Og Drottinn talaði við Mósen og Aron og sagði: „Tel þú alla sonu Kahat sér í lagi frá sonum Leví, eftir þeirra kynkvíslum og feðra húsum, þá sem eru þrjátygi ára og þaðan af eldri til fimmtugs aldurs, alla þá sem duganlegir eru að draga í stríð, að þeir þjóni í vitnisburðarins tjaldbúð. Þetta skal vera embætti sona Kahat í vitnisburðarbúðinni, sem er það allra helgasta.
Þá herinn sviptir herbúðunum þá skal Aron og hans synir ganga inn og ofan taka fortjaldið og vefja í því örkina vitnisburðarins og leggja þar yfir feld af greifingsskinnum og breiða eitt gult klæði þar ofan á og leggja stengurnar þar til. [ Og þeir skulu og so breiða eitt gult klæði yfir skoðunarborðið og leggja þar til fötin, skeiðirnar, skálirnar og könnurnar til að skenkja af og á og það hvörsdaglega brauð skal liggja þar á. Og þeir skulu breiða þar yfir eitt dreyrrautt klæði og þekja það sama með einu þaki af greifingjaskinni og setja stengurnar þar til.
So skulu þeir taka eitt gult klæði og sveipa þar í kertistikuna og lampana, ljósasöxin, skaraklofana til að slökkva ljósin og öll viðsmjörskerin sem heyra til þjónustugjörðinni, og sveipa þar í kringum allt saman greifingjaskinni og leggja það uppá börurnar. So skulu þeir og breiða eitt gult klæði yfir gullaltarið og hylja það með einu þaki af greifingjaskinni og setja stengurnar þar til. Þeir skulu og sveipa öll þau ker sem þeir hafa til þjónustunnar í helgidóminum í einu gulu klæði og hylja þar yfir með greifingjaskinni og leggja það á börurnar. Þeir skulu svo klára öskuna af altarinu og breiða eitt skarlatsklæði þar yfir og láta kerin þar til sem að heyra til þeirri þjónustunni, eldpönnur, matkróka, ausur, munnlögar, með öllum altarisins kerum. Og þeir skulu breiða eitt þak þar yfir af greifingjaskinni og setja stengurnar þar til.
Sem Arons og hans synir hafa þetta fullgjört og þakið helgidóminn og allan hans umbúnað þegar herinn sviftir herbúðum, eftir það skulu synir Kahat ganga inn og bera það. Og þeir skulu ekki snerta helgidóminn so þeir deyi ekki. [ Þessar eru byrðir sona Kahat í vitnisburðarins tjaldbúð. Og Eleasar son Arons prests skal hafa það embætti að skikka oleum til ljósanna og jurtir til reykelsis og það daglega matoffur og smurningaroleum, að hann sjái fyrir allri tjaldbúðinni og öllu því sem þar er inni í helgidóminum og fyrir helgidómsins kerum.“ [
Og Drottinn talaði við Mósen og Aron og sagði: „Þér skuluð ekki láta kynþátt Kahatítanna ættar fordjarfa sig á meðal Levítanna. En þetta skulu þér gjöra þeim so þeir megi lifa en ekki deyja, ef þeir annars snerta það allra helgasta. Aron og hans synir skulu ganga inn og setja hvörn til síns embættis og byrðar. En þeir skulu ekki ganga inn að skoða helgidóminn þá þeir þekja hann so þeir deyi ekki.“
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tak þú manntal sona Gerson, eftir þeirra feðra húsi og kynþáttum, þá sem eru þrjátygi ára og þaðan af eldri allt til fimmtugasta árs, og skikka þeim öllum sem duganlegir eru að draga í stríð að þeir þjóni í vitnisburðarins tjaldbúð. En þetta skal vera embætti þeirra Gersonítis ættar að þjóna og bera: Þeir skulu bera tjöldin tjaldbúðarinnar og vitnisburðarbúðarinnar og hennar þak og þökin af greifingjaskinnunum sem þar er utan um og fortjaldið í vitnisburðarins tjaldbúðardyrum og langtjöldin tjaldbúðargarðsins og fortjaldið í inngöngu tjaldbúðargarðsins, þess sem er í kringum tjaldbúðina og altarið og þeirra stög og öll þeirra embættisverkfæri og allt það sem heyrir til þeirra embætti. [ Synir Gerson skulu gjöra sín embætti eftir Arons og hans sona orðum, með öllu því sem þeir skulu bera og gjöra. Og þér skuluð sjá til að þeir taki vara á öllum sínum byrðum. Og þetta skal vera sona Gersonis og kynþáttar embætti í vitnisburðarins tjaldbúð. Og þeirra varðhald skal vera undir hendi Ítamar sonar Arons prests.
