1Þú skalt ekki offra Drottni þínum Guði nokkru því, nauti eða sauð, sem hefur nokkur lýti eður galla á sér, því það er viðurstyggð Drottni Guði þínum,2þegar fundinn verður nokkur maður, karl eða kona, innan þeirra staða sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér, sá eð breytir svo illa í augum Drottins þíns Guðs, að hann traðkar hans sáttmála og gefur sig til að þjóna annarlegum guðum og tilbiður þá,3hvört sem það er sólin, tunglið, eða nokkuð annað af himinsins herskara, sem eg hafði ekki boðið,4og verði þér sagt frá þessu, og þú komist að því, skaltu vandlega halda spurn eftir slíku, og ef þú verður þess var að slík svívirðing er vissulega framin í Ísrael,5þá skaltu láta þann kall eða konu, sem framið hefir slíkt ódæði, leiða út af borgarhliðunum og lemja þar með grjóti til heljar.
6Eftir tveggja eður þriggja vitnisburði skal sá deyja, sem fyrir dauðasök er hafður, en enginn skal lífið missa fyrir eins manns framburð,7hönd vitnanna skal vera sú fyrsta til að vega að honum, og síðan hönd alls lýðsins, þannig áttu að skilja við þig þann vonda.
8En ef eitthvört málefni kemur fyrir, sem þér er ofvaxið að dæma í, svo sem manndrápsmál, réttarmál, skemmdarmál eða hvað annað málefni sem uppkemur í borgum þínum, þá skaltu bregða við og fara til þess staðar sem Drottinn þinn Guð valdi;9skaltu þar ganga fyrir prestana og Levítana, og þann dómara sem þá er, þá skaltu spyrja og munu þeir segja þér dóminn,10og skaltu fylgja því atkvæði sem þeir gefa þér á þeim stað sem Drottinn hefir valið sér, og þú skalt þess gæta, að gjöra allt eins og þeir hafa fyrir þig lagt.11Eftir því lögmáli sem þeir kenna þér, og eftir því dómsatkvæði sem þeir segja þér, skaltu þannig breyta að ei sé afvikið, hvörki til hægri né vinstri.12En ef nokkur maður er svo bíræfinn, að hann vill ekki hlýða prestinum, sem stendur þar í embætti Drottins þíns Guðs, eður dómaranum, sá skal deyja, og þér skuluð taka þann vonda úr Ísrael,13svo að almenningur verði hræddur, þegar hann heyrir þetta, og komi ei framar upp á slíka ofdirfsku.
14Þegar þú kemur inn í það landið, sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér, og ert sestur þar að eign þinni, og segir: Eg vil setja kóng yfir mig, eins og allar aðrar þjóðir sem eru í kringum mig,15þá skaltu setja þann til kóngs yfir þig, sem Drottinn þinn Guð mun útvelja, en einhvörn af bræðrum þínum verður þú að setja til kóngs yfir þig, því þú mátt ekki þar til setja neinn útlending, sem ekki er þinn bróðir,16en ekki má hann ala marga víghesta, og ekki má hann, þó hann hafi marga hesta, leiða fólkið aftur í Egyptaland, af því Drottinn hefir sagt yður, að þér skuluð ekki héðan í frá fara um þenna veg þangað aftur.17Hann má ei heldur festa sér margar konur, svo hann falli ekki frá Drottni, ekki má hann heldur draga saman mikið gull og silfur;18þegar hann nú er sestur í hásæti kóngdómsins, þá skal hann fá þetta lögmál hjá prestunum og Levítunum, og láta skrifa það sér í bók;19hún skal vera hjá honum, og hann skal lesa í henni alla sína ævi, svo hann geti lært að óttast Drottin sinn Guð, að hlýða þessu lögmáli og halda við þessa setninga.20Hann skal ekki metnast í hjarta sínu yfir sína bræður, og ekki víkja frá boðorðunum, hvörki til hægri né vinstri, svo hann megi verða langgæfur í kóngsstjórninni, bæði sjálfur hann og börn hans í Ísrael.
Fimmta Mósebók 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 17. kafli
Um offur, afguðadýrkun og hvörnig kóng skal velja.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.