1Og allur söfnuður Ísraelsbarna kom í eyðimörkina Sín á 1ta mánuðinum, og lýðurinn settist um kyrrt í Kades, þar dó María og þar var hún grafin.2Sem nú söfnuðinn vantaði vatn þyrptist hann saman í móti Móses og Aron;3og þeir þráttuðu við Móses og sögðu: Guð gæfi að vér hefðum dáið þegar bræður vorir dóu í augsýn Drottins!4Því leidduð þið söfnuð Drottins í þessa eyðimörku til að deyja þar ásamt fénaði vorum;5hvörs vegna leidduð þið oss af Egyptalandi hingað á þennan leiða stað hvar hvörgi verður sáð, engin fíkjutré vaxa, enginn vínviður, engin kjarnepli, hvar jafnvel ekki er vatn til að drekka.6En Móses og Aron gengu burt úr augsýn safnaðarins til dyra samkundutjaldbúðarinnar, hér féllu þeir fram á sínar ásjónur og dýrð Drottins birtist þeim.7Þá talaði Drottinn við Móses og sagði:8tak staf þinn, kalla söfnuðinn saman, bæði þú og Aron bróðir þinn, og talið til hellunnar í þeirra áheyrn og hún mun vatn veita og þú skalt útleiða handa þeim vatn af hellunni og gefa bæði lýðnum og fénaði hans að drekka.9Þá tók Móses stafinn úr augsýn Drottins eins og hann hafði boðið honum;10og Móses og Aron kölluðu lýðinn saman til hellunnar og Móses mælti: heyrið, þér þverbrotnu menn! munum vér geta útleitt handa yður vatn af hellu þessari?11Og Móses upplyfti hendi sinni og laust helluna tvisvar með staf sínum, streymdi þaðan þá vatn mikið svo að lýðurinn drakk og allur hans fénaður.12Þá sagði Drottinn við Móses og Aron: sökum þess að þið treystið mér ekki svo, að þér kunna gjörðuð Ísraelsbörnum mína dýrð, þá skuluð þið ekki innleiða þennan lýð í það land, sem eg hefi þeim gefið.13Þetta eru Meribasvötn, þar sem Ísraelsbörn þráttuðu við Drottin og hann opinberaði sína dýrð meðal þeirra.
14Eftir þetta gjörði Móses frá Kades boð kóngi Edómítanna og lét segja honum: svo segja bræður þínir, Ísraelítarnir, þú þekkir alla þá mæðu sem oss hefir hitt.15Forfeður vorir fóru niður til Egyptalands, og vér bjuggum þar lengi, og egypskir fóru illa með oss og forfeður vora,16en vér ákölluðum Drottin og hann heyrði vora raust, sendi oss sinn engil og leiddi oss af Egyptalandi, og sjá! nú erum vér í Kades, hvör borg að liggur yst á þínum landamerkjum;17leyf oss að fara um land þitt, vér skulum hvörki fara yfir akra né víngarða, ekki drekka vatn úr nokkrum brunni, þjóðgötuna skulum vér þræða, og víkja hvörki til hægri né vinstri handar, þar til vér erum komnir út úr landi þínu.18En Edómítinn svaraði honum: þú mátt ekki fara um mitt land, ella mun eg fara í móti þér með sverði.19Þá sögðu Ísraelsbörn við hann: vér viljum þræða alfaraveginn, og ef vér drekkum af þínu vatni, eg og fénaður minn, vil eg borga það; um það eina bið eg að eg fótgangandi megi fara um land þitt.20En Edómítinn neitaði um það og gekk í móti honum með miklu liði og öflugum her.21Þannig skoraðist Edómítinn undan að leyfa Ísrael að fara í gegnum land sitt, og Ísraelsbörn sneru af leið frá honum.
22Ísraelsbörn lögðu þá upp frá Kades og allur lýðurinn kom til fjallsins Hór.23Á því fjalli, hjá landamerkjum Edómíta, talaði Drottin við Móses og Aron og sagði:24Aron mun safnast til feðra sinna, því hann skal ekki koma í það land sem eg hefi gefið Ísraelsbörnum, af því þér ekki hlýdduð boðum mínum hjá Meribavötnum.25Tak Aron og Eleasar son hans og leið þá upp á fjallið Hór,26fær Aron úr klæðum sínum og lát Eleasar son hans fara í þau, Aron skal þar safnast til feðra sinna og deyja.27Og Móses gjörði eins og Drottinn hafði boðið honum, gengu þeir upp á fjallið Hór að öllum lýðnum ásjáandi;28Móses færði þá Aron úr klæðum hans og lét Eleasar son hans fara í þau, andaðist Aron þar á fjallstindinum, en Móses og Eleasar gengu niður af fjallinu.29Þegar allur lýðurinn sá að Aron var andaður syrgðu allar Ísraels kynkvíslir hann í 40 daga.
Fjórða Mósebók 20. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 20. kafli
María deyr. Vatn af hellu. Edómítar leyfa ei fólkinu yfirför. Aron deyr.
V. 1. Nl. á 40ta árinu eftir að þeir fóru af Egyptalandi, sjá 33,36–38. V. 8. Líklega sama sem um er talað í 2 Mós. b. 17,5. V. 9. Þ. e. úr helgum stað. V. 12. Sjá v. 10. hvör orð lýsa því að treysta mest á mátt sinn og gleymdu því að geta þess að það var Guð sem í þeim var máttugur. V. 13. Þ. e. Þráttunarvötn. V. 14. Því forfaðir Edómíta var Edóm, öðru nafni Esaú, bróðir Jakobs forföðurs Gyðinga.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.