Þú skalt og skikka Merarí sonum, eftir þeirra kynþáttum og feðra húsi, frá þrjátygi árum og þaðan af til fimmtygi ára, öllum þeim sem duganlegir eru að draga í stríð, að þeir hafi eitt embætti í vitnisburðarins tjaldbúð. [ En þetat eru þeirra byrðar eftir öllu þeirra embætti í sáttmálans tjaldbúð: Þeir skulu bera fjalirnar, stengurnar og stólpana og fæturnar til tjaldbúðarinnar, so og stólpana til tjaldbúðargarðsins allt um kring og so fpturnar og hælana og stögin með öllum sínum umbúnaði eftir öllu þeirra embætti. Þér skuluð skipa til hvörjum sinn part af byrðunum til að taka vara uppá. Þetta skal vera embætti Merarí sona ættar, allt það sem þeir skulu gjöra í vitnisburðarins tjaldbúð undir hendi Ítamar sonar Arons prests.“
Og Móses og Aron og höfðingjar almúgans töldu þá sonu Kahatítanna eftir þeirra kynþáttum og feðra húsi, þrítuga og þaðan af eldri inn til fimmtygi ára, allir þeir sem duganlegir voru að draga í stríð, að þeir skyldu þjóna í sáttmálans tjaldbúð og þeir voru að tölu tvær þúsundir sjö hundruð og fimmtygi. [ Þetta er manntal Kahatítanna ættar sem höfðu allir nokkuð að þjóna í vitnisburðarins tjaldbúð, hvörja Móses og Aron töldu eftir Drottins orði fyrir Mósen.
Synir Gerson voru og so taldir eftir þeirra kynkvíslum og feðra húsi, frá þrjátygu ára gömlum og þar eftir til fimmtugs aldurs, allir þeir sem duganlegir voru í stríð, að þeir skyldu þjóna í vitnisburðarins tjaldbúð, og þeirra manntal var tvær þúsundir sex hundruð og þrjátygi. [ Það er talan á ætt sona Gerson, hvörjir allir nokkuð höfðu að þjóna í vitnisburðarins tjaldbúðinni, hvörja Móses og Aron töldu eftir orði Drottins.
Synir Merarí voru og so taldir eftir þeirra kynkvíslum og feðra húsi, frá þrítugum og þaðan af til fimmtugs aldurs, allir þeir sem duganlegir voru til stríðs, að þeir skyldu þjóna í vitnisburðarins tjaldbúð, og þeir voru að tölu þrjár þúsundir og tvö hundruð. [ Þetta er talan á Merarí sona ættkvísl sem Móses og Aron töldu eftir orðum Drottins fyrir Mósen.
Manntal allra Levítanna sem Móses og Aron og Ísraels höfðingjar töldu, eftir þeirra kynþáttum og feðra húsi, þeir sem voru þrjátygi ára og þaðan af eldri inn til fimmtugs aldurs, sem allir gengu inn að þjóna hvör sína þjónustu og bera byrðar í vitnisburðarins tjaldbúð, voru átta þúsundir fimm hundruð og áttatygi, hvörjir taldir voru eftir Drottins orðum fyrir Mósen, hvör til síns embættis og byrðar, sem Drottinn hafði boðið Móse. [