bláan (purpura)dúk og þekja það með selskinnsfeldi, og festa þar við stangirnar.12Og öll tól þjónustugjörðarinnar, með hvörjum menn vinna að þjónustugjörðinni í helgidóminum, skulu þeir taka, og þeir skulu leggja þau innan í dúk af bláum purpura og þekja með selskinnsfeldi, og leggja á stangirnar,13og þeir skulu líka sópa öskunni af altarinu, og breiða yfir það purpuradúk,14og leggja á það öll þess áhöld með hvörjum þjónustugjörðinni á því er gegnt, glóðarkerin, soðkrókana, ausurnar og bollana, öll áhöld altarisins, og skulu þeir leggja yfir það selskinnsfeld og festa þar við stangirnar;15og þegar Aron og synir hans eru búnir að búa um helgidóminn og öll helgidómsins áhöld, þá herbúðirnar skulu flytjast, skulu Kahatssynir koma til að bera þetta; en þeir mega ei snerta helgidóminn og deyja, (að ei deyi þeir) það hafa Kahatssynir að bera af samkundutjaldbúðinni.16Og Eleasar sonur Arons prests, hefir umsjón yfir olíunni til ljósahjálmsins og ilmreykelsinu, því jafnaðarlega matoffri og smurningarviðsmjörinu, og umsjón yfir allri búðinni og öllu sem í henni er, helgidóminum og hans áhöldum.
17Og Drottinn talaði við Móses og Aron og mælti:18Látið ekki kynþátt Kahatítanna fyrirfarast úr Levítanna ættum,19heldur farið svona með þá, að þeir lifi og deyi ekki, ef þeir koma nærri því allrahelgasta; Arons og hans synir skulu ganga inn, og skipa sérhvörjum sína þjónustu og sinn burð;20en þeir skulu ekki sjálfir ganga inn og ekki eitt augnablik sjá helgidóminn, og deyja, (að ei deyi þeir).21Og Drottinn talaði við Móses og sagði:22tel þú líka Gersonssyni eftir þeirra ættfeðrum og kynþáttum,23frá þrítugsaldri og þar yfir, allt til fimmtugs skaltu þá telja, (alla sem færir eru til stríðsþénustu) að þeir gegni (þjónustugjörðinni) við samkundutjaldbúðina.24Þessi er þjónustu Gersoníta kynþáttsins, að gjöra og bera:25þeir skulu bera dúka búðarinnar, og samkundutjaldið, og hennar þak, og selskinnaþakið sem er utan yfir hinu, og dúkinn sem er fyrir dyrum samkundutjaldsins,26og langtjöld forgarðsins, og dúkinn fyrir inngangi forgarðsins, sem er allt í kringum búðina og altarið, og þeirra stög, og öll þau áhöld sem hér til heyra, og þeir skulu gegna öllu því sem þar að lútandi er að gjöra.27Eftir boði Arons og hans sona skal öll þjónusta Gersonssona framfara, allt sem þeir eiga að bera og allt sem þeir eiga að gjöra, og þér skuluð fela þeim til umönnunar það sem þeir eiga að bera.28Þetta er þjónusta kynþátta Gersonssona, viðvíkjandi samkundutjaldinu, og þeirra sýslan sé undir umsjón Ítamars, sonar Arons prests.
29Sonu Meraris, eftir þeirra kynþáttum og ættfeðrum, skaltu líka telja:30frá þrítugsaldri og þar yfir allt til fimmtugs skaltu þá telja, þá sem ganga að þjónustunni til að starfa við samkundutjaldið.31Og þetta hafa þeir að annast og bera, sem er öll þeirra þjónusta við samkundutjaldið: fjalir búðarinnar og þeirra nagla og þeirra stoðir og palla,
32og stólpa forgarðsins allt um kring, og þeirra palla og þeirra hæla og þeirra stög, öll þeirra áhöld, og allt þeim tilheyrandi, og með tölu (nafni) skuluð þér afhenda þeim þau áhöld sem þeir eiga að annast og bera.33Þetta er þjónusta Merarissona kynþátta, öll þeirra þjónusta við samkundutjaldið, undir umsjón Ítamars, sonar Arons prests.
34Og svo könnuðu þeir Móses og Aron og höfuðsmenn safnaðarins syni Kahatítanna eftir þeirra kynþáttum og ættfeðrum,35þrítuga og þar yfir allt til fimmtugs, alla sem gengu í röðina til þjónustu við samkundutjaldið.36Og þeir könnuðu voru eftir þeirra kynþáttum 2.750.37Það voru þeir töldu af kynþáttum Kahatítanna, allir sem þá þjónuðu við samkundutjaldið, sem þeir Móses og Aron töldu, eftir skipun Drottins fyrir (milligöngu) Móses.38Og þeir könnuðu af sonum Gersons eftir þeirra kynþáttum og eftir þeirra ættfeðrum,39frá þrítugsaldri og þar yfir, allt til fimmtugs, allir sem gengu í röðina til þjónustu við samkundutjaldið,40þeir könnuðu af þeim eftir þeirra kynþáttum og ættfeðrum, voru 2.630.41Það voru þeir könnuðu af kynþáttum Gersonssona, sem þá þjónuðu við samkundutjaldið, sem Móses og Aron töldu eftir Drottins boði.42Og þeir könnuðu af Meraris sonum eftir þeirra kynþáttum og eftir þeirra ættfeðrum,43frá þrítugsaldri og þar yfir, allt til fimmtugs, allir sem gengu í röðina, til að þjóna við samkundutjaldið,44þeir töldu af þeim voru, eftir þeirra kynþáttum og ættfeðrum 3.200.
45Það voru þeir könnuðu af kynþáttum Meraris sem Móses og Aron töldu eftir boði Drottins fyrir (milligöngu) Mósis.46Allir þeir könnuðu, sem Móses og Aron og höfuðsmenn Ísraelsmanna töldu, Levítarnir eftir þeirra kynþáttum og ættfeðrum,47frá þrítugsaldri og þar yfir allt til fimmtugs, allir sem þá gengu að því að þjóna við samkundutjaldið, og bera,48þeir voru 8.580.49Eftir boði Drottins, fyrir milligöngu Mósis, voru þeir taldir, hvör einn til sinna starfa og síns burðar, og þeir voru taldir sem Drottinn bauð Móses (að telja).
Fjórða Mósebók 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 4. kafli
Tala og embætti Levítanna.
*) Máske réttara: Alla sem gengu í röðina, eða geta skipst um, til þjónustugjörðar við samkundutjaldið. Sbr. v. 23.30.35.39.43.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.