Dómara og embættismenn skaltu setja þér í öllum þínum borgarhliðum sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér á meðal þinna kynkvísla, að þeir dæmi lýðinn eftir réttferðugum dómi. [ Þú skalt ekki halda réttinum, þú skalt og ekki álíta nokkurs manns persónu og ekki heldur gjafir þiggja. Því að gjafirnar forblinda augun vísra manna og umvenda málum réttferðugra. Þú skalt eftirfylgja því sem réttferðugt er so að þú megir lifa og eignast það landið sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér.
Þú skalt öngva skógarrunna af nokkursháttar viðartrjám rótfesta í hjá altari Drottins Guðs þíns sem þú gjörir þér. Þú skalt ekki uppreisa þér neinar stoðir hverjar eð Drottinn Guð þinn hatar.
Þú skalt ekki fórnfæra Drottni Guði þínum neitt það naut eða sauð sem hefur nokkuð lýti eða nokkurn löst á sér því að það er Drottni Guði þínum ein vanvirðing.
Nær eð þú finnur nokkurn mann eður kvinnu innan þinna staðardyra sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér þann er illa gjörir fyrir Drottins Guðs þíns augsýn, [ að hann yfirtreður hans sáttmála og fer og þjónar annarlegum guðum og tilbiður þá, sé það Selen eður tunglið eður nokkuð annað af himinsins her, sem ég hefi ekki boðið, og þetta verður sagt þér og þú heyrir það, [ þá skalt þú spyrja vel að því. Og nær eð þú formerkir það að það eru vissuleg sannindi að svoddan svívirðing er sken í Ísrael þá skalt þú láta þann mann eður kvinnu sem soddan glæp hefur gjört útleiða af þínum portdyrum og þú skalt berja þau með grjóti til heljar. Eftir tveggja eður þriggja manna vitnisburði þá skal sá deyja sem dauða er verður, en enginn skal þar deyja eftir eins manns vitnisburði. Þeirra hönd sem vitnað hafa skal vera hins fyrsta til að lífláta hann og síðan höndin alls fólksins, að þú skiljir þig so við það vonda.
Ef nokkurt klögumál verður þér ofþungt yfir að dæma á millum blóðs og blóðs, [ á millum sakferlis og sakferlis, á millum skaðsemdar og skaðsemdar, og hvaða kærumálum sem það eru innan þinna staðardyra, þá skaltu hafa þig til vegar og fara upp til þess staðar sem Drottinn Guð þinn mun útvelja þér og koma til prestanna og Levítanna og til þess dómara sem þann sama tíma verður og spyrjast fyrir af þeim. So skulu þeir segja þér upp dóminn. Og þú skalt gjöra það sem þeir segja þér í þeim stað sem Drottinn hefur útvalið og þú skalt hyggja vel að því að þú gjörir eftir öllu því sem þeir kenna þér. Eftir því lögmáli sem þeir kenna þér og eftir þeim dóminum sem þeir segja þér upp þá skaltu rétta þig so að þú vísir ekki þar í frá, hverki til hægri né til vinstri handar.
Og ef að nokkur mann þrjóskast so að hann vill ekki hlýða prestinum að, sem stendur þar í Drottins Guðs þíns embætti, eður dómaranum, sá skal deyja. Og þér skuluð í burt taka þann hinn vonda af Ísrael svo það almúgafólkið megi það heyra og óttast og þrjóskast ekki lengur.
Nær þú kemur inn í það land sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér og eignast það og þú býr þar inni og segir svo: [ „Ég vil setja einn kóng yfir mig so sem allar aðrar þjóðir hafa hér í kringum mig“ þá skalt þú setja þann til kóngs yfir þér sem Drottinn Guð þinn mun útvelja. En einn af þínum bræðrum skalt þú setja til konungs yfir þig. [ Þú skalt ekki setja nokkurn framanda yfir þig sem ekki er þinn bróðir. Aðeins það að hann skal ekki halda marga víghesta og ekki innleiða fólkið í Egyptaland aftur af því það hann hefur marga víghesta, eftir því sem Drotitnn hefur sagt yður, að þér skuluð ekki héðan í frá fara um þennan veg aftur. Hann skal og ekki heldur taka sér margar eiginkonur, að hans hjarta í burt snúist ekki. Hann skal og ekki samandraga mikið gull og silfur.
Nær eð hann kemur nú að sitja í hásæti síns kóngsríkis þá skal hann taka þetta annað lögmálið af prestunum og Levítunum og láta skrifa það í eina bók. Hún skal vera í hjá honum og hann skal lesa þar inni um alla sína lífdaga so að hann megi læra að óttast Drottin Guð sinn, [ að hann kunni að halda öll orðin af þessu lögmáli og réttindum so að hann gjöri þar eftir. Hann skal ekki ofstæra sitt hjarta yfir sína bræður og ekki í burt víkja af boðorðunum, hverki til hægri né til vinstri handar, að hann megi so lengja sína daga í sínu kóngaríki, hann og hans börn í Ísrael